Innlent

Til­nefningar í biskups­kjöri hefjast á ný

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kosið verður um nýjan biskup í apríl.
Kosið verður um nýjan biskup í apríl. Vísir/Vilhelm

Tilnefningar í biskupskjöri hefjast í dag en um er að ræða aðra umferð eftir að tæknileg vandamál urðu til þess að ekki var hægt að telja atkvæði eftir fyrstu atrennu.

Um 160 manns, prestar og djáknar, hafa tilnefningarrétt og geta tilnefnt allt að þrjá einstaklinga sem þeir vilja sjá í biskupskjöri. Tilnefningarferlið stendur til klukkan 12 þriðjudaginn 12. mars en þá verða atkvæði talin.

Þeir þrír sem hljóta flestar tilnefningar verða í framboði til biskups, sem verður kjörinn í atkvæðagreiðslu sem mun standa yfir frá klukkan 12 fimmtudaginn 11. apríl til klukkan 12 þriðjudaginn 16. apríl.

Sjö hafa lýst áhuga á biskupsembættinu; Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir.

Þá hefur Svavar Alfreð Jónsson einnig verið nefndur en gefið óskýr svör um hvort hann taki við tilnefningum.


Tengdar fréttir

Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×