Sagan um brasilíska rassinn sterkust í Bandaríkjunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2024 07:00 Guðný Ósk segir brasilísku rassasöguna helst hafa farið á flug í Bandaríkjunum. Vísir Fyrstu myndirnar af hertogaynjunni Katrínu Middleton á opinberum vettvangi í rúma tvo mánuði voru birtar í vikunni í bandarískum miðlum. Guðný Ósk Laxdal sérlegur sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar segir málið sýna hve góðum samskiptum Katrín og Vilhjálmur Bretaprins eigi við bresku pressuna. „Það sem mér þykir fyndnast er að fólk haldi að hún sé bara dáin og að það sé verið að fela það af því að það myndi skyggja á veikindi Karls,“ segir Guðný Ósk í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa ótrúlegar samsæriskenningar og kjaftasögur farið á flug í fjarveru Katrínar sem hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á kvið undanfarnar vikur. Guðný Ósk hefur fylgst náið með bresku konungsfjölskyldunni undanfarið ár. Hún heldur meðal annars úti Instagram reikningnum Royal Icelander þar sem hún fer reglulega í saumana á nýjustu fréttum af konungsfjölskyldunni. Guðný segir kjaftasögurnar sýna að mun fleiri hafi áhuga á fjölskyldunni en margir gjarnan haldi. Sögur af meintu dái og meintum skilnaði „Þá er ein sagan sú að hún hafi í raun verið í dái. Önnur sem ég hef lesið er svo um að Vilhjálmur eigi í raun að hafa myrt hana. Enn önnur er um að hún hafi beðið um skilnað en að það megi hún ekki og því hafi hún verið lokuð inni þar til hún skiptir um skoðun,“ segir Guðný hlæjandi. Þá er ein sagan á þá leið að Katrín hafi farið í brasilíska rassastækkun. Guðný segir mest hafa borið á þeirri kenningu meðal amerískra netverja og sérstaklega á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. „Ég held að fólk sem fylgist kannski ekki náið með konungsfjölskyldunni viti ekki alveg hvað veldur því að hún hafi verið svona lengi í burtu og er að taka eftir þessu núna. Þá fara auðvitað kenningarnar af stað,“ segir Guðný Ósk. Ekki múkk í Daily Mail Hún bendir á að konungsfjölskyldan hafi lýst því yfir strax í janúar að Katrín yrði frá í töluverðan tíma eða þar til eftir páska. Þá hafi verið gefin út yfirlýsing í gær um það að Katrín myndi sinna opinberum skyldustörfum að nýju í júní. „Konan er einfaldlega bara að jafna sig eftir aðgerð. En það er áhugavert að það virðist vera sem svo að Vilhjálmur og Katrín hafi gert einhverskonar samning við bresku pressuna um að birta ekki fréttir um þetta, fjalla ekki um þetta og láta hana vera þar til hún kemur til baka,“ segir Guðný Ósk. Hún bendir á að papparassamyndirnar sem birtust í vikunni hafi birst í bandarískum miðlum en ekki breskum götublöðum. Þau hafi verið óhrædd og dugleg við að birta myndir papparassa af þeim Harry og Meghan Markle. „Þetta sýnir hvernig Vilhjálmur og Katrín hafa byggt samband sitt upp við bresku pressuna. Þau eru greinilega virt og þeirra næði er virt,“ segir Guðný Ósk. Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Sjá meira
„Það sem mér þykir fyndnast er að fólk haldi að hún sé bara dáin og að það sé verið að fela það af því að það myndi skyggja á veikindi Karls,“ segir Guðný Ósk í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa ótrúlegar samsæriskenningar og kjaftasögur farið á flug í fjarveru Katrínar sem hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á kvið undanfarnar vikur. Guðný Ósk hefur fylgst náið með bresku konungsfjölskyldunni undanfarið ár. Hún heldur meðal annars úti Instagram reikningnum Royal Icelander þar sem hún fer reglulega í saumana á nýjustu fréttum af konungsfjölskyldunni. Guðný segir kjaftasögurnar sýna að mun fleiri hafi áhuga á fjölskyldunni en margir gjarnan haldi. Sögur af meintu dái og meintum skilnaði „Þá er ein sagan sú að hún hafi í raun verið í dái. Önnur sem ég hef lesið er svo um að Vilhjálmur eigi í raun að hafa myrt hana. Enn önnur er um að hún hafi beðið um skilnað en að það megi hún ekki og því hafi hún verið lokuð inni þar til hún skiptir um skoðun,“ segir Guðný hlæjandi. Þá er ein sagan á þá leið að Katrín hafi farið í brasilíska rassastækkun. Guðný segir mest hafa borið á þeirri kenningu meðal amerískra netverja og sérstaklega á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. „Ég held að fólk sem fylgist kannski ekki náið með konungsfjölskyldunni viti ekki alveg hvað veldur því að hún hafi verið svona lengi í burtu og er að taka eftir þessu núna. Þá fara auðvitað kenningarnar af stað,“ segir Guðný Ósk. Ekki múkk í Daily Mail Hún bendir á að konungsfjölskyldan hafi lýst því yfir strax í janúar að Katrín yrði frá í töluverðan tíma eða þar til eftir páska. Þá hafi verið gefin út yfirlýsing í gær um það að Katrín myndi sinna opinberum skyldustörfum að nýju í júní. „Konan er einfaldlega bara að jafna sig eftir aðgerð. En það er áhugavert að það virðist vera sem svo að Vilhjálmur og Katrín hafi gert einhverskonar samning við bresku pressuna um að birta ekki fréttir um þetta, fjalla ekki um þetta og láta hana vera þar til hún kemur til baka,“ segir Guðný Ósk. Hún bendir á að papparassamyndirnar sem birtust í vikunni hafi birst í bandarískum miðlum en ekki breskum götublöðum. Þau hafi verið óhrædd og dugleg við að birta myndir papparassa af þeim Harry og Meghan Markle. „Þetta sýnir hvernig Vilhjálmur og Katrín hafa byggt samband sitt upp við bresku pressuna. Þau eru greinilega virt og þeirra næði er virt,“ segir Guðný Ósk.
Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Sjá meira