Obbekjær er 21 árs og hóf ferilinn með OB í heimalandinu. Hann lék til skamms tíma með York United í Kanada en gekk til liðs við 07 Vestur í Færeyjum í fyrra. Obbekjær átti gott tímabil með 07 Vestur, var fyrirliði liðsins og valinn í lið tímabilsins í færeysku úrvalsdeildinni. Á ferilskrá Obbekjærs eru tuttugu leikir fyrir yngri landslið Danmerkur.
Á sunnudaginn tilkynnti Breiðablik um komu norska framherjans Benjamins Stokke. Auk þeirra Obbekjærs hafa Blikar fengið Arnór Gauta Jónsson, Aron Bjarnason og Kristin Jónsson.
Á síðasta tímabili endaði Breiðablik í 4. sæti Bestu deildarinnar og komst í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Breiðablik mætir FH á heimavelli í 1. umferð Bestu deildarinnar mánudaginn 8. apríl.