Segja meðmælabréfi Rúnars fyrir Bashar ekki lekið af Útlendingastofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2024 14:29 Mynd af bréfinu sem Rúnar Freyr sendi til Útlendingastofnunar birtist á mbl.is um helgina. Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir mynd af boðsbréfi, sem Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar skrifaði fyrir Bashar Murad, sem birt var á mbl.is um helgina ekki frá stofnuninni komna. Greint var frá því á mbl.is á laugardag að Rúnar Freyr hafi greitt götu palestínska söngvarans Bashar Murad svo hann gæti löglega tekið þátt í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hann hafi ritað undir boðsbréf, sem lagt var inn hjá Útlendingastofnun, til að Bashar fengi framlengingu á vegabréfsáritun til Íslands frá Útlendingastofnun. „Ég er framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og Bashar er þar keppandi. Nauðsynlegt er að hann fái vegabréfsáritun hingað til lands til að hann geti tekið þátt í keppninni. Ef hann sigrar keppnina mun hann væntanlega taka þátt í Eurovision í Malmö um miðjan maí og þarf áritun hans að gilda fram yfir þann tíma vegna undirbúningsvinnu,“ skrifar Rúnar Freyr í bréfinu. Ljósmynd af síðustu blaðsíðu umsóknarinnar birtist á mbl.is þar sem greinilega má sjá undirritun Rúnars Freys og að bréfið hafi verið undirritað 15. febrúar síðastliðinn í Reykjavík. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að myndin af gagninu sem birtist á mbl.is sé ekki frá Útlendingastofnun komin. „Hún er af öðru gagni en því sem lagt var fram hjá stofnuninni. Myndin sýnir frumrit umsóknarinnar og virðist það heftað eða fest með öðrum hætti við aðrar blaðsíður eyðublaðsins. Útlendingastofnun barst hins vegar ekki frumrit umsóknarinnar heldur aðeins óheftað afrit.“ Eurovision Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17 Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina. 4. mars 2024 10:45 Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. 4. mars 2024 09:07 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Greint var frá því á mbl.is á laugardag að Rúnar Freyr hafi greitt götu palestínska söngvarans Bashar Murad svo hann gæti löglega tekið þátt í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hann hafi ritað undir boðsbréf, sem lagt var inn hjá Útlendingastofnun, til að Bashar fengi framlengingu á vegabréfsáritun til Íslands frá Útlendingastofnun. „Ég er framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og Bashar er þar keppandi. Nauðsynlegt er að hann fái vegabréfsáritun hingað til lands til að hann geti tekið þátt í keppninni. Ef hann sigrar keppnina mun hann væntanlega taka þátt í Eurovision í Malmö um miðjan maí og þarf áritun hans að gilda fram yfir þann tíma vegna undirbúningsvinnu,“ skrifar Rúnar Freyr í bréfinu. Ljósmynd af síðustu blaðsíðu umsóknarinnar birtist á mbl.is þar sem greinilega má sjá undirritun Rúnars Freys og að bréfið hafi verið undirritað 15. febrúar síðastliðinn í Reykjavík. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að myndin af gagninu sem birtist á mbl.is sé ekki frá Útlendingastofnun komin. „Hún er af öðru gagni en því sem lagt var fram hjá stofnuninni. Myndin sýnir frumrit umsóknarinnar og virðist það heftað eða fest með öðrum hætti við aðrar blaðsíður eyðublaðsins. Útlendingastofnun barst hins vegar ekki frumrit umsóknarinnar heldur aðeins óheftað afrit.“
Eurovision Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17 Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina. 4. mars 2024 10:45 Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. 4. mars 2024 09:07 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17
Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina. 4. mars 2024 10:45
Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. 4. mars 2024 09:07