Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fylgjumst við með framvindunni í kjaraviðræðunum í karphúsinu en heldur léttari tónn berst nú þaðan miðað við ástandið í síðustu viku. 

Nú er beðið eftir útspili sveitarfélaganna en að öðru leyti segjast menn bjartsýnir á að geta skrifað undir kjarasamning til langs tíma á allra næstu dögum. 

Einnig tökum við stöðuna á jarðhræringum á Reykjanesi eftir kvikuhlaupið sem varð á laugardag sem leiddi þó ekki til goss. 

Einnig fjöllum við um úrslitin í Söngvakeppni sjónvarpsins frá því um helgina en þar hefur umræðan verið hatrömm á samfélagsmiðlum. 

Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um liðsstyrk sem Blikar voru að fá fyrir komandi tímabil í fótboltanum og svo fara úrslitin á Íslandsmótinu í keilu fram í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×