Innlent

Sara Elísa­bet hættir sem sveitar­stjóri

Atli Ísleifsson skrifar
Sara Elísabet Svansdóttir mun láta af störfum sem sveitarstjóri á föstudaginn.
Sara Elísabet Svansdóttir mun láta af störfum sem sveitarstjóri á föstudaginn. Vísir

Sara Elísabet Svandóttir mun láta af störfum sem sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps á föstudag. Samkomulag hefur náðst um starfslok. 

Þetta kemur fram á vef Vopnafjarðarhrepps. Þar kemur fram að sveit­ar­stjóri hafi fyrst starfað sem skrif­stofu­stjóri frá árinu 2019 og síðar sem sveit­ar­stjóri frá árinu 2020. 

„Sveit­ar­stjóri hefur staðið með sveit­ar­stjórn í að leysa mörg flókin mál sem snúa að stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lagsins og þakkar sveit­ar­stjórn Söru Elísabet fyrir stam­starfið og óskar henni velfarn­aðar í fram­tíð­inni.

Sara Elísabet Svans­dóttir þakkar fyrir góð kynni og samskipti í gegnum árin og þakkar samstarfs­fólki sínu fyrir gott samstarf,“ segir í tilkynningunni.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum í gær að oddviti, ​Axel Örn Sveinbjörnsson, tæki að sér verkefni sveitarstjóra tímabundið þar til nýr einstaklingur hefur verið ráðinn í starfið. Jafnframt færi oddviti með prókúru sveitarfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×