Mælaborð, viðburðadagatöl og uppskrúfaðar glærukynningar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifa 6. mars 2024 12:30 Vissulega hafa einhverjar stafrænar lausnir litið dagsins ljós síðustu ár en tilbúnar afurðir eru hins vegar ekki í neinu samhengi við það ævintýralega fjármagn sem nú þegar er búið að eyða. Allt of mörg verkefni hafa verið illa skilgreind og mörg hafa dagað uppi í tilraunasmiðjum ÞON eða hafa einfaldlega ekki enn litið dagsins ljós. Á stuttum tíma er búið að eyða yfir 20 milljörðum króna í stafræna umbreytingu á vegum ÞON (þjónustu- og nýsköpunarsviðs). Stór hluti tilbúinna lausna eru mælaborð af ýmsu tagi, viðburðadagatöl, kort og annað þess háttar. Lausnir fyrir önnur svið hafa setið á hakanum. Enn í dag vantar mikið af grunnlausnum t.d. á skóla- og frístundasviði en þar hefði stafræn vegferð átt að byrja og í samvinnu við önnur sveitarfélög. Í gögnum frá skóla- og frístundasviði segir m.a. „að ekki verði hjá því litið að þjónustu- og nýsköpunarsvið beri ábyrgð á upplýsingatækni og gagnastjórnun Reykjavíkurborgar og þjónustu á þeim sviðum“. Flokkur fólksins hefur hlustað á uppskrúfaðar kynningar í borgarráði ár eftir ár um þau verkefni sem flest eru alltaf „í vinnslu“. Ósjaldan er tekið fram að árangur sviðsins sé á heimsmælikvarða – án þess að einhver rök séu færð fyrir þeim fullyrðingum. Stafrænt ráð var stofnað sérstaklega fyrir þennan málaflokk við upphaf síðasta kjörtímabils en hann tilheyrði áður öðru sviði borgarinnar. Illa farið með fjármagn Það er ömurlegt að horfa upp á alla þá sóun og bruðl sem átt hefur sér stað á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Núverandi meirihluti heldur áfram að vera sama gagnrýnislausa málpípa þessa sviðs þrátt fyrir að það blasi við að farið sé með fjármagn af mikilli lausung og ábyrgðarleysi. Tugum milljóna hefur verið eytt í dýran húsbúnað, dýran tækjakost, skemmtanaviðburði með tilheyrandi veitingum og kaupum á erlendri ráðgjöf sem óljóst er hvernig hefur skilað sér í verkefnin. Uppgötvunar,- tilrauna,- og þróunarfasi Þrjú uppáhaldsorð ÞON er „uppgötvunarfasi, tilraunafasi og þróunarfasi“. Samstarf við ríki og önnur sveitarfélög hófst seint og er lítið og yfirborðskennt eftir því sem Flokkur fólksins kemst næst þrátt fyrir augljósan ávinning sem slíkt samstarf felur í sér. Vel hefði verið hægt að kaupa sig strax inn í fleiri kjarnavörur frá Stafræn Ísland og verið frá byrjun í þéttu samstarfi og samvinnu við Samband Íslenskra sveitarfélaga. Samlegðaráhrif og samþætt virkni og útlit stafrænna lausna er öllum í hag – ekki síst almenningi sem þarf að nýta sér þjónustuna. „Startup kúltúr“ Fulltrúar Flokks fólksins töldu að loksins hefði einhver vaknað og gert sér grein fyrir þessu gegndarlausa bruðli þegar fréttir bárust að leggja ætti niður skrifstofu sviðsstjóra og færa verkefnin annað. En það virðist því miður ekki hafa verið raunin. Stafrænni vegferð borgarinnar hefur verið líkt við fyrirbærið „Startup cult“ sem skilgreinist m.a. þannig að ásýndin og umgjörðin skiptir öllu en minna er um vöru og vöruskil. Þjónustu- og nýsköpunarsvið minnir sannarlega á hugmyndafræði þeirra tegunda fyrirtækja sem leggja upp með áætlanir sem alls óvíst er að muni verða að veruleika og þar sem farið er með fjármagn eins og um áhættufjármagn sé að ræða. Margir gáttaðir Fulltrúar Flokks fólksins eru ekki þeir einu sem gagnrýnt hafa framkvæmd stafrænnar umbreytingar borgarinnar, heldur hafa Samtök iðnaðarins og margir fleiri s.s.einkafyrirtæki og einstaklingar gert það einnig. Flokkur fólksins fær daglegar ábendingar frá þeim sem þekkja til þessara mála hjá borginni og hafa gjörsamlega blöskrað bruðlið. Opinberir fjármunir eins og skattur og útsvar á aldrei að vera meðhöndlað af áhættusæknum stjórnendum eins og hvert annað áhættufjármagn sem ekkert er víst að muni skila sér í verðmætum. Höfundar eru Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og Einar Sveinbjörn Guðmundsson, kerfisfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vissulega hafa einhverjar stafrænar lausnir litið dagsins ljós síðustu ár en tilbúnar afurðir eru hins vegar ekki í neinu samhengi við það ævintýralega fjármagn sem nú þegar er búið að eyða. Allt of mörg verkefni hafa verið illa skilgreind og mörg hafa dagað uppi í tilraunasmiðjum ÞON eða hafa einfaldlega ekki enn litið dagsins ljós. Á stuttum tíma er búið að eyða yfir 20 milljörðum króna í stafræna umbreytingu á vegum ÞON (þjónustu- og nýsköpunarsviðs). Stór hluti tilbúinna lausna eru mælaborð af ýmsu tagi, viðburðadagatöl, kort og annað þess háttar. Lausnir fyrir önnur svið hafa setið á hakanum. Enn í dag vantar mikið af grunnlausnum t.d. á skóla- og frístundasviði en þar hefði stafræn vegferð átt að byrja og í samvinnu við önnur sveitarfélög. Í gögnum frá skóla- og frístundasviði segir m.a. „að ekki verði hjá því litið að þjónustu- og nýsköpunarsvið beri ábyrgð á upplýsingatækni og gagnastjórnun Reykjavíkurborgar og þjónustu á þeim sviðum“. Flokkur fólksins hefur hlustað á uppskrúfaðar kynningar í borgarráði ár eftir ár um þau verkefni sem flest eru alltaf „í vinnslu“. Ósjaldan er tekið fram að árangur sviðsins sé á heimsmælikvarða – án þess að einhver rök séu færð fyrir þeim fullyrðingum. Stafrænt ráð var stofnað sérstaklega fyrir þennan málaflokk við upphaf síðasta kjörtímabils en hann tilheyrði áður öðru sviði borgarinnar. Illa farið með fjármagn Það er ömurlegt að horfa upp á alla þá sóun og bruðl sem átt hefur sér stað á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Núverandi meirihluti heldur áfram að vera sama gagnrýnislausa málpípa þessa sviðs þrátt fyrir að það blasi við að farið sé með fjármagn af mikilli lausung og ábyrgðarleysi. Tugum milljóna hefur verið eytt í dýran húsbúnað, dýran tækjakost, skemmtanaviðburði með tilheyrandi veitingum og kaupum á erlendri ráðgjöf sem óljóst er hvernig hefur skilað sér í verkefnin. Uppgötvunar,- tilrauna,- og þróunarfasi Þrjú uppáhaldsorð ÞON er „uppgötvunarfasi, tilraunafasi og þróunarfasi“. Samstarf við ríki og önnur sveitarfélög hófst seint og er lítið og yfirborðskennt eftir því sem Flokkur fólksins kemst næst þrátt fyrir augljósan ávinning sem slíkt samstarf felur í sér. Vel hefði verið hægt að kaupa sig strax inn í fleiri kjarnavörur frá Stafræn Ísland og verið frá byrjun í þéttu samstarfi og samvinnu við Samband Íslenskra sveitarfélaga. Samlegðaráhrif og samþætt virkni og útlit stafrænna lausna er öllum í hag – ekki síst almenningi sem þarf að nýta sér þjónustuna. „Startup kúltúr“ Fulltrúar Flokks fólksins töldu að loksins hefði einhver vaknað og gert sér grein fyrir þessu gegndarlausa bruðli þegar fréttir bárust að leggja ætti niður skrifstofu sviðsstjóra og færa verkefnin annað. En það virðist því miður ekki hafa verið raunin. Stafrænni vegferð borgarinnar hefur verið líkt við fyrirbærið „Startup cult“ sem skilgreinist m.a. þannig að ásýndin og umgjörðin skiptir öllu en minna er um vöru og vöruskil. Þjónustu- og nýsköpunarsvið minnir sannarlega á hugmyndafræði þeirra tegunda fyrirtækja sem leggja upp með áætlanir sem alls óvíst er að muni verða að veruleika og þar sem farið er með fjármagn eins og um áhættufjármagn sé að ræða. Margir gáttaðir Fulltrúar Flokks fólksins eru ekki þeir einu sem gagnrýnt hafa framkvæmd stafrænnar umbreytingar borgarinnar, heldur hafa Samtök iðnaðarins og margir fleiri s.s.einkafyrirtæki og einstaklingar gert það einnig. Flokkur fólksins fær daglegar ábendingar frá þeim sem þekkja til þessara mála hjá borginni og hafa gjörsamlega blöskrað bruðlið. Opinberir fjármunir eins og skattur og útsvar á aldrei að vera meðhöndlað af áhættusæknum stjórnendum eins og hvert annað áhættufjármagn sem ekkert er víst að muni skila sér í verðmætum. Höfundar eru Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og Einar Sveinbjörn Guðmundsson, kerfisfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun