Düsseldorf lét sigur ganga sér úr greipum og Þórir Jóhann lagði upp í tapi Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 13:59 Þórir Jóhann gaf góða stoðsendingu og Ísak Bergmann spilaði allan leikinn fyrir Düsseldorf gegn Hannover. samsett / getty Þórir Jóhann lagði upp mark Eintracht Braunschweig í 2-1 tapi gegn Nürnberg. Sveinn Aron Guðjohnsen fór útaf í hálfleik í 0-3 tapi Hansa Rostock gegn Kaiserslautern. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hannover. Þetta var önnur stoðsending Þóris í 17 leikjum fyrir Braunschweig í 2. Bundesliga á tímabilinu, hann hefur að auki skorað eitt mark. Liðið berst við að halda sér uppi í deildinni, sem stendur eru þeir í 16. sæti, því þriðja neðsta og á leiðinni í umspil við liðið sem endar í 3. sæti í deildinni fyrir neðan. Það er þó stutt í næstu lið fyrir ofan og Braunschweig í góðum séns ef þeir fara að sækja úrslit. Liðið fyrir ofan Þóri og félaga, Kaiserslautern, vann öruggan 3-0 útisigur á liðinu fyrir neðan þá, Hansa Rostock. Sveinn Aron Guðjohnsen var í byrjunarliði Hansa Rostock en var tekinn útaf í hálfleik. Í leik Fortuna Düsseldorf og Hannover var það vinstri vængbakvörðurinn Christos Tzolis sem skoraði bæði mörk gestanna frá Düsseldorf snemma í fyrri hálfleik. Það fyrra eftir stoðsendingu Nicolas Gavory og það seinna eftir stoðsendingu Ao Tanaka. Andreas Voglsamm minnkaði svo muninn fyrir heimamenn í seinni hálfleik og Cedric Teuchert jafnaði metin undir lokin. Düsseldorf missti þar af frábæru tækifæri til að minnka muninn í efstu lið deildarinnar. Þeir sitja áfram í 6. sæti, fjórum stigum frá 3. sætinu. Efstu tvö liðin fara sjálfkrafa upp í efstu deild en liðið í 3. sæti spilar umspilsleik við liðið sem endar í 16. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Að öllum líkindum verður það Köln, Mainz eða SV Darmstadt sem endar í 16. sæti en þau þrjú lið eru í fallbaráttu Bundesliga og langt frá öruggu sæti. Düsseldorf er einnig komið í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar og á erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir mæta Bayer Leverkusen þann 3. apríl. Þýski boltinn Tengdar fréttir Fleiri áhorfendur á leikjum í b-deildinni en í leikjum í Bundesligunni Helgin var söguleg í þýska fótboltanum og ekki vegna þess sem gerðist inn á vellinum heldur það sem gerðist í áhorfendastúkunum. 20. febrúar 2024 16:02 Ísak og félagar í undanúrslit eftir vítakeppni Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar hans í Fortuna Düsseldorf eru komnir í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar eftir útisigur gegn St. Pauli í vítaspyrnukeppni í kvöld. 30. janúar 2024 22:42 Ísak skoraði í fjórða leik Düsseldorf í röð án sigurs Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði eina mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Elversberg í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. 10. febrúar 2024 13:56 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira
Þetta var önnur stoðsending Þóris í 17 leikjum fyrir Braunschweig í 2. Bundesliga á tímabilinu, hann hefur að auki skorað eitt mark. Liðið berst við að halda sér uppi í deildinni, sem stendur eru þeir í 16. sæti, því þriðja neðsta og á leiðinni í umspil við liðið sem endar í 3. sæti í deildinni fyrir neðan. Það er þó stutt í næstu lið fyrir ofan og Braunschweig í góðum séns ef þeir fara að sækja úrslit. Liðið fyrir ofan Þóri og félaga, Kaiserslautern, vann öruggan 3-0 útisigur á liðinu fyrir neðan þá, Hansa Rostock. Sveinn Aron Guðjohnsen var í byrjunarliði Hansa Rostock en var tekinn útaf í hálfleik. Í leik Fortuna Düsseldorf og Hannover var það vinstri vængbakvörðurinn Christos Tzolis sem skoraði bæði mörk gestanna frá Düsseldorf snemma í fyrri hálfleik. Það fyrra eftir stoðsendingu Nicolas Gavory og það seinna eftir stoðsendingu Ao Tanaka. Andreas Voglsamm minnkaði svo muninn fyrir heimamenn í seinni hálfleik og Cedric Teuchert jafnaði metin undir lokin. Düsseldorf missti þar af frábæru tækifæri til að minnka muninn í efstu lið deildarinnar. Þeir sitja áfram í 6. sæti, fjórum stigum frá 3. sætinu. Efstu tvö liðin fara sjálfkrafa upp í efstu deild en liðið í 3. sæti spilar umspilsleik við liðið sem endar í 16. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Að öllum líkindum verður það Köln, Mainz eða SV Darmstadt sem endar í 16. sæti en þau þrjú lið eru í fallbaráttu Bundesliga og langt frá öruggu sæti. Düsseldorf er einnig komið í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar og á erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir mæta Bayer Leverkusen þann 3. apríl.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Fleiri áhorfendur á leikjum í b-deildinni en í leikjum í Bundesligunni Helgin var söguleg í þýska fótboltanum og ekki vegna þess sem gerðist inn á vellinum heldur það sem gerðist í áhorfendastúkunum. 20. febrúar 2024 16:02 Ísak og félagar í undanúrslit eftir vítakeppni Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar hans í Fortuna Düsseldorf eru komnir í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar eftir útisigur gegn St. Pauli í vítaspyrnukeppni í kvöld. 30. janúar 2024 22:42 Ísak skoraði í fjórða leik Düsseldorf í röð án sigurs Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði eina mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Elversberg í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. 10. febrúar 2024 13:56 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira
Fleiri áhorfendur á leikjum í b-deildinni en í leikjum í Bundesligunni Helgin var söguleg í þýska fótboltanum og ekki vegna þess sem gerðist inn á vellinum heldur það sem gerðist í áhorfendastúkunum. 20. febrúar 2024 16:02
Ísak og félagar í undanúrslit eftir vítakeppni Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar hans í Fortuna Düsseldorf eru komnir í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar eftir útisigur gegn St. Pauli í vítaspyrnukeppni í kvöld. 30. janúar 2024 22:42
Ísak skoraði í fjórða leik Düsseldorf í röð án sigurs Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði eina mark Fortuna Düsseldorf er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Elversberg í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. 10. febrúar 2024 13:56