„Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. mars 2024 08:28 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. Eins og fram hefur komið var ekki fundað í kjaradeilunni í gær. Áður hefur samninganefnd Eflingar lýst því yfir að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna sagði í gær að henni finndist verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi vegna mikilla óvissu í efnahagslífinu. Láti verkin tala Sólveig Anna hnýtir í orð Sigríðar í Facebook færslu sem hún birti í morgun. Hún segir forystu SA þykja óviðeigandi að verka-og láglaunafólk taki málin í sínar eigin vinnuhendur og berjist fyrir betri kjörum. „Við í Eflingu erum ekki á þeirri skoðun. Okkur finnst óviðeigandi að samið sé um auknar hækkanir handa hálaunahópum Alþýðusambandsins á meðan að fulltrúum verkafólks er sýnd óvirðing við samningsborðið og kröfum þess fólks sem að heldur samfélaginu gangandi með vinnuafli sínu ekki svarað með neinu nema útúrsnúningi og rugli.“ Hún segir að því sé hafinn undirbúningur verkfalla. Efling sé ekki eins og þeir sem láti sér nægja að hóta kannski aðgerðum einhverntímann eftir að aðgerðahópar hafi mögulega komist að einhverskonar niðurstöðu. Verkin séu látin tala, nú líkt og ávallt. Viss um að verkfall verði samþykkt Sólveig Anna segir stjórn og samninganefnfd Eflingar standa þétt saman. Á mánudag muni stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar funda og taka ákvörðun um upphæð verkfallsstyrks. Klukkan 16 á mánudag verði svo atkvæðagreiðsla um verkföll hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. „Ég er þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt og þá leggja 900 manneskjur, að stærstum meirihluta konur, niður störf á hádegi þann 18. mars, í ótímabundnu verkfalli. Þá fær íslensk yfirstétt tækifæri til að horfast í augu við það á hverra vinnuafli öll verðmætasköpun og þjónusta höfuðborgar landsins hvílir.“ Sólveig Anna segir þá daga liðna að forysta Eflingar samþykki að vinnuaflinu sé haldið niðri til að tryggja hagsmuni annarra hópa. Þeim kafla hafi lokið árið 2018 og verði ekki opnaður á ný. „Það er í raun óskiljanlegt að fólk skuli ekki vera tilbúið til að horfast í augu við þessa augljósu staðreynd. En þegar sú staða kemur upp bregst Efling hratt og örugglega við, í þeirri vissu að félagsfólk Eflingar, ómissandi fólk að öllu leiti, getur og vill berjast, sameinað, til að ná raunverulegum árangri. Ég er stolt af félagsfólki Eflingar. Þau eru djörf og þau eru dugleg, og þau láta ekki íslenska yfirsétt segja sér fyrir verkum.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Eins og fram hefur komið var ekki fundað í kjaradeilunni í gær. Áður hefur samninganefnd Eflingar lýst því yfir að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna sagði í gær að henni finndist verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi vegna mikilla óvissu í efnahagslífinu. Láti verkin tala Sólveig Anna hnýtir í orð Sigríðar í Facebook færslu sem hún birti í morgun. Hún segir forystu SA þykja óviðeigandi að verka-og láglaunafólk taki málin í sínar eigin vinnuhendur og berjist fyrir betri kjörum. „Við í Eflingu erum ekki á þeirri skoðun. Okkur finnst óviðeigandi að samið sé um auknar hækkanir handa hálaunahópum Alþýðusambandsins á meðan að fulltrúum verkafólks er sýnd óvirðing við samningsborðið og kröfum þess fólks sem að heldur samfélaginu gangandi með vinnuafli sínu ekki svarað með neinu nema útúrsnúningi og rugli.“ Hún segir að því sé hafinn undirbúningur verkfalla. Efling sé ekki eins og þeir sem láti sér nægja að hóta kannski aðgerðum einhverntímann eftir að aðgerðahópar hafi mögulega komist að einhverskonar niðurstöðu. Verkin séu látin tala, nú líkt og ávallt. Viss um að verkfall verði samþykkt Sólveig Anna segir stjórn og samninganefnfd Eflingar standa þétt saman. Á mánudag muni stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar funda og taka ákvörðun um upphæð verkfallsstyrks. Klukkan 16 á mánudag verði svo atkvæðagreiðsla um verkföll hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. „Ég er þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt og þá leggja 900 manneskjur, að stærstum meirihluta konur, niður störf á hádegi þann 18. mars, í ótímabundnu verkfalli. Þá fær íslensk yfirstétt tækifæri til að horfast í augu við það á hverra vinnuafli öll verðmætasköpun og þjónusta höfuðborgar landsins hvílir.“ Sólveig Anna segir þá daga liðna að forysta Eflingar samþykki að vinnuaflinu sé haldið niðri til að tryggja hagsmuni annarra hópa. Þeim kafla hafi lokið árið 2018 og verði ekki opnaður á ný. „Það er í raun óskiljanlegt að fólk skuli ekki vera tilbúið til að horfast í augu við þessa augljósu staðreynd. En þegar sú staða kemur upp bregst Efling hratt og örugglega við, í þeirri vissu að félagsfólk Eflingar, ómissandi fólk að öllu leiti, getur og vill berjast, sameinað, til að ná raunverulegum árangri. Ég er stolt af félagsfólki Eflingar. Þau eru djörf og þau eru dugleg, og þau láta ekki íslenska yfirsétt segja sér fyrir verkum.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira