Alþjóðlegur dagur heyrnar Telma Sigtryggsdóttir skrifar 3. mars 2024 07:01 Höldum virkni og lífsgæðum með forvörnum og aðstoð við kaup á nauðsynlegum hjálpartækjum” Í dag er alþjóðlegur dagur heyrnar og í tilefni þess langar mig að fjalla um þau áhrif sem að heyrnartap getur haft á líf þess sem fyrir því verður. Heyrnartap getur átt sér stað á mismunandi tíma æviskeiðsins allt frá því að geta komið framm á barnsaldri, unglingsárum, fullorðinsárum eða elliárum. Alveg sama hvenær heyrnartap á sér stað þá hefur það óhjákvæmlega áhrif á líf einstaklingsins. Þegar að einstaklingur uppgötvar heyrnartap sitt og fær staðfestingu á því verður hann óneitanlega fyrir sorg. Sorg yfir því að vera búin að missa eitthvað sem er óafturkræfanlegt í flest öllum tilvikum. Því fylgir einnig mikið óöryggi og spurningar eins og “ hversu fljótt missi ég alla heyrn” “mun ég missa alla heyrn”, “ á ég ekki eftir að geta heyrt í börnunum mínum, manninum mínum, barnabörnum, vinum?” “ á ég eftir að geta unnið jafnt á við mína jafnaldra?” vakna. Afleiðingar heyrnartaps geta verið margslungnar. Sem dæmi má nefna að einstaklingar með heyrnartap geta farið að einangra sig, forðast að vera í fjölmenni, finna fyrir aukinni þreytu og pirring sem að jafnvel getur þróast í þunglyndi. Andlega þreytan við að vera alltaf að berjast við að reyna að heyra það sem framm fer í umhverfinu getur verið svo yfirþyrmandi. Það er þess vegna einstaklega mikilvægt að einstaklingur með heyrnartap eigi möguleika á að nýta sér öll þau hjálpartæki sem að í boði eru. Með því að eiga kost á því að eignast gæðaheyrnartæki og geta fengið stuðning við kaup á tækjum sem að geta aðstoðað í daglegu lífi heldur einstaklingnum virkum í samfélaginu í mun lengri tíma en ella. Því miður er rauninn samt ekki sú að auðvelt aðgengi sé að heyrnarmælingum eða niðurgreiðsla heyrnartækja eða annarra hjálpartækja sé viðunandi hér á landi. Langt í frá. Fjölmargir einstaklingar með heyrnartap neyðast til þess að bíða í meira en tvö ár eftir fyrstu mælingu og fjölmargir einstaklingar sem að þurfa að nota heyrnartæki hafa ekki efni á að kaupa sér tæki sem að nýtast þeim. Þetta getur orðið til þess að einstaklingar með heyrnartap hafa þegar dregið sig í skel, hafa fundið fyrir auknu óöryggi og litlu sjálfsmati og janvel þunglyndi þegar að loksins þeir fá tíma í mælingu og fræðslu um hvað gæti hjálpað þeim. Sumir hafa jafnvel hætt að vinna vegna þessa og hafa minnkað samskipti við fjölskyldu og vini. Það átta sig flestir á því hve mikilvægt forvarnarstarf er og hversu mikla fjármuni það getur oft skapað. Að grípa fólk fljótt með því að aðstoða það við það halda í sína getu og virkni sem lengst hlýtur að vera það bæði ríkinu, samfélaginu og einstaklingnum sem þjáist af heyrnatapi fyrir bestu. Almenn lífsgæði ættu að vera í boði fyrir alla. Höfundur er stjórnarmaður í Heyrnarhjálp, félagi heyrnarskertra og varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Sjá meira
Höldum virkni og lífsgæðum með forvörnum og aðstoð við kaup á nauðsynlegum hjálpartækjum” Í dag er alþjóðlegur dagur heyrnar og í tilefni þess langar mig að fjalla um þau áhrif sem að heyrnartap getur haft á líf þess sem fyrir því verður. Heyrnartap getur átt sér stað á mismunandi tíma æviskeiðsins allt frá því að geta komið framm á barnsaldri, unglingsárum, fullorðinsárum eða elliárum. Alveg sama hvenær heyrnartap á sér stað þá hefur það óhjákvæmlega áhrif á líf einstaklingsins. Þegar að einstaklingur uppgötvar heyrnartap sitt og fær staðfestingu á því verður hann óneitanlega fyrir sorg. Sorg yfir því að vera búin að missa eitthvað sem er óafturkræfanlegt í flest öllum tilvikum. Því fylgir einnig mikið óöryggi og spurningar eins og “ hversu fljótt missi ég alla heyrn” “mun ég missa alla heyrn”, “ á ég ekki eftir að geta heyrt í börnunum mínum, manninum mínum, barnabörnum, vinum?” “ á ég eftir að geta unnið jafnt á við mína jafnaldra?” vakna. Afleiðingar heyrnartaps geta verið margslungnar. Sem dæmi má nefna að einstaklingar með heyrnartap geta farið að einangra sig, forðast að vera í fjölmenni, finna fyrir aukinni þreytu og pirring sem að jafnvel getur þróast í þunglyndi. Andlega þreytan við að vera alltaf að berjast við að reyna að heyra það sem framm fer í umhverfinu getur verið svo yfirþyrmandi. Það er þess vegna einstaklega mikilvægt að einstaklingur með heyrnartap eigi möguleika á að nýta sér öll þau hjálpartæki sem að í boði eru. Með því að eiga kost á því að eignast gæðaheyrnartæki og geta fengið stuðning við kaup á tækjum sem að geta aðstoðað í daglegu lífi heldur einstaklingnum virkum í samfélaginu í mun lengri tíma en ella. Því miður er rauninn samt ekki sú að auðvelt aðgengi sé að heyrnarmælingum eða niðurgreiðsla heyrnartækja eða annarra hjálpartækja sé viðunandi hér á landi. Langt í frá. Fjölmargir einstaklingar með heyrnartap neyðast til þess að bíða í meira en tvö ár eftir fyrstu mælingu og fjölmargir einstaklingar sem að þurfa að nota heyrnartæki hafa ekki efni á að kaupa sér tæki sem að nýtast þeim. Þetta getur orðið til þess að einstaklingar með heyrnartap hafa þegar dregið sig í skel, hafa fundið fyrir auknu óöryggi og litlu sjálfsmati og janvel þunglyndi þegar að loksins þeir fá tíma í mælingu og fræðslu um hvað gæti hjálpað þeim. Sumir hafa jafnvel hætt að vinna vegna þessa og hafa minnkað samskipti við fjölskyldu og vini. Það átta sig flestir á því hve mikilvægt forvarnarstarf er og hversu mikla fjármuni það getur oft skapað. Að grípa fólk fljótt með því að aðstoða það við það halda í sína getu og virkni sem lengst hlýtur að vera það bæði ríkinu, samfélaginu og einstaklingnum sem þjáist af heyrnatapi fyrir bestu. Almenn lífsgæði ættu að vera í boði fyrir alla. Höfundur er stjórnarmaður í Heyrnarhjálp, félagi heyrnarskertra og varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun