Forsetinn til rannsóknar fyrir meinta tilraun til að eiga við úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2024 20:31 Mohammed ben Sulayem, forseti FIA, er sakaður um að eiga við úrslit. Vísir/Getty Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandsins, er til rannsóknar vegna meintrar tilraunar til að eiga við úrslit kappaksturs í Formúlu 1. FIA barst ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft hringt í Sjeik Abdullah bin Hamad bin Isa Al Khalifa, varaforseta FIA í íþróttamálum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem var staddur í Sádi-Arabíu þegar keppnin fór fram. Ben Sulayem á þá að hafa látið skoðun sína í ljós við kollega sinn um að honum hafi þótt að refsingin skildi dregin til baka. BREAKING 🚨FIA president Mohammed Ben Sulayem is under investigation for allegedly interfering over an F1 race result.Story below ⬇️ pic.twitter.com/yiHZAEhAb5— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Alonso hafði þá fengið tíu sekúndna refsingu fyrir það að lið hans hafði nýtt áður útgefna fimm sekúndna refsingu til að vinna í bíl Spánverjans. Í skýrslunni, sem siðanefnd FIA hefur undir höndunum, kemur fram að uppljóstrarinn segi að Ben Sulayem hafi „krafist þess að framkvæmdaaðilar kappakstursins myndu snúa ákvörðuninni við.“ Búist er við því að siðanefnd FIA muni taka sér fjórar til sex vikur til að skila eigin skýrslu um málið. Refsingin sem Alonso fékk felldi hann af verðlaunapalli og hann kom fjórði í mark í kappakstrinum í Sádi-Arabíu, en eftir að ákvörðuninni var snúið við hafnaði Alonso í þriðja sæti. Akstursíþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
FIA barst ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft hringt í Sjeik Abdullah bin Hamad bin Isa Al Khalifa, varaforseta FIA í íþróttamálum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem var staddur í Sádi-Arabíu þegar keppnin fór fram. Ben Sulayem á þá að hafa látið skoðun sína í ljós við kollega sinn um að honum hafi þótt að refsingin skildi dregin til baka. BREAKING 🚨FIA president Mohammed Ben Sulayem is under investigation for allegedly interfering over an F1 race result.Story below ⬇️ pic.twitter.com/yiHZAEhAb5— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Alonso hafði þá fengið tíu sekúndna refsingu fyrir það að lið hans hafði nýtt áður útgefna fimm sekúndna refsingu til að vinna í bíl Spánverjans. Í skýrslunni, sem siðanefnd FIA hefur undir höndunum, kemur fram að uppljóstrarinn segi að Ben Sulayem hafi „krafist þess að framkvæmdaaðilar kappakstursins myndu snúa ákvörðuninni við.“ Búist er við því að siðanefnd FIA muni taka sér fjórar til sex vikur til að skila eigin skýrslu um málið. Refsingin sem Alonso fékk felldi hann af verðlaunapalli og hann kom fjórði í mark í kappakstrinum í Sádi-Arabíu, en eftir að ákvörðuninni var snúið við hafnaði Alonso í þriðja sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira