Skórinn skal passa- sama hvað tautar og raular! Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar 6. mars 2024 10:01 Vinstri meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur enn og aftur sýnt hvers hann er megnugur þegar kemur að því að því að forðast fagleg vinnubrögð og umræðu um þau eins og heitan eldinn. Nú á þann hátt að það minnir óþægilega á ævintýrið um Öskubusku, þar sem það eina sem yfirstíga þurfti til að önnur stjúpsystra söguhetjunnar, fengi að lifa hamingjusöm til æviloka með prinsinum fagra, var nettur glerskór. Við munum öll hver framvindan var, vonda stjúpan veigraði sér ekki við að höggva tær af dætrum sínum til að fætur þeirra pössuðu í skóinn. Í skóinn skyldu þær hvað sem tautaði og raulaði! Í okkar raunveruleika má segja að óskhyggja meirihlutans sé ígildi óljósrar ímyndar prinsins, og að meirihlutinn sjálfur sé í hlutverki vondu stjúpunnar sem veigrar sér ekki við að höggva af starfsemi Rokksafnsins og tónlistarskólans, til að hægt sé að troða bókasafninu í sama húsnæði, hálf löskuðu. Í ljósi þeirra vinnubragða sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar leggjumst við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins alfarið gegn því að bókasafnið verði flutt í Hljómahöll og á sama tíma verði Rokksafni Íslands lokað. Það er óskiljanlegt að ákvörðun sem þessi skuli tekin, án þess að fyrir liggi heildræn sýn á nýtingu menningarhúsnæðis sveitarfélagsins, hvaða hlutverki hver og ein stofnun eigi að gegna og hvernig efla megi menningarstarf til framtíðar. Heildræn sýn er ekki til staðar, heldur er ítrekað gripið til spennandi hugtaka í máttlausri tilraun til rökstuðnings. Það skal stórefla tónleika- og viðburðahald, bjóða upp á upplestur, fjölbreyttar sýningar og allskonar smiðjur. Gott og vel, við fögnum að sjálfsögðu að unnið skuli að metnaðarfullu og fjölbreyttu menningarstarfi. Þegar spurt er um heildarsýn, hvaða menningarhús eigi að bjóða upp á hvað, er hins vegar fátt um svör frá meirihlutanum. Svo virðist sem meirihlutanum þyki best að þær stofnanir, sem heyra undir menningarhluta menningar- og þjónustusviðs, grautist allar í öllu, starfi hver í sínu horni með sína eigin stefnu og framtíðarsýn með tilheyrandi losarabrag. Við skulum þó halda því til haga, að þegar hugmyndin var fyrst viðruð og bæjarráð hafði samþykkt að taka hana til nánari skoðunar, var sett á laggirnar nefnd. Nefndin átti að fjalla um fýsileika þess að flytja bókasafnið í Hljómahöll og var undirrituð skipuð sem fulltrúi minnihluta í þeirri vinnu. Til grundvallar var framtíðarsýn bókasafnsins sem unnin var árið 2019 og gildir til 2030 (við erum sem sagt þegar hálfnuð með þann tíma sem framtíðarsýnin tekur til). Eins voru lagðar fram teikningar arkitekta af svæðum sem bókasafnið fengi til afnota í Hljómahöll. Í framtíðarsýn bókasafnsins kemur berlega í ljós að húsnæðisþörf þess verði ekki mætt nema til hálfs við flutning í Hljómahöll, þrátt fyrir að húsnæði tónlistarskólans verði skert og Rokksafninu lokað. Þvi er skemmst frá að segja að nefndin varð hvorki fugl né fiskur og var slitið af þáverandi formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingar, eftir þrjá fundi. Ljóst var að hið sanna markmið nefndarinnar náðist ekki, enda var það, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, að sannfæra fulltrúa Sjálfstæðisflokks um ágæti þessarar hugmyndar án þess að færa fyrir henni fullnægjandi rök. Þá niðurstöðu meirihlutans hefði allt eins mátt orða svo; „Nefndin komst ekki að samkomulagi þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkti ekki flutning bókasafns í Hljómahöll þegjandi og hljóðalaust, heldur fór fram á að nánari greining á hugmynd meirihlutans, uppfærð þarfagreining og framtíðarsýn bókasafns, heildstæð skoðun á húsnæðismálum menningarstofnana og vel unnin kostnaðaráætlun, væri lögð fram.“ Undirrituð lagði sem sagt áherslu á, að til að komast að ábyrgri niðurstöðu, væri mikilvægt að faglegri vinnubrögðum væri beitt, og nánari skoðun færi fram á því hvernig framtíð bókasafnsins og annarra menningarstofnana sveitarfélagsins í heild væri best fyrir komið. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur í svona verkefnum og ljóst að heildarsýn á notkun menningarhúsnæðis sveitarfélagsins er ekki til staðar og svo virðist sem slík vinnubrögð séu meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar um megn. Helga Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Vinstri meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur enn og aftur sýnt hvers hann er megnugur þegar kemur að því að því að forðast fagleg vinnubrögð og umræðu um þau eins og heitan eldinn. Nú á þann hátt að það minnir óþægilega á ævintýrið um Öskubusku, þar sem það eina sem yfirstíga þurfti til að önnur stjúpsystra söguhetjunnar, fengi að lifa hamingjusöm til æviloka með prinsinum fagra, var nettur glerskór. Við munum öll hver framvindan var, vonda stjúpan veigraði sér ekki við að höggva tær af dætrum sínum til að fætur þeirra pössuðu í skóinn. Í skóinn skyldu þær hvað sem tautaði og raulaði! Í okkar raunveruleika má segja að óskhyggja meirihlutans sé ígildi óljósrar ímyndar prinsins, og að meirihlutinn sjálfur sé í hlutverki vondu stjúpunnar sem veigrar sér ekki við að höggva af starfsemi Rokksafnsins og tónlistarskólans, til að hægt sé að troða bókasafninu í sama húsnæði, hálf löskuðu. Í ljósi þeirra vinnubragða sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar leggjumst við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins alfarið gegn því að bókasafnið verði flutt í Hljómahöll og á sama tíma verði Rokksafni Íslands lokað. Það er óskiljanlegt að ákvörðun sem þessi skuli tekin, án þess að fyrir liggi heildræn sýn á nýtingu menningarhúsnæðis sveitarfélagsins, hvaða hlutverki hver og ein stofnun eigi að gegna og hvernig efla megi menningarstarf til framtíðar. Heildræn sýn er ekki til staðar, heldur er ítrekað gripið til spennandi hugtaka í máttlausri tilraun til rökstuðnings. Það skal stórefla tónleika- og viðburðahald, bjóða upp á upplestur, fjölbreyttar sýningar og allskonar smiðjur. Gott og vel, við fögnum að sjálfsögðu að unnið skuli að metnaðarfullu og fjölbreyttu menningarstarfi. Þegar spurt er um heildarsýn, hvaða menningarhús eigi að bjóða upp á hvað, er hins vegar fátt um svör frá meirihlutanum. Svo virðist sem meirihlutanum þyki best að þær stofnanir, sem heyra undir menningarhluta menningar- og þjónustusviðs, grautist allar í öllu, starfi hver í sínu horni með sína eigin stefnu og framtíðarsýn með tilheyrandi losarabrag. Við skulum þó halda því til haga, að þegar hugmyndin var fyrst viðruð og bæjarráð hafði samþykkt að taka hana til nánari skoðunar, var sett á laggirnar nefnd. Nefndin átti að fjalla um fýsileika þess að flytja bókasafnið í Hljómahöll og var undirrituð skipuð sem fulltrúi minnihluta í þeirri vinnu. Til grundvallar var framtíðarsýn bókasafnsins sem unnin var árið 2019 og gildir til 2030 (við erum sem sagt þegar hálfnuð með þann tíma sem framtíðarsýnin tekur til). Eins voru lagðar fram teikningar arkitekta af svæðum sem bókasafnið fengi til afnota í Hljómahöll. Í framtíðarsýn bókasafnsins kemur berlega í ljós að húsnæðisþörf þess verði ekki mætt nema til hálfs við flutning í Hljómahöll, þrátt fyrir að húsnæði tónlistarskólans verði skert og Rokksafninu lokað. Þvi er skemmst frá að segja að nefndin varð hvorki fugl né fiskur og var slitið af þáverandi formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingar, eftir þrjá fundi. Ljóst var að hið sanna markmið nefndarinnar náðist ekki, enda var það, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, að sannfæra fulltrúa Sjálfstæðisflokks um ágæti þessarar hugmyndar án þess að færa fyrir henni fullnægjandi rök. Þá niðurstöðu meirihlutans hefði allt eins mátt orða svo; „Nefndin komst ekki að samkomulagi þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkti ekki flutning bókasafns í Hljómahöll þegjandi og hljóðalaust, heldur fór fram á að nánari greining á hugmynd meirihlutans, uppfærð þarfagreining og framtíðarsýn bókasafns, heildstæð skoðun á húsnæðismálum menningarstofnana og vel unnin kostnaðaráætlun, væri lögð fram.“ Undirrituð lagði sem sagt áherslu á, að til að komast að ábyrgri niðurstöðu, væri mikilvægt að faglegri vinnubrögðum væri beitt, og nánari skoðun færi fram á því hvernig framtíð bókasafnsins og annarra menningarstofnana sveitarfélagsins í heild væri best fyrir komið. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur í svona verkefnum og ljóst að heildarsýn á notkun menningarhúsnæðis sveitarfélagsins er ekki til staðar og svo virðist sem slík vinnubrögð séu meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar um megn. Helga Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun