Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 11:00 Dagur Sigurðsson faðmar lærisvein sinn eftir sigurinn gegn Barein í úrslitaleik Asíukeppninnar um sæti á Ólympíuleikunum í París. Nú á hann möguleika á að koma öðru liði, Króatíu, á sömu leika. Getty/Noushad Thekkayil Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. Króatískir miðlar hafa fjallað mikið um komu Dags frá því að fyrstu fréttir af viðræðum hans við króatíska handknattleikssambandið birtust fyrir þremur vikum. Hann fékk sig svo lausan frá Japan eftir að hafa stýrt japanska landsliðinu með frábærum árangri í sjö ár, og nú síðast komið því inn á Ólympíuleikana í París í sumar, eins og honum er ætlað að gera með Króata. Miðlarnir Index Sport og 24sata segja að talið sé að Dagur hafi verið með 1 milljón evra í árslaun í Japan, eða tæpar 150 milljónir króna, og þannig mögulega verið launahæsti handboltaþjálfari í heimi. Króatíska sambandið hafi hins vegar ekki verið tilbúið að greiða meira en 300.000 evrur í árslaun, eða tæpar 45 milljónir króna. „Ég veit nú ekki hvort ég hef verið sá launahæsti í heiminum, hef ekki hugmynd um það, en ég var alveg með góðan samning í Japan. Króatíski samningurinn kemst ekkert í námunda við það,“ sagði Dagur við Vísi, án þess að fara út í neinar launatölur, þegar hann var spurður út í þessi mál í gær. Þá var nýbúið að kynna hann sem nýjan landsliðsþjálfara Króata. Klippa: Dagur um launamálin „En þetta er líka allt annað umhverfi. Ég var að fara yfir hálfan hnöttinn og vinna hinu megin á hnettinum stóran hluta af árinu. Maður verður að taka það með í reikninginn. Svo var ég líka að taka þátt í ýmsu þar sem snýr ekkert endilega að þjálfun. Að hjálpa þeim að koma sinni deild áfram og leikmönnum til Evrópu, og ýmislegt annað sem ekki tengist starfinu hér í Króatíu,“ sagði Dagur. Dagur þarf að hafa hraðar hendur því hans fyrsta verk er að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið sem fram fer eftir tvær vikur. Þar keppa Króatar við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum í París. Dagur þjálfaði einmitt Þýskaland og Austurríki á sínum tíma og gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum sama ár, áður en hann gerði samninginn góða við Japana. Handbolti Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Króatískir miðlar hafa fjallað mikið um komu Dags frá því að fyrstu fréttir af viðræðum hans við króatíska handknattleikssambandið birtust fyrir þremur vikum. Hann fékk sig svo lausan frá Japan eftir að hafa stýrt japanska landsliðinu með frábærum árangri í sjö ár, og nú síðast komið því inn á Ólympíuleikana í París í sumar, eins og honum er ætlað að gera með Króata. Miðlarnir Index Sport og 24sata segja að talið sé að Dagur hafi verið með 1 milljón evra í árslaun í Japan, eða tæpar 150 milljónir króna, og þannig mögulega verið launahæsti handboltaþjálfari í heimi. Króatíska sambandið hafi hins vegar ekki verið tilbúið að greiða meira en 300.000 evrur í árslaun, eða tæpar 45 milljónir króna. „Ég veit nú ekki hvort ég hef verið sá launahæsti í heiminum, hef ekki hugmynd um það, en ég var alveg með góðan samning í Japan. Króatíski samningurinn kemst ekkert í námunda við það,“ sagði Dagur við Vísi, án þess að fara út í neinar launatölur, þegar hann var spurður út í þessi mál í gær. Þá var nýbúið að kynna hann sem nýjan landsliðsþjálfara Króata. Klippa: Dagur um launamálin „En þetta er líka allt annað umhverfi. Ég var að fara yfir hálfan hnöttinn og vinna hinu megin á hnettinum stóran hluta af árinu. Maður verður að taka það með í reikninginn. Svo var ég líka að taka þátt í ýmsu þar sem snýr ekkert endilega að þjálfun. Að hjálpa þeim að koma sinni deild áfram og leikmönnum til Evrópu, og ýmislegt annað sem ekki tengist starfinu hér í Króatíu,“ sagði Dagur. Dagur þarf að hafa hraðar hendur því hans fyrsta verk er að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið sem fram fer eftir tvær vikur. Þar keppa Króatar við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum í París. Dagur þjálfaði einmitt Þýskaland og Austurríki á sínum tíma og gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum sama ár, áður en hann gerði samninginn góða við Japana.
Handbolti Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða