Hefur ekki raunverulegan áhuga á Bessastöðum þrátt fyrir falleg orð Hallgríms Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2024 18:36 Hvalveiðar Vísir/Arnar Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, væri prýðilegur forsetaframbjóðandi að mati Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hann talar fyrir því að Katrín fari fram í færslu á Facebook-síðu sinni. Sjálf segist Katrín ekki hafa hugleitt möguleitt framboð af neinni alvöru, en þakkar fyrir falleg orð í sinn garð. Hallgrímur er ekki fyrsti þjóðþekkti listamaðurinn sem hvetur annan þjóðþekktan einstakling til að fara í forsetaframboð. Á dögunum birti tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens færslu á Facebook þar sem hann sagðist vilja sjá rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson á Bessastöðum. Hallgrímur segir, með fullri virðingu fyrir Bubba og Ólafi, að það sé kominn tími á að kona sitji í forsetastól, og að þá sé Katrín ofarlega í huga. „Katrín Oddsdóttir hefur allt í djobbið, gáfuð, skelegg, geðgóð, óþreytandi, réttsýn, hjartahlý, málgóð, jákvæð, fögur og glæsileg. Sannur kvenskörungur á hárréttum aldri. Hún hefur sterkan bakgrunn í réttindabaráttu, réttlætisbaráttu og umhverfisvernd fyrir utan að hafa sýnt ódrepandi elju í stjórnarskrármálinu. Þá hefur hún viðamikla reynslu af viðburðum ýmiskonar, sem skipuleggjandi og hjónavígslukona. Og sjálfsagt er ég að gleyma einhverju mikilvægu,“ segir Hallgrímur. „Í raun hefur hún starfað við það undanfarin ár að vera samviska þjóðarinnar. Við yrðum stolt þjóð með þessa glæstu og víðsýnu réttlætishetju á Bessastöðum.“ Í samtali við fréttastofu segist Katrín ekki vera að hugleiða forsetaframboð. „Nei, ekki af einhverri alvöru, en ég hef oft heyrt einhvern nefna það. Mér þykir ótrúlega vænt um það að einhverjum þyki ég frambærileg til að fara fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Katrín. Hún segist lifa mjög skemmtilegu lífi og telur sig vera að gera mikið gagn þar sem hún starfi í dag. „Ég held ég hafi því ekki raunverulegan áhuga á að taka þetta skref, en mér þykir mjög vænt um þetta, og þetta voru falleg orð sem hann Hallgrímur hafði um mig.“ Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Sjálf segist Katrín ekki hafa hugleitt möguleitt framboð af neinni alvöru, en þakkar fyrir falleg orð í sinn garð. Hallgrímur er ekki fyrsti þjóðþekkti listamaðurinn sem hvetur annan þjóðþekktan einstakling til að fara í forsetaframboð. Á dögunum birti tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens færslu á Facebook þar sem hann sagðist vilja sjá rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson á Bessastöðum. Hallgrímur segir, með fullri virðingu fyrir Bubba og Ólafi, að það sé kominn tími á að kona sitji í forsetastól, og að þá sé Katrín ofarlega í huga. „Katrín Oddsdóttir hefur allt í djobbið, gáfuð, skelegg, geðgóð, óþreytandi, réttsýn, hjartahlý, málgóð, jákvæð, fögur og glæsileg. Sannur kvenskörungur á hárréttum aldri. Hún hefur sterkan bakgrunn í réttindabaráttu, réttlætisbaráttu og umhverfisvernd fyrir utan að hafa sýnt ódrepandi elju í stjórnarskrármálinu. Þá hefur hún viðamikla reynslu af viðburðum ýmiskonar, sem skipuleggjandi og hjónavígslukona. Og sjálfsagt er ég að gleyma einhverju mikilvægu,“ segir Hallgrímur. „Í raun hefur hún starfað við það undanfarin ár að vera samviska þjóðarinnar. Við yrðum stolt þjóð með þessa glæstu og víðsýnu réttlætishetju á Bessastöðum.“ Í samtali við fréttastofu segist Katrín ekki vera að hugleiða forsetaframboð. „Nei, ekki af einhverri alvöru, en ég hef oft heyrt einhvern nefna það. Mér þykir ótrúlega vænt um það að einhverjum þyki ég frambærileg til að fara fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Katrín. Hún segist lifa mjög skemmtilegu lífi og telur sig vera að gera mikið gagn þar sem hún starfi í dag. „Ég held ég hafi því ekki raunverulegan áhuga á að taka þetta skref, en mér þykir mjög vænt um þetta, og þetta voru falleg orð sem hann Hallgrímur hafði um mig.“
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00