Fólk er fólk Hlédís Sveinsdóttir skrifar 1. mars 2024 10:31 Eða það hélt ég. Ég hélt líka að öll myndum við setjast við hliðina á Rosu Parks, fremst í rútuna. Ekkert okkar myndi fangelsa Nelson Mandela og að öll myndum við hýsa Önnu Frank. Ég hélt að sagan hefði kennt okkur að standa með mannréttindum sama hverrar þjóðar, trúar eða litar fólk væri. Að við stæðum með þeim ofsóttu - gegn ofbeldi og kúgun. Nú er ég ekki viss. Það er til fólk sem fagnar aðgerðum Ísraels og það er fólk þarna úti sem kallar mig gyðingahatara fyrir að mótmæla þeim. Samt tala ég ekki um gyðinga eftir stofnun Ísraelsríkis, enda koma þeir málinu ekki við. Mér er sama á hvað fólk trúir, hverrar þjóðar fólk er og um útlit þess. Töluleg gögn geta hinsvegar kallað fram allskonar tilfinningar og skoðanir. 1947 Gyðingar áttu um 6% af landi í Palestínu. 1947 Sameinuðu þjóðirnar láta 54% lands í Palestínu í hendur gyðinga. Ísraelsríki stofnað. 1947 Heimili og jarðir hundruð þúsunda íbúa Palestínu tekið yfir af ísraelsku landtökufólki. Hundruð þúsunda íbúa Palestínu í flóttamannabúðum í eigin landi. 1948 Ísraelar taka yfir 88% af landi Palestínu (“fyrsta stríð”). 1949 UNRWA, Palestínuflóttamannahjálpin stofnuð. 1967 Ísrael hernemur það sem eftir er af palestínsku landi, Vesturbakkann og Jerúsalem (sex daga stríðið). 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum. 1948 til 2008 er áætlað að 16.000 Ísraelar hafi verið drepnir af íbúum Palestínu. 2000 til 2022 er áætlað að 2.242 palestínsk börn hafi verið drepin af Ísraelum. 2002 Ísraelsk stjórnvöld hefja byggingu á aðskilnaðarmúrnum. 2004 Aðskilnaðarmúr ísraelskra stjórnvalda dæmdur ólöglegur samkvæmt Genfarsáttmálanum. 2008 til 2022 Ísraelar myrtu 6.736 íbúa Palestínu, Palestínumenn myrtu 317 Ísraela. 2023 frá 1. jan. til 7. okt. Ísraelsmenn drápu 237 íbúa Palestínu. 2023 frá 1. jan. til 7. okt. Palestínumenn drápu 4 Ísraela. 2023 þann 7. okt. myrðir Hamas um 1.200 Ísraelsmenn. 2023 frá 7. okt. til dagsins í dag. Ísraelar hafa myrt um 30.000 íbúa Gaza og 403 íbúa Palestínu á Vesturbakkanum. Palestínumen hafa myrt 17 Ísraela á sama tíma. *inni í þessu eru ekki meðtaldir þeir sem deyja Palestínumegin vegna lélegra lífsgæða. **inni í þessu eru ekki tölur slasaðra eða tölur gísla beggja megin. Þar hallar alltaf á íbúa Palestínu. ***ég hef fullan skilning á þörf alþjóðasamfélagsins til að finna land fyrir gyðinga eftir þær ólýsanlegu hörmungar sem á undan voru gengnar. En ég hef líka fullan skilning á því að þeir íbúar sem fyrir voru í Palestínu hafi veitt mótspyrnu þegar meira en helmingur lands var gefinnundan þeim. Benda þessar tölur til þess að ísraelsk stjórnvöld vilji búa í friði með nágrönnum sínum? Árið 2002 þegar ísraelsk stjórnvöld hefja byggingu á aðskilnaðarmúrnum eru það þau sem eru búin að ræna landi, þau sem eru búin að myrða margfalt fleiri íbúa Palestínu. Stefna ísraelskra stjórnvalda byggir á zionisma og zionistastefna byggir á rétti á fyrirheitna landinu, einskonar þjóðernishyggja með kynþáttahyggju ívafi. Vinnur slík stefna í anda mannréttinda og friðar í heiminum? Þegar við ræðum um kynþáttaaðskilnaðarstefnuna í S-Afríku er enginn kallaður hvítingjahatari og þegar við ræðum skipulögð fjöldamorð á gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni er enginn kallaður nasistahatari, er það? Zionistar drepa 100 litlar Önnur Frank á dag og hafa gert síðustu 5 mánuði. Það er eðlilegt að finna til andúðar gegn stefnu sem er svona andstyggileg og ómanneskjuvæn. Vandamálið er ekki andspyrna íbúa Palestínu. Vandamálið er ekki flóttafólk frá Palestínu. Vandamálið hlýtur að vera í grunninn zionismastefna stjórnvalda í Ísrael. Allt annað eru afleiðingar þeirrar stefnu. Það er okkar að verða ekki ónæm fyrir ástandinu og setja hlutina í samhengi. Við erum í grunninnöll eins. Það eru aðstæður og atlæti sem móta okkur. Gott fólk getur fylgt ömurlegri stefnu. Gott fólk getur átt erfitt eftir áratugi á vergangi. Fólk er bara fólk - og langflestir eru góðir í grunninn. Öll höfum við líka gott af því að endurstilla okkar innri áttavita endrum og eins. Lokaorðin verða frá Rachel Goldberg. Orð ísraelskrar móður sem á 23 ára son sem er í hópi gíslanna sem Hamas tók þann 7. október: „When you only get outraged when one side’s babies are killed then your moral compass is broken and your humanity is broken.” Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eða það hélt ég. Ég hélt líka að öll myndum við setjast við hliðina á Rosu Parks, fremst í rútuna. Ekkert okkar myndi fangelsa Nelson Mandela og að öll myndum við hýsa Önnu Frank. Ég hélt að sagan hefði kennt okkur að standa með mannréttindum sama hverrar þjóðar, trúar eða litar fólk væri. Að við stæðum með þeim ofsóttu - gegn ofbeldi og kúgun. Nú er ég ekki viss. Það er til fólk sem fagnar aðgerðum Ísraels og það er fólk þarna úti sem kallar mig gyðingahatara fyrir að mótmæla þeim. Samt tala ég ekki um gyðinga eftir stofnun Ísraelsríkis, enda koma þeir málinu ekki við. Mér er sama á hvað fólk trúir, hverrar þjóðar fólk er og um útlit þess. Töluleg gögn geta hinsvegar kallað fram allskonar tilfinningar og skoðanir. 1947 Gyðingar áttu um 6% af landi í Palestínu. 1947 Sameinuðu þjóðirnar láta 54% lands í Palestínu í hendur gyðinga. Ísraelsríki stofnað. 1947 Heimili og jarðir hundruð þúsunda íbúa Palestínu tekið yfir af ísraelsku landtökufólki. Hundruð þúsunda íbúa Palestínu í flóttamannabúðum í eigin landi. 1948 Ísraelar taka yfir 88% af landi Palestínu (“fyrsta stríð”). 1949 UNRWA, Palestínuflóttamannahjálpin stofnuð. 1967 Ísrael hernemur það sem eftir er af palestínsku landi, Vesturbakkann og Jerúsalem (sex daga stríðið). 1948 til 2008 er áætlað að 67.000 íbúar Palestínu hafi verið drepnir af Ísraelum. 1948 til 2008 er áætlað að 16.000 Ísraelar hafi verið drepnir af íbúum Palestínu. 2000 til 2022 er áætlað að 2.242 palestínsk börn hafi verið drepin af Ísraelum. 2002 Ísraelsk stjórnvöld hefja byggingu á aðskilnaðarmúrnum. 2004 Aðskilnaðarmúr ísraelskra stjórnvalda dæmdur ólöglegur samkvæmt Genfarsáttmálanum. 2008 til 2022 Ísraelar myrtu 6.736 íbúa Palestínu, Palestínumenn myrtu 317 Ísraela. 2023 frá 1. jan. til 7. okt. Ísraelsmenn drápu 237 íbúa Palestínu. 2023 frá 1. jan. til 7. okt. Palestínumenn drápu 4 Ísraela. 2023 þann 7. okt. myrðir Hamas um 1.200 Ísraelsmenn. 2023 frá 7. okt. til dagsins í dag. Ísraelar hafa myrt um 30.000 íbúa Gaza og 403 íbúa Palestínu á Vesturbakkanum. Palestínumen hafa myrt 17 Ísraela á sama tíma. *inni í þessu eru ekki meðtaldir þeir sem deyja Palestínumegin vegna lélegra lífsgæða. **inni í þessu eru ekki tölur slasaðra eða tölur gísla beggja megin. Þar hallar alltaf á íbúa Palestínu. ***ég hef fullan skilning á þörf alþjóðasamfélagsins til að finna land fyrir gyðinga eftir þær ólýsanlegu hörmungar sem á undan voru gengnar. En ég hef líka fullan skilning á því að þeir íbúar sem fyrir voru í Palestínu hafi veitt mótspyrnu þegar meira en helmingur lands var gefinnundan þeim. Benda þessar tölur til þess að ísraelsk stjórnvöld vilji búa í friði með nágrönnum sínum? Árið 2002 þegar ísraelsk stjórnvöld hefja byggingu á aðskilnaðarmúrnum eru það þau sem eru búin að ræna landi, þau sem eru búin að myrða margfalt fleiri íbúa Palestínu. Stefna ísraelskra stjórnvalda byggir á zionisma og zionistastefna byggir á rétti á fyrirheitna landinu, einskonar þjóðernishyggja með kynþáttahyggju ívafi. Vinnur slík stefna í anda mannréttinda og friðar í heiminum? Þegar við ræðum um kynþáttaaðskilnaðarstefnuna í S-Afríku er enginn kallaður hvítingjahatari og þegar við ræðum skipulögð fjöldamorð á gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni er enginn kallaður nasistahatari, er það? Zionistar drepa 100 litlar Önnur Frank á dag og hafa gert síðustu 5 mánuði. Það er eðlilegt að finna til andúðar gegn stefnu sem er svona andstyggileg og ómanneskjuvæn. Vandamálið er ekki andspyrna íbúa Palestínu. Vandamálið er ekki flóttafólk frá Palestínu. Vandamálið hlýtur að vera í grunninn zionismastefna stjórnvalda í Ísrael. Allt annað eru afleiðingar þeirrar stefnu. Það er okkar að verða ekki ónæm fyrir ástandinu og setja hlutina í samhengi. Við erum í grunninnöll eins. Það eru aðstæður og atlæti sem móta okkur. Gott fólk getur fylgt ömurlegri stefnu. Gott fólk getur átt erfitt eftir áratugi á vergangi. Fólk er bara fólk - og langflestir eru góðir í grunninn. Öll höfum við líka gott af því að endurstilla okkar innri áttavita endrum og eins. Lokaorðin verða frá Rachel Goldberg. Orð ísraelskrar móður sem á 23 ára son sem er í hópi gíslanna sem Hamas tók þann 7. október: „When you only get outraged when one side’s babies are killed then your moral compass is broken and your humanity is broken.” Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun