Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 15:00 Fótboltabullur tengdar Lazio hafa oft verið til vandræða og tengjast öfgahægri öflum. Getty Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. Um hundrað stuðningsmenn Lazio voru samankomnir á Hofbräuhaus í München í gær en sá staður var ekki valinn af handahófi. Á þeim stað stofnaði Adolf Hitler formlega Nasistaflokkinn í febrúar árið 1920. Staðurinn þótti því henta vel til hatursorðræðu stuðningsmannana en þeir hylltu þar bæði Hitler og Mussolini auk þess að lyfta höndum í fasistakveðju. Myndskeið af hegðuninni hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Slíkt er ólöglegt í Þýskalandi, og raunar líka á Ítalíu, en þónokkrir voru teknir fastir vegna hegðunarinnar. Málið er þá til rannsóknar hjá lögreglunni í München. Alessandro Onorato, borgarstjórnarfulltrúi í Róm, gagnrýnir stuðningsmennina harðlega. „Þeir sem fóru til München að horfa á leikinn til þess að lofa Mussolini og sýna fasistakveðjur eru til skammar. Þeir dreifa skít á liðið sitt og Rómarborg. Ég fordæmi harðlega og harma það sem ég sá í þessu myndbandi sem er því miður í dreifingu víða um heim,“ segir Onorato. Hér að neðan má sjá myndband af hluta söngvanna. Tifosi laziali in trasferta a Monaco, inni al duce e saluti romani. Il video girato nella birreria dove Hitler tenne alcuni comizi, la celebre Hofbrauhaus. L'assessore allo Sport di Roma Capitale Alessandro Onorato: "Una vergogna" #ANSA https://t.co/0I9iH7Vqbo pic.twitter.com/cKC2eOVujG— Agenzia ANSA (@Agenzia_Ansa) March 5, 2024 Stuðningsmenn Lazio hafa löngum verið tengdir öfgahægrisamtökum í Róm og þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn liðsins eru handteknir fyrir hegðun sem þessa. Bayern München vann 3-0 sigur á Lazio í leik liðanna í gær og komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri í einvígi liðanna. Hofbräuhaus var mikið stundaður af Íslendingum í janúar síðastliðnum en þar hituðu stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins jafnan upp fyrir leiki liðsins sem leiknir voru í München. Ítalski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
Um hundrað stuðningsmenn Lazio voru samankomnir á Hofbräuhaus í München í gær en sá staður var ekki valinn af handahófi. Á þeim stað stofnaði Adolf Hitler formlega Nasistaflokkinn í febrúar árið 1920. Staðurinn þótti því henta vel til hatursorðræðu stuðningsmannana en þeir hylltu þar bæði Hitler og Mussolini auk þess að lyfta höndum í fasistakveðju. Myndskeið af hegðuninni hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Slíkt er ólöglegt í Þýskalandi, og raunar líka á Ítalíu, en þónokkrir voru teknir fastir vegna hegðunarinnar. Málið er þá til rannsóknar hjá lögreglunni í München. Alessandro Onorato, borgarstjórnarfulltrúi í Róm, gagnrýnir stuðningsmennina harðlega. „Þeir sem fóru til München að horfa á leikinn til þess að lofa Mussolini og sýna fasistakveðjur eru til skammar. Þeir dreifa skít á liðið sitt og Rómarborg. Ég fordæmi harðlega og harma það sem ég sá í þessu myndbandi sem er því miður í dreifingu víða um heim,“ segir Onorato. Hér að neðan má sjá myndband af hluta söngvanna. Tifosi laziali in trasferta a Monaco, inni al duce e saluti romani. Il video girato nella birreria dove Hitler tenne alcuni comizi, la celebre Hofbrauhaus. L'assessore allo Sport di Roma Capitale Alessandro Onorato: "Una vergogna" #ANSA https://t.co/0I9iH7Vqbo pic.twitter.com/cKC2eOVujG— Agenzia ANSA (@Agenzia_Ansa) March 5, 2024 Stuðningsmenn Lazio hafa löngum verið tengdir öfgahægrisamtökum í Róm og þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn liðsins eru handteknir fyrir hegðun sem þessa. Bayern München vann 3-0 sigur á Lazio í leik liðanna í gær og komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri í einvígi liðanna. Hofbräuhaus var mikið stundaður af Íslendingum í janúar síðastliðnum en þar hituðu stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins jafnan upp fyrir leiki liðsins sem leiknir voru í München.
Ítalski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira