„Ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2024 20:41 Magnús Stefánsson (t.h.) fer yfir stöðuna með Erlingi Richardssyni. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, gat leyft sér að fagna í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í kvöld, 33-27. „Tilfinningin er bara eins og alltaf þegar við mætum í höllina. Þetta er geggjuð tilfinning, ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt,“ sagði Magnús í leikslok. Aðeins er rétt rúmur mánuður síðan ÍBV tapaði gegn Haukum með tíu marka mun, en Eyjamenn virðast alltaf mæta rétt stemmdir til leiks þegar liðið finnur lykt af bikar. „Það má alveg segja það. Við erum alltaf alveg extra fókuseraðir þegar komið er í stóru leikina og á stóra sviðið. Fyrri leikurinn á móti þeim skrifast bara á þjálfarateymið. Við tókum enga æfingaleiki og það er eins og það er, það er bara búið og gert. Við erum ekkert að pæla í því núna.“ „Fókusinn á þetta verkefni er búinn að vera alveg frábær hjá strákunum og við erum búnir að vera í þvílíkum ham á æfingum og öllum fundum. Þetta er bara alveg magnaður hópur.“ ÍBV missti Ívar Bessa Viðarsson í meiðsli snemma leiks, en þrátt fyrir það hversu mikilvægur leikmaður ÍVar er virtust Eyjamenn vera klárir með plan B, C og D. „Að sjálfsögðu leggjumst við aðeins extra yfir svona leiki og búum okkur til plan A, B, C og jafnvel D. Þeir sem leystu Ívar af stóðu sig með prýði og gerðu það mjög vel.“ „Ívar er okkur gríðarlega mikilvægur og sennilega einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Án þess að vera að taka hann eitthvað sérstaklega út fyrir sviga þá er þetta okkar mikilvægasti leikmaður og það er vont að missa hann, en svona er bara boltinn. Menn lenda í allskonar skakkaföllum á ferlinum og þetta var eitt af þeim fyrir hann, en hann verður bara klár á laugardaginn.“ Þá þótti Magnúsi sínir menn hafa góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda, þrátt fyrir góð áhlaup Hauka. „Mér fannst við ná að rúlla liðinu mjög vel í leiknum. Það er framlag frá öllum og allir með mínútur. Menn eru núna inni í klefa dansandi bara af því að þeir hafa orku í það. Petar var frábær í markinu og það er eiginlega bara sama hvar maður lýtur á þetta, heilt yfir var þetta bara frábær frammistaða hjá liðinu.“ Að lokum segist hann ekki eiga sér neinn óskamótherja í bikarúrslitum, en þegar þetta er ritað eru Valsmenn þremur mörkum yfir gegn Stjörnunni í hinum undanúrslitaleiknum þegar fyrri hálfleikur er rétt rúmlega hálfnaður. „Nei, þú ferð ekkert í Final 4 í höllinni án þess að vera með frábært lið og þessi keppni á sér bara sitt einstaka líf. Það er enginn veri eða betri mótherji í þessu. Það eru allir með kveikt á sér og skiptir mig engu máli hverjum við mætum,“ sagði Ásgeir að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 „Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Tilfinningin er bara eins og alltaf þegar við mætum í höllina. Þetta er geggjuð tilfinning, ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt,“ sagði Magnús í leikslok. Aðeins er rétt rúmur mánuður síðan ÍBV tapaði gegn Haukum með tíu marka mun, en Eyjamenn virðast alltaf mæta rétt stemmdir til leiks þegar liðið finnur lykt af bikar. „Það má alveg segja það. Við erum alltaf alveg extra fókuseraðir þegar komið er í stóru leikina og á stóra sviðið. Fyrri leikurinn á móti þeim skrifast bara á þjálfarateymið. Við tókum enga æfingaleiki og það er eins og það er, það er bara búið og gert. Við erum ekkert að pæla í því núna.“ „Fókusinn á þetta verkefni er búinn að vera alveg frábær hjá strákunum og við erum búnir að vera í þvílíkum ham á æfingum og öllum fundum. Þetta er bara alveg magnaður hópur.“ ÍBV missti Ívar Bessa Viðarsson í meiðsli snemma leiks, en þrátt fyrir það hversu mikilvægur leikmaður ÍVar er virtust Eyjamenn vera klárir með plan B, C og D. „Að sjálfsögðu leggjumst við aðeins extra yfir svona leiki og búum okkur til plan A, B, C og jafnvel D. Þeir sem leystu Ívar af stóðu sig með prýði og gerðu það mjög vel.“ „Ívar er okkur gríðarlega mikilvægur og sennilega einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Án þess að vera að taka hann eitthvað sérstaklega út fyrir sviga þá er þetta okkar mikilvægasti leikmaður og það er vont að missa hann, en svona er bara boltinn. Menn lenda í allskonar skakkaföllum á ferlinum og þetta var eitt af þeim fyrir hann, en hann verður bara klár á laugardaginn.“ Þá þótti Magnúsi sínir menn hafa góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda, þrátt fyrir góð áhlaup Hauka. „Mér fannst við ná að rúlla liðinu mjög vel í leiknum. Það er framlag frá öllum og allir með mínútur. Menn eru núna inni í klefa dansandi bara af því að þeir hafa orku í það. Petar var frábær í markinu og það er eiginlega bara sama hvar maður lýtur á þetta, heilt yfir var þetta bara frábær frammistaða hjá liðinu.“ Að lokum segist hann ekki eiga sér neinn óskamótherja í bikarúrslitum, en þegar þetta er ritað eru Valsmenn þremur mörkum yfir gegn Stjörnunni í hinum undanúrslitaleiknum þegar fyrri hálfleikur er rétt rúmlega hálfnaður. „Nei, þú ferð ekkert í Final 4 í höllinni án þess að vera með frábært lið og þessi keppni á sér bara sitt einstaka líf. Það er enginn veri eða betri mótherji í þessu. Það eru allir með kveikt á sér og skiptir mig engu máli hverjum við mætum,“ sagði Ásgeir að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 „Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06 „Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33
„Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. 6. mars 2024 20:06
„Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. 6. mars 2024 20:18