Stuðningsmenn hlupu inn á völlinn og réðust á andstæðinga Sveins Arons Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 14:49 Leikmenn Kaiserslautern ýttu manninum frá sér áður en hann olli þeim nokkrum skaða andy Bünning Stuðningsmaður þýska félagsins Hansa Rostock, sem Sveinn Aron Guðjohnsen leikur fyrir, braust inn á völlinn og réðst á leikmenn Kaiserslautern þegar þeir fögnuðu marki. Leikur var stöðvaður meðan allt róaðist niður en eftir leik brutust enn fleiri stuðningsmenn inn á völlinn. Hansa Rostock tapaði leiknum sannfærandi 0-3. Sveinn Aron var tekinn af velli í hálfleik í stöðunni 0-1. Oliver Husing var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiksGregor Fischer/picture alliance via Getty Images) Ragnar Ache skoraði öll þrjú mörkin, þegar hann var að fagna því þriðja hljóp hann út í horn til sinna eigin stuðningsmanna en þar mætti honum óvænt stuðningsmaður Hansa Rostock sem hafði brotið sér leið inn á völlinn. Leikmenn Kaiserslautern ýttu honum strax frá sér og öryggisgæslan var fljót að bregðast við og fjarlægja manninn af leikvanginum. Hlé var gert á leiknum og dómari leiksins fékk míkrafón vallarþuls lánaðan til að segja áhorfendum að ef annað slíkt atvik kæmi upp yrði leiknum aflýst. Öryggisgæslan brást fljótt við og fjarlægði manninn Ekkert slíkt atvik kom upp meðan leikurinn var í gangi en strax eftir leik braust annar stuðningsmaður Hansa Rostock inn á völlinn og hljóp í átt að markverði Kaiserslautern, en var yfirbugaður af öryggisgæslu áður en hann náði til hans. Þá byrjuðu fleiri harðkjarna stuðningsmenn Hansa Rostock að brjótast inn á völlinn og krefjast svara fyrir slæmt gengi liðsins. Leikmenn beggja liða voru fljótir að forða sér inn í búningsherbergi. Hansa Rostock er í slæmri stöðu í 2. Bundesliga, næstneðstir og þremur stigum frá öruggu sæti. Þeir geta þó unnið sig upp um sæti í næstu umferð með sigri gegn Eintracht Braunschweig, liði Þóris Jóhanns. Þýski boltinn Tengdar fréttir Nýstárleg mótmæli í Þýskalandi vekja athygli Gera þurfti hlé á leik Hansa Rostock og HSV í þýsku B-deildinni í gær þegar tveir fjarstýrðir bílar með blys á þakinu gerðu „innrás“ á völlinn. 18. febrúar 2024 08:01 Düsseldorf lét sigur ganga sér úr greipum og Þórir Jóhann lagði upp í tapi Þórir Jóhann lagði upp mark Eintracht Braunschweig í 2-1 tapi gegn Nürnberg. Sveinn Aron Guðjohnsen fór útaf í hálfleik í 0-3 tapi Hansa Rostock gegn Kaiserslautern. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hannover. 2. mars 2024 13:59 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Hansa Rostock tapaði leiknum sannfærandi 0-3. Sveinn Aron var tekinn af velli í hálfleik í stöðunni 0-1. Oliver Husing var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiksGregor Fischer/picture alliance via Getty Images) Ragnar Ache skoraði öll þrjú mörkin, þegar hann var að fagna því þriðja hljóp hann út í horn til sinna eigin stuðningsmanna en þar mætti honum óvænt stuðningsmaður Hansa Rostock sem hafði brotið sér leið inn á völlinn. Leikmenn Kaiserslautern ýttu honum strax frá sér og öryggisgæslan var fljót að bregðast við og fjarlægja manninn af leikvanginum. Hlé var gert á leiknum og dómari leiksins fékk míkrafón vallarþuls lánaðan til að segja áhorfendum að ef annað slíkt atvik kæmi upp yrði leiknum aflýst. Öryggisgæslan brást fljótt við og fjarlægði manninn Ekkert slíkt atvik kom upp meðan leikurinn var í gangi en strax eftir leik braust annar stuðningsmaður Hansa Rostock inn á völlinn og hljóp í átt að markverði Kaiserslautern, en var yfirbugaður af öryggisgæslu áður en hann náði til hans. Þá byrjuðu fleiri harðkjarna stuðningsmenn Hansa Rostock að brjótast inn á völlinn og krefjast svara fyrir slæmt gengi liðsins. Leikmenn beggja liða voru fljótir að forða sér inn í búningsherbergi. Hansa Rostock er í slæmri stöðu í 2. Bundesliga, næstneðstir og þremur stigum frá öruggu sæti. Þeir geta þó unnið sig upp um sæti í næstu umferð með sigri gegn Eintracht Braunschweig, liði Þóris Jóhanns.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Nýstárleg mótmæli í Þýskalandi vekja athygli Gera þurfti hlé á leik Hansa Rostock og HSV í þýsku B-deildinni í gær þegar tveir fjarstýrðir bílar með blys á þakinu gerðu „innrás“ á völlinn. 18. febrúar 2024 08:01 Düsseldorf lét sigur ganga sér úr greipum og Þórir Jóhann lagði upp í tapi Þórir Jóhann lagði upp mark Eintracht Braunschweig í 2-1 tapi gegn Nürnberg. Sveinn Aron Guðjohnsen fór útaf í hálfleik í 0-3 tapi Hansa Rostock gegn Kaiserslautern. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hannover. 2. mars 2024 13:59 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Nýstárleg mótmæli í Þýskalandi vekja athygli Gera þurfti hlé á leik Hansa Rostock og HSV í þýsku B-deildinni í gær þegar tveir fjarstýrðir bílar með blys á þakinu gerðu „innrás“ á völlinn. 18. febrúar 2024 08:01
Düsseldorf lét sigur ganga sér úr greipum og Þórir Jóhann lagði upp í tapi Þórir Jóhann lagði upp mark Eintracht Braunschweig í 2-1 tapi gegn Nürnberg. Sveinn Aron Guðjohnsen fór útaf í hálfleik í 0-3 tapi Hansa Rostock gegn Kaiserslautern. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hannover. 2. mars 2024 13:59