Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjósendur Bashars kusu Heru Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 00:27 Bashar Murad og Hera Björk börðust um sigurinn í keppninni. Hera hafði betur en nú hefur komið í ljós að einhverjir kjósendur Bashar virðast hafa greitt Heru atkvæði vegna galla í kosningaappinu RÚV stjörnur. Vísir/Hulda Margrét Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins. Vísir fékk umrætt myndband í hendurnar en það má sjá hér fyrir neðan. Í myndbandinu ætlar viðkomandi kjósandi að kjósa Bashar Murad í appinu Rúv Stjörnur og ýtir á símanúmer hans sem er 990-9904. Við það sendist sms með textanum „9909904“ áfram en þau skilaboð rata ekki á símanúmerið 990-9904 heldur á símanúmerið 990-9902 sem er númer Heru Bjarkar. Inni á Facebook-síðunni „Júróvisjón 2024“ sem er síða fyrir áhugafólk um keppnina kannast fleiri við þetta vandamál. Þar skrifar Iðunn Getz Jóhannsdottir færslu um málið og segir „Eruði að lenda í því að þegar þið eruð að kjósa í appinu og velja SMS til 990-9904 þá kemur ósjálfrátt númerið hjá 990-9902?“ og spyr síðan hvort einhver í hópnum hafi skýringar á þessu. Rúnar Freyr Gíslason er framkvæmdastjóri Söngvakeppni RÚV. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ segir Rúnar í skriflegu svari til fréttastofu og kannast við málið. Rúnar Freyr Gíslason hefur verið fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins á Eurovision undanfarin ár.Vísir „Við erum núna að skoða með framleiðendum appsins hvort mistök geti hafa átt sér stað og eigum von á niðurstöðum úr þeirri skoðun fljótlega,“ segir Rúnar. „En til að taka af allan vafa viljum taka fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem þessir tveir keppendur fengu, var ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. Semsagt, þó öll sms atkvæði sem sigurlagið fékk hefðu farið til þess lags sem lenti í 2. sæti, þá hefði það engu breytt um lokaniðurstöðuna. Fulltrúar Vodafone, sem voru á staðnum alla keppnina og sáu um talningu sms og innhringi-atkvæða fyrir RÚV, staðfesta þetta.“ Hann segir að allar upplýsingar um úrslit kosninganna verði gerðar opinberar við fyrsta tækifæri, eins og RÚV hafi ávallt gert. Upplýsingarnar voru gerðar opinberar á mánudagsmorgninum eftir Söngvakeppnina í fyrra. Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ísland fer niður um sæti í veðbönkum Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent. 2. mars 2024 23:29 Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2. mars 2024 19:48 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Vísir fékk umrætt myndband í hendurnar en það má sjá hér fyrir neðan. Í myndbandinu ætlar viðkomandi kjósandi að kjósa Bashar Murad í appinu Rúv Stjörnur og ýtir á símanúmer hans sem er 990-9904. Við það sendist sms með textanum „9909904“ áfram en þau skilaboð rata ekki á símanúmerið 990-9904 heldur á símanúmerið 990-9902 sem er númer Heru Bjarkar. Inni á Facebook-síðunni „Júróvisjón 2024“ sem er síða fyrir áhugafólk um keppnina kannast fleiri við þetta vandamál. Þar skrifar Iðunn Getz Jóhannsdottir færslu um málið og segir „Eruði að lenda í því að þegar þið eruð að kjósa í appinu og velja SMS til 990-9904 þá kemur ósjálfrátt númerið hjá 990-9902?“ og spyr síðan hvort einhver í hópnum hafi skýringar á þessu. Rúnar Freyr Gíslason er framkvæmdastjóri Söngvakeppni RÚV. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ segir Rúnar í skriflegu svari til fréttastofu og kannast við málið. Rúnar Freyr Gíslason hefur verið fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins á Eurovision undanfarin ár.Vísir „Við erum núna að skoða með framleiðendum appsins hvort mistök geti hafa átt sér stað og eigum von á niðurstöðum úr þeirri skoðun fljótlega,“ segir Rúnar. „En til að taka af allan vafa viljum taka fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem þessir tveir keppendur fengu, var ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. Semsagt, þó öll sms atkvæði sem sigurlagið fékk hefðu farið til þess lags sem lenti í 2. sæti, þá hefði það engu breytt um lokaniðurstöðuna. Fulltrúar Vodafone, sem voru á staðnum alla keppnina og sáu um talningu sms og innhringi-atkvæða fyrir RÚV, staðfesta þetta.“ Hann segir að allar upplýsingar um úrslit kosninganna verði gerðar opinberar við fyrsta tækifæri, eins og RÚV hafi ávallt gert. Upplýsingarnar voru gerðar opinberar á mánudagsmorgninum eftir Söngvakeppnina í fyrra.
Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ísland fer niður um sæti í veðbönkum Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent. 2. mars 2024 23:29 Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2. mars 2024 19:48 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Ísland fer niður um sæti í veðbönkum Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent. 2. mars 2024 23:29
Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. 2. mars 2024 19:48