Skip sökk eftir loftárás Húta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. mars 2024 13:44 Skipið er skráð í Bretlandi en sigldi undir fána Belís. AP Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Jemen sökk skipið seint í gærkvöldi eftir að óveður skall á í Rauðahafinu. Áhöfn skipsins yfirgaf það tólf dögum áður, eftir að Hútar gerðu árás á það í Adenflóa. Engan sakaði. Eftir árásina fannst leki í skipinu, sem þótti hættulegt vegna þess að skipið var fullt af eldfimum áburði og hætta var á að það myndi springa. Ekkert lát virðist vera á árásum Húta á skip sem sigla um Rauðahafið. Tilefni árásarinnar er stríðið á Gasa og telja Hútar að með árásunum séu þeir að aðstoða Palestínumenn í baráttunni gegn Ísraelsher. Þegar hafa mörg flutningaskip siglt aðra leið en um Rauðahafið vegna árásanna. Þá hafa sjóhersveitir Breta og Bandaríkjamanna svarað árásunum með umfangsmiklum loftárásum. Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. 24. febrúar 2024 23:21 Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59 Komu í veg fyrir stórslys í Rauðahafi Tekist hefur að slökkva eld sem logaði um borð í fraktskipinu Marlin Luanda eftir að eldflaug Húta hæfði það í Rauðahafinu seint í gærkvöldi. Hætt var á að hann kæmist í tæri við afar eldfiman farm skipsins. 27. janúar 2024 23:43 Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. 27. janúar 2024 10:31 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Jemen sökk skipið seint í gærkvöldi eftir að óveður skall á í Rauðahafinu. Áhöfn skipsins yfirgaf það tólf dögum áður, eftir að Hútar gerðu árás á það í Adenflóa. Engan sakaði. Eftir árásina fannst leki í skipinu, sem þótti hættulegt vegna þess að skipið var fullt af eldfimum áburði og hætta var á að það myndi springa. Ekkert lát virðist vera á árásum Húta á skip sem sigla um Rauðahafið. Tilefni árásarinnar er stríðið á Gasa og telja Hútar að með árásunum séu þeir að aðstoða Palestínumenn í baráttunni gegn Ísraelsher. Þegar hafa mörg flutningaskip siglt aðra leið en um Rauðahafið vegna árásanna. Þá hafa sjóhersveitir Breta og Bandaríkjamanna svarað árásunum með umfangsmiklum loftárásum.
Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. 24. febrúar 2024 23:21 Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59 Komu í veg fyrir stórslys í Rauðahafi Tekist hefur að slökkva eld sem logaði um borð í fraktskipinu Marlin Luanda eftir að eldflaug Húta hæfði það í Rauðahafinu seint í gærkvöldi. Hætt var á að hann kæmist í tæri við afar eldfiman farm skipsins. 27. janúar 2024 23:43 Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. 27. janúar 2024 10:31 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Umfangsmiklar loftskeytaárásir á Húta Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember. 24. febrúar 2024 23:21
Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59
Komu í veg fyrir stórslys í Rauðahafi Tekist hefur að slökkva eld sem logaði um borð í fraktskipinu Marlin Luanda eftir að eldflaug Húta hæfði það í Rauðahafinu seint í gærkvöldi. Hætt var á að hann kæmist í tæri við afar eldfiman farm skipsins. 27. janúar 2024 23:43
Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. 27. janúar 2024 10:31