Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2024 19:30 Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun um að tekist hefði að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærin í gærkvöldi og í örugga höfn í Kaíró. Sendinefnd á vegum utanríkisráðuneytisins hafði reynt í þónokkrar vikur að greiða leið fólksins en skriður komst á málið þegar Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, óskaði eftir liðsinni Israels Katz, utanríkisráðherra Ísrael. „Drjúgur meirihluti allra á listanum var á endanum samþykktur þótt það hafi ekki átt við um alla og okkar fólk, sem unnið alveg ótrúlega og merkilega og mikilvæga vinnu á svæðinu, tók þá við keflinu og hjálpaði til við að sækja fólkið og koma því í örugga höfn í Egyptalandi sem verður eins og millilending áður en fólkið kemur alla leið til Íslands,“ sagði Bjarni í símaviðtali sem staddur er á Ítalíu. Tár og geðshræring eftir langa bið Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) mun sjá til þess að fólkið fái heilbrigðisskoðun til að ganga úr skugga um að það sé ferðafært í ljósi alls sem gengið hefur á á Gasa. Ferðaáætlun til Íslands mun liggja fyrir í síðasta lagi á morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra gladdist þegar hann heyrði fréttirnar um að árangur hefði náðst í málinu. „Það var nú bara mikil geðshræring og ég viðurkenni það nú bara fúslega að ég bara táraðist enda einstaklega gleðilegt að þetta skuli hafa gerst og þessi fjöldi bætist þá við þann fjölda sem sjálfboðaliðar hafa aðstoðað. Allt fólkið sem hefur komið að því að koma öllu þessu fólki út af Gasa; sjálfboðaliðar, fólk í stjórnkerfinu hjá okkur, hjá Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni og svo framvegis á allt einstaklega miklar þakkir skildar.“ Munu vinna með sveitarfélögunum að því að finna húsnæði Guðmundur segir að dvalarleyfishafarnir muni koma til með að setjast að í því sveitarfélagi sem viðkomandi fjölskyldumeðlimur á Íslandi býr í. Sumir úr hópum munu geta flutt beint inn til fjölskyldumeðlima sinna en Guðmundur gerir ráð fyrir að aðrir muni líka dvelja á hóteli á meðan yfirvöld greiða úr húsnæðismálum en finna þarf húsnæði með sveitarfélögunum sem hentar hverri og einni fjölskyldu. „Við munum að sjálfsögðu aðstoða sveitarfélögin núna til að byrja með varðandi húsnæði því þetta er stór hópur sem kemur. Þótt við höfum búist við honum eða vonast til þess að hann kæmi í alllangan tíma, þá gerist þetta samt hratt.“ Áfallahjálp frá Rauða krossinum Fólkið hefur mátt búa við skelfilegar aðstæður á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Guðmundur segir ráðuneytið í góðu sambandi við heilsugæsluna og Barnaspítala hringsins. „Síðan höfum við verið í sambandi við Rauða kross íslands um að taka að sér sálgæslu og veita fólki áfallahjálp og annan sálrænan stuðning sem það vissulega þarf á að halda. Þau eru tilbúin til þess að taka það að sér þannig að það er mjög ánægjulegt.“ Allt kapp sé lagt á að taka vel á móti fólkinu og að stjórnkerfið sé meðvitað um hvers lags aðstæður fólkið er að flýja. „Við leggjum ríka áherslu á að öll þessi stoðþjónusta sé sem best úr garði gerð því við vitum að fólkið er að koma úr skelfilegum aðstæðum.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. 4. mars 2024 08:00 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun um að tekist hefði að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærin í gærkvöldi og í örugga höfn í Kaíró. Sendinefnd á vegum utanríkisráðuneytisins hafði reynt í þónokkrar vikur að greiða leið fólksins en skriður komst á málið þegar Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, óskaði eftir liðsinni Israels Katz, utanríkisráðherra Ísrael. „Drjúgur meirihluti allra á listanum var á endanum samþykktur þótt það hafi ekki átt við um alla og okkar fólk, sem unnið alveg ótrúlega og merkilega og mikilvæga vinnu á svæðinu, tók þá við keflinu og hjálpaði til við að sækja fólkið og koma því í örugga höfn í Egyptalandi sem verður eins og millilending áður en fólkið kemur alla leið til Íslands,“ sagði Bjarni í símaviðtali sem staddur er á Ítalíu. Tár og geðshræring eftir langa bið Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) mun sjá til þess að fólkið fái heilbrigðisskoðun til að ganga úr skugga um að það sé ferðafært í ljósi alls sem gengið hefur á á Gasa. Ferðaáætlun til Íslands mun liggja fyrir í síðasta lagi á morgun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra gladdist þegar hann heyrði fréttirnar um að árangur hefði náðst í málinu. „Það var nú bara mikil geðshræring og ég viðurkenni það nú bara fúslega að ég bara táraðist enda einstaklega gleðilegt að þetta skuli hafa gerst og þessi fjöldi bætist þá við þann fjölda sem sjálfboðaliðar hafa aðstoðað. Allt fólkið sem hefur komið að því að koma öllu þessu fólki út af Gasa; sjálfboðaliðar, fólk í stjórnkerfinu hjá okkur, hjá Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni og svo framvegis á allt einstaklega miklar þakkir skildar.“ Munu vinna með sveitarfélögunum að því að finna húsnæði Guðmundur segir að dvalarleyfishafarnir muni koma til með að setjast að í því sveitarfélagi sem viðkomandi fjölskyldumeðlimur á Íslandi býr í. Sumir úr hópum munu geta flutt beint inn til fjölskyldumeðlima sinna en Guðmundur gerir ráð fyrir að aðrir muni líka dvelja á hóteli á meðan yfirvöld greiða úr húsnæðismálum en finna þarf húsnæði með sveitarfélögunum sem hentar hverri og einni fjölskyldu. „Við munum að sjálfsögðu aðstoða sveitarfélögin núna til að byrja með varðandi húsnæði því þetta er stór hópur sem kemur. Þótt við höfum búist við honum eða vonast til þess að hann kæmi í alllangan tíma, þá gerist þetta samt hratt.“ Áfallahjálp frá Rauða krossinum Fólkið hefur mátt búa við skelfilegar aðstæður á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Guðmundur segir ráðuneytið í góðu sambandi við heilsugæsluna og Barnaspítala hringsins. „Síðan höfum við verið í sambandi við Rauða kross íslands um að taka að sér sálgæslu og veita fólki áfallahjálp og annan sálrænan stuðning sem það vissulega þarf á að halda. Þau eru tilbúin til þess að taka það að sér þannig að það er mjög ánægjulegt.“ Allt kapp sé lagt á að taka vel á móti fólkinu og að stjórnkerfið sé meðvitað um hvers lags aðstæður fólkið er að flýja. „Við leggjum ríka áherslu á að öll þessi stoðþjónusta sé sem best úr garði gerð því við vitum að fólkið er að koma úr skelfilegum aðstæðum.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. 4. mars 2024 08:00 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28
Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39
„Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. 4. mars 2024 08:00