Andaði léttar er martraðarriðill þaut hjá Aron Guðmundsson skrifar 6. mars 2024 07:21 Íslensku stelpurnar fagna marki á móti Serbíu á Kópavogsvellinum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var í pottinum þegar dregið var í undankeppni EM 2025 í fótbolta í gær. Landsliðsþjálfarinn andaði léttar eftir að Ísland slapp við sannkallaðan martraðarriðil. Áttfaldir Evrópumeistarar bíða þó Stelpnanna okkar. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss og fór svo að liðið verður með áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands, Austurríki og Póllandi í riðli. „Þetta er fínt heilt yfir,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um riðilinn sem Ísland dróst í. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að leikirnir á móti Þýskalandi verða býsna erfiðir. Þetta er lið sem við vorum með núna síðast í Þjóðadeildinni. Þá öttum við kappi gegn Austurríki á útivelli í fyrra og unnum þær 1-0 í hörkuleik. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands telur mögueikana góða í krefjandi riðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undankeppni EM 2025Vísir/Sigurjón Ólason Við vitum að Austurríki býr yfir hörkuliði, þær sýndu mátt sinn og megin í Þjóðadeildinni núna síðast. Þá spiluðum æfingaleik við Pólverjana fyrir síðasta Evrópumót. Unnum þær þar. Þetta pólska lið er gott, með góða leikmenn innanborðs. Auðvitað eru þetta allt sterkar þjóðir í þessari A-deild og er maður því heilt yfir sáttur með þennan riðil.“ Klárlega riðill sem maður vildi ekki lenda í Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland slapp við að enda í riðli með heimsmeisturum Spánar eða í sannkölluðum martraðarriðli með Englandi og Frakklandi innanborðs. Hvernig var fyrir þig að fylgjast með drættinum og horfa mögulega upp á að lenda í þessum martraðarriðli? „Þegar að það var búið að draga fyrstu tvær þjóðirnar úr okkar styrkleikaflokki og sá næst möguleika á að lenda í riðli með Englendingum og Frökkum, þá var það klárlega riðill sem maður vildi ekki lenda í. Sem betur fer enduðu Svíarnir þar. Maður var bara sáttur við að sleppa við að enda í þeim riðli. Það var mjög gott.“ Bryndís Arna og Sveindís Jane fagna jöfnunarmarki Íslands gegn Serbíu á dögunumVísir/Hulda Margrét Margar leiðir á EM Sú breyting hefur orðið á undankeppninni að hún er beintengd við árangur í Þjóðadeildinni. Þar stendur Ísland vel að vígi og ávinningur liðsins af því að bera sigur úr býtum gegn Serbíu, í einvígi liðanna um laust sæti í A-deild, að koma betur og betur í ljós. Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en þau lið sem enda í þriðja og fjórða sæti fara í umspil um sæti á EM. Þar bíður einvígi gegn einu af átta bestu liðunum úr C-deild í undanúrslitum og svo annað hvort einvígi gegn liði úr B eða C deild í úrslitum. Þá munu þau lið sem enda í neðstu sætum sinna riðla í A-deildinni falla niður í B-deild. Ísland mun því alltaf, að minnsta kosti, fara í umspil um laust sæti á EM. Gyllta gæsin er hins vegar að enda í einum af tveimur efstu sætum riðilsins og tryggja sér beinan farmiða á mótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. „Auðvitað stefnum við að komast beint á EM, aðalmarkmiðið snýr að því að komast á EM, sama hvaða leið við förum að því markmiði, en stefnan er sett á annað af þessum efstu tveimur sætum riðilsins. Þessi riðill gefur okkur vonandi tækifæri til þess. Maður býst við harðri baráttu um þetta annað sæti milli okkar, Austurríkis og væntanlega Póllands líka. Heilt yfir er þetta bara fínasta niðurstaða fyrir okkur. Ég er því þokkalega bjartsýnn.“ Glódís Perla, landsliðsfyrirliði, fagnar með samherjum sínum í íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm Þétt spilað sem hentar okkur vel Það verður leikið þétt í undankeppninni. Fyrstu umferðir riðlakeppninnar fara fram í næsta mánuði og svo tekur við hvert landsliðsverkefnið á fætur öðru og í júlí mun svo riðlakeppninni ljúka. Þá skýrast næstu skref fyrir íslenska landsliðið. Hvort það fari beint á EM eða taki þátt í umspili. Hvernig finnst þér liðið í stakk búið til að hefja þessa undankeppni? „Miðað við ástandið á leikmannahópnum lítur þetta bara vel út. Það er kannski bara betra fyrir okkur að það sé stutt á milli leikja eins og var til dæmis raunin síðasta haust. Það hjálpaði okkur að tíminn sem leið á milli leikja var ekki svo langur. Ég á von á því að þetta hjálpi okkur frekar en hitt. Að hafa styttra á milli leikja. Að við séum ekki að fá ryð í hópinn. Heldur að það séu bara fjórar vikur milli leikja. Ég held að það hjálpi okkur, gefi okkur betri möguleika á því að vera samstilltari í hverju verkefni fyrir sig.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss og fór svo að liðið verður með áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands, Austurríki og Póllandi í riðli. „Þetta er fínt heilt yfir,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um riðilinn sem Ísland dróst í. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að leikirnir á móti Þýskalandi verða býsna erfiðir. Þetta er lið sem við vorum með núna síðast í Þjóðadeildinni. Þá öttum við kappi gegn Austurríki á útivelli í fyrra og unnum þær 1-0 í hörkuleik. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands telur mögueikana góða í krefjandi riðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undankeppni EM 2025Vísir/Sigurjón Ólason Við vitum að Austurríki býr yfir hörkuliði, þær sýndu mátt sinn og megin í Þjóðadeildinni núna síðast. Þá spiluðum æfingaleik við Pólverjana fyrir síðasta Evrópumót. Unnum þær þar. Þetta pólska lið er gott, með góða leikmenn innanborðs. Auðvitað eru þetta allt sterkar þjóðir í þessari A-deild og er maður því heilt yfir sáttur með þennan riðil.“ Klárlega riðill sem maður vildi ekki lenda í Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland slapp við að enda í riðli með heimsmeisturum Spánar eða í sannkölluðum martraðarriðli með Englandi og Frakklandi innanborðs. Hvernig var fyrir þig að fylgjast með drættinum og horfa mögulega upp á að lenda í þessum martraðarriðli? „Þegar að það var búið að draga fyrstu tvær þjóðirnar úr okkar styrkleikaflokki og sá næst möguleika á að lenda í riðli með Englendingum og Frökkum, þá var það klárlega riðill sem maður vildi ekki lenda í. Sem betur fer enduðu Svíarnir þar. Maður var bara sáttur við að sleppa við að enda í þeim riðli. Það var mjög gott.“ Bryndís Arna og Sveindís Jane fagna jöfnunarmarki Íslands gegn Serbíu á dögunumVísir/Hulda Margrét Margar leiðir á EM Sú breyting hefur orðið á undankeppninni að hún er beintengd við árangur í Þjóðadeildinni. Þar stendur Ísland vel að vígi og ávinningur liðsins af því að bera sigur úr býtum gegn Serbíu, í einvígi liðanna um laust sæti í A-deild, að koma betur og betur í ljós. Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en þau lið sem enda í þriðja og fjórða sæti fara í umspil um sæti á EM. Þar bíður einvígi gegn einu af átta bestu liðunum úr C-deild í undanúrslitum og svo annað hvort einvígi gegn liði úr B eða C deild í úrslitum. Þá munu þau lið sem enda í neðstu sætum sinna riðla í A-deildinni falla niður í B-deild. Ísland mun því alltaf, að minnsta kosti, fara í umspil um laust sæti á EM. Gyllta gæsin er hins vegar að enda í einum af tveimur efstu sætum riðilsins og tryggja sér beinan farmiða á mótið sem fer fram í Sviss á næsta ári. „Auðvitað stefnum við að komast beint á EM, aðalmarkmiðið snýr að því að komast á EM, sama hvaða leið við förum að því markmiði, en stefnan er sett á annað af þessum efstu tveimur sætum riðilsins. Þessi riðill gefur okkur vonandi tækifæri til þess. Maður býst við harðri baráttu um þetta annað sæti milli okkar, Austurríkis og væntanlega Póllands líka. Heilt yfir er þetta bara fínasta niðurstaða fyrir okkur. Ég er því þokkalega bjartsýnn.“ Glódís Perla, landsliðsfyrirliði, fagnar með samherjum sínum í íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm Þétt spilað sem hentar okkur vel Það verður leikið þétt í undankeppninni. Fyrstu umferðir riðlakeppninnar fara fram í næsta mánuði og svo tekur við hvert landsliðsverkefnið á fætur öðru og í júlí mun svo riðlakeppninni ljúka. Þá skýrast næstu skref fyrir íslenska landsliðið. Hvort það fari beint á EM eða taki þátt í umspili. Hvernig finnst þér liðið í stakk búið til að hefja þessa undankeppni? „Miðað við ástandið á leikmannahópnum lítur þetta bara vel út. Það er kannski bara betra fyrir okkur að það sé stutt á milli leikja eins og var til dæmis raunin síðasta haust. Það hjálpaði okkur að tíminn sem leið á milli leikja var ekki svo langur. Ég á von á því að þetta hjálpi okkur frekar en hitt. Að hafa styttra á milli leikja. Að við séum ekki að fá ryð í hópinn. Heldur að það séu bara fjórar vikur milli leikja. Ég held að það hjálpi okkur, gefi okkur betri möguleika á því að vera samstilltari í hverju verkefni fyrir sig.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira