Lýðveldið Ísland Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 3. mars 2024 09:00 Kjarni lýðveldisins Íslands er samfélagið. Samfélög eru ekki kerfi. Kerfi eru þjónandi einingar sem mannfólk býr til og nýtir sér til góðs og giftusemi. Kerfum má stýra, laga, endurbæta og stilla af. Samfélög eru hjörtu, fólk, líf og ljós. Í mannlegum samfélögum gilda önnur lögmál til viðhalds, grósku og þroska. Samfélög nærast á kærleika, von, náð, þakklæti og gleði. Sameiginleg ábyrgð samfélagsins að standa vörð um áunnin réttindi sem lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði, með átakalausri iðkun þeirra. Í tilefni þess að við sem samfélagið lýðveldið Ísland fögnum 80 ára afmæli í ár er vert að þakka fyrir eftirfarandi: Það er á Íslandi sem við veljum að skapa samfélag sem einkennist af öryggi, forvitni og gleði. Það er á Íslandi sem við skynjum innra með okkur hversu framúrskarandi hæf við erum til að hafa bein áhrif á örlög okkar og framtíð með því að velja – í meðvitund og ábyrgð. Fyrir þær áskoranir sem eru ófyrirsjáanlegar erum við ávallt undirbúin – því við leitumst eftir að skapa samstöðu með því að hlusta á hvert annað og treystum á samtakamátt samfélagsins í hvívetna. Það er á Íslandi sem við vitum að okkar hlutverk er að vera leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu og sýna hversu mikilvægt er að hafa frið í hjarta – það skapar frið í heimi. Það er á Íslandi sem við fyllumst þakklæti og auðmýkt fyrir forréttindin við að búa hér, ala upp börn og hvort annað, veita hvort öðru rými til sköpunar á nýjum tækifærum, taka á móti köldum öldutoppum í sjósundi, fylla vitin súrefni í öllum útgáfum af veðri og finna mátt okkar samfélags með samstöðu þegar náttúruöflin minna á sinn ægikraft. Þetta er lýðveldið Ísland 80 ára. Almættið blessi lýðveldið Ísland og verndi alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Land Ég segi þér ekkert um landið ég syng engin ættjarðarljóð um hellana, fossana, hverina ærnar og kýrnar um baráttu fólksins og barning í válegum veðrum nei. En stattu við hlið mér í myrkrinu. Andaðu djúpt og finndu það streyma segðu svo Hér á ég heima Ljóð: Ingibjörg Haraldsdóttir Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kjarni lýðveldisins Íslands er samfélagið. Samfélög eru ekki kerfi. Kerfi eru þjónandi einingar sem mannfólk býr til og nýtir sér til góðs og giftusemi. Kerfum má stýra, laga, endurbæta og stilla af. Samfélög eru hjörtu, fólk, líf og ljós. Í mannlegum samfélögum gilda önnur lögmál til viðhalds, grósku og þroska. Samfélög nærast á kærleika, von, náð, þakklæti og gleði. Sameiginleg ábyrgð samfélagsins að standa vörð um áunnin réttindi sem lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði, með átakalausri iðkun þeirra. Í tilefni þess að við sem samfélagið lýðveldið Ísland fögnum 80 ára afmæli í ár er vert að þakka fyrir eftirfarandi: Það er á Íslandi sem við veljum að skapa samfélag sem einkennist af öryggi, forvitni og gleði. Það er á Íslandi sem við skynjum innra með okkur hversu framúrskarandi hæf við erum til að hafa bein áhrif á örlög okkar og framtíð með því að velja – í meðvitund og ábyrgð. Fyrir þær áskoranir sem eru ófyrirsjáanlegar erum við ávallt undirbúin – því við leitumst eftir að skapa samstöðu með því að hlusta á hvert annað og treystum á samtakamátt samfélagsins í hvívetna. Það er á Íslandi sem við vitum að okkar hlutverk er að vera leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu og sýna hversu mikilvægt er að hafa frið í hjarta – það skapar frið í heimi. Það er á Íslandi sem við fyllumst þakklæti og auðmýkt fyrir forréttindin við að búa hér, ala upp börn og hvort annað, veita hvort öðru rými til sköpunar á nýjum tækifærum, taka á móti köldum öldutoppum í sjósundi, fylla vitin súrefni í öllum útgáfum af veðri og finna mátt okkar samfélags með samstöðu þegar náttúruöflin minna á sinn ægikraft. Þetta er lýðveldið Ísland 80 ára. Almættið blessi lýðveldið Ísland og verndi alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Land Ég segi þér ekkert um landið ég syng engin ættjarðarljóð um hellana, fossana, hverina ærnar og kýrnar um baráttu fólksins og barning í válegum veðrum nei. En stattu við hlið mér í myrkrinu. Andaðu djúpt og finndu það streyma segðu svo Hér á ég heima Ljóð: Ingibjörg Haraldsdóttir Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar