Endurskoða þarf reglur Varasjóðs VR Arnþór Sigurðsson skrifar 4. mars 2024 23:30 Stjórnarkjör VR hefst á hádegi þann 6. mars n.k. og óska ég eftir stuðningi í kosningunni þar sem ég hef brennandi áhuga á málefnum félagsins og jafnframt langar mig að láta gott af mér leiða. Um að ræða rafræna kosningu sem stendur yfir í eina viku og fer fram á heimasíðu VR. Það er mín áskorun til félaga minna í VR að þeir taki þátt í kosningunni. Ég vil sérstaklega vekja athygli á að það er þörf á því að betrumbæta regluverkið um Varasjóð VR. Til fróðleiks þá eiga allir félagsmenn VR ákveðna uppsafnaða inneign í sjóðnum sem er merkt hverjum og einum félagsmanni. Um Varasjóðinn eru sérstakar reglur um hvað má nýta hann í. Á heimasíðu VR má finna upplýsingar um sjóðinn og það er langur listi yfir ýmis atriði sem má nýta þessa fjármuni. Það er samt sem áður mín skoðun að listinn sé nokkuð þröngt skilgreindur og örugglega er listinn mun lengri þar sem tiltekið er það sem ekki er hægt að nota fjármunina. Það er þörf á því að endurskoða þennan lista og útvíkka hann svo að félagsmenn geti nýtt sína heimild eða inneign á sem fjölbreyttastan hátt. Einnig er mismunur á því hvort að greiðslur úr sjóðnum eru skattlagðar eða ekki. Sem dæmi má nefna ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum til þess að greiða niður sumarbústaðardvöl þá er ekki greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem nýtt er úr sjóðnum. En ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum vegna tannlækninga þá er greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem fengin er úr sjóðnum. Fljótt á litið skýtur það skökku við að gerður sé greinamunur á því hvort að það sé greiddur tekjuskattur af sumum greiðslum úr sjóðnum en öðrum ekki. Sjálfsagt liggja rök að baki þessari mismunun en að mínu viti ætti vera skattleysi af greiðslum þegar félgasmenn nýta sjóðinn sinn í læknisþjónustu, eða þegar heilsan er annarsvegar. Það munar um þessa aura, sér í lagi þegar dýrtíðin er eins og hún er. Hljóti ég kosningu í stjórn VR mun ég beita mér fyrir því að reglur um Varasjóð VR verði endurskoðaðar með það í huga að útvíkka nýtinguna á honum og leita leiða til þess að fjölga atriðum í listanum yfir styrkhæf mál og fleiri atriði endi í skattlausa flokknum. Höfundur er félagsmaður í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Stjórnarkjör VR hefst á hádegi þann 6. mars n.k. og óska ég eftir stuðningi í kosningunni þar sem ég hef brennandi áhuga á málefnum félagsins og jafnframt langar mig að láta gott af mér leiða. Um að ræða rafræna kosningu sem stendur yfir í eina viku og fer fram á heimasíðu VR. Það er mín áskorun til félaga minna í VR að þeir taki þátt í kosningunni. Ég vil sérstaklega vekja athygli á að það er þörf á því að betrumbæta regluverkið um Varasjóð VR. Til fróðleiks þá eiga allir félagsmenn VR ákveðna uppsafnaða inneign í sjóðnum sem er merkt hverjum og einum félagsmanni. Um Varasjóðinn eru sérstakar reglur um hvað má nýta hann í. Á heimasíðu VR má finna upplýsingar um sjóðinn og það er langur listi yfir ýmis atriði sem má nýta þessa fjármuni. Það er samt sem áður mín skoðun að listinn sé nokkuð þröngt skilgreindur og örugglega er listinn mun lengri þar sem tiltekið er það sem ekki er hægt að nota fjármunina. Það er þörf á því að endurskoða þennan lista og útvíkka hann svo að félagsmenn geti nýtt sína heimild eða inneign á sem fjölbreyttastan hátt. Einnig er mismunur á því hvort að greiðslur úr sjóðnum eru skattlagðar eða ekki. Sem dæmi má nefna ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum til þess að greiða niður sumarbústaðardvöl þá er ekki greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem nýtt er úr sjóðnum. En ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum vegna tannlækninga þá er greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem fengin er úr sjóðnum. Fljótt á litið skýtur það skökku við að gerður sé greinamunur á því hvort að það sé greiddur tekjuskattur af sumum greiðslum úr sjóðnum en öðrum ekki. Sjálfsagt liggja rök að baki þessari mismunun en að mínu viti ætti vera skattleysi af greiðslum þegar félgasmenn nýta sjóðinn sinn í læknisþjónustu, eða þegar heilsan er annarsvegar. Það munar um þessa aura, sér í lagi þegar dýrtíðin er eins og hún er. Hljóti ég kosningu í stjórn VR mun ég beita mér fyrir því að reglur um Varasjóð VR verði endurskoðaðar með það í huga að útvíkka nýtinguna á honum og leita leiða til þess að fjölga atriðum í listanum yfir styrkhæf mál og fleiri atriði endi í skattlausa flokknum. Höfundur er félagsmaður í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun