„Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2024 20:18 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. „Þetta var bara svolítil brekka allan leikinn. Þeir mættu bara miklu betur gíraðir og voru miklu betri fyrstu tíu mínúturnar og þá líður manni eins og maður sé að elta allan leikinn eftir það,“ sagði Ásgeir Örn í leikslok. „Við gerum auðvitað einhverjar atlögur, en það kostar ógeðslega mikinn kraft. Svo verður þetta bara flatt aftur og þeir ná aftur upp fimm marka forskoti. Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það.“ Þá segir Ásgeir að slæm byrjun, bæði í fyrri og seinni hálfleik, hafi kostað Haukaliðið mikið. „Já, þá fer leikplanið svolítið út um þúfur þegar maður þarf að vera að elta svona mikið. Mér fannst við samt vera að ná aðeins að breyta taktinum, en það vantaði alltaf þetta smá upp á til að jafna. Þá vorum við að láta verja frá okkur eða skjóta í slána eða missum frákast varnarlega. Þetta er bara dæma um það að ef maður er ekki með kveikt á sér allan tíman þá dettur þetta bara hinum megin.“ Hann bætir þó einnig við að þrátt fyrir að Haukar hafi misst ÍBV langt fram úr sér undir lokinn hafi hann ekki fengið það á tilfinninguna að leikmenn hafi nokkrun tíma misst trú á verkefninu. „Nei alls ekki. Það er þarna 28-26 og við spilum fína vörn þar, höndin komin upp en hægri skyttan kemur upp og skorar. Bara týpískt fyrir það hvernig leikurinn var. Við hefðum getað haldið þessu áhlaupi áfram og minnkað niður í eitt og þá hefði þetta orðið alvöru leikur.“ Að lokum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að Haukar hafi unnið tíu marka sigur gegn ÍBV síðast þegar liðin mættust fyrir rétt rúmum mánuði hafi það ekki gefið nein fyrirheit um leik kvöldsins. „Ég held að við þurfum að fara bara mjög varlega í að meta þann leik. Við mættum klárir í þann leik og vorum komnir 8-9 mörkum yfir eftir korter. Augljóslega voru þeir bara mjög þungir og ekki tilbúnir eftir janúarmánuðinn.“ „Þannig að í undirbúningnum fyrir þennan leik fór ég mjög varlega í það að bera þessa leiki eitthvað mikið saman. Ég vissi alveg að þeir myndu mæta með miklu betra lið hingað í dag og sú varð raunin,“ sagði Ásgeir að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
„Þetta var bara svolítil brekka allan leikinn. Þeir mættu bara miklu betur gíraðir og voru miklu betri fyrstu tíu mínúturnar og þá líður manni eins og maður sé að elta allan leikinn eftir það,“ sagði Ásgeir Örn í leikslok. „Við gerum auðvitað einhverjar atlögur, en það kostar ógeðslega mikinn kraft. Svo verður þetta bara flatt aftur og þeir ná aftur upp fimm marka forskoti. Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það.“ Þá segir Ásgeir að slæm byrjun, bæði í fyrri og seinni hálfleik, hafi kostað Haukaliðið mikið. „Já, þá fer leikplanið svolítið út um þúfur þegar maður þarf að vera að elta svona mikið. Mér fannst við samt vera að ná aðeins að breyta taktinum, en það vantaði alltaf þetta smá upp á til að jafna. Þá vorum við að láta verja frá okkur eða skjóta í slána eða missum frákast varnarlega. Þetta er bara dæma um það að ef maður er ekki með kveikt á sér allan tíman þá dettur þetta bara hinum megin.“ Hann bætir þó einnig við að þrátt fyrir að Haukar hafi misst ÍBV langt fram úr sér undir lokinn hafi hann ekki fengið það á tilfinninguna að leikmenn hafi nokkrun tíma misst trú á verkefninu. „Nei alls ekki. Það er þarna 28-26 og við spilum fína vörn þar, höndin komin upp en hægri skyttan kemur upp og skorar. Bara týpískt fyrir það hvernig leikurinn var. Við hefðum getað haldið þessu áhlaupi áfram og minnkað niður í eitt og þá hefði þetta orðið alvöru leikur.“ Að lokum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að Haukar hafi unnið tíu marka sigur gegn ÍBV síðast þegar liðin mættust fyrir rétt rúmum mánuði hafi það ekki gefið nein fyrirheit um leik kvöldsins. „Ég held að við þurfum að fara bara mjög varlega í að meta þann leik. Við mættum klárir í þann leik og vorum komnir 8-9 mörkum yfir eftir korter. Augljóslega voru þeir bara mjög þungir og ekki tilbúnir eftir janúarmánuðinn.“ „Þannig að í undirbúningnum fyrir þennan leik fór ég mjög varlega í það að bera þessa leiki eitthvað mikið saman. Ég vissi alveg að þeir myndu mæta með miklu betra lið hingað í dag og sú varð raunin,“ sagði Ásgeir að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
„Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33