Velkomnir Svíar Þórir Guðmundsson skrifar 7. mars 2024 10:15 Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. Svíar hafa í raun tekið síaukinn þátt í varnarsamstarfi á vegum NATO undanfarin misseri í aðdraganda aðildarinnar. En formleg aðildi skiptir máli því þá virkjast fimmta grein stofnsáttmála bandalagsins um að árás á einn sé árás á alla. Eftir að Sovétríkin hrundu 1991var Rússum á margan hátt tekið opnum örmum af samfélagi vestrænna þjóða. Ásamt með öðrum Austur-Evrópuríkjum tók Rússland þátt í formlegu samstarfi við NATO, samstarfi í þágu friðar, og frá 1997 tók Rússlandsforseti þátt í G-8 fundum valdamestu ríkja heims. Flest NATO ríki töldu sig geta andað léttar og varið fjármunum til aukinnar uppbyggingar heima fyrir fremur en í vopn. En svo hrönnuðust upp óveðursský í austri. Í vel á annan áratug hefur stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sýnt klærnar gagnvart löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum eða Rússlandi keisaratímans. Um það vitna innrásir í Georgíu 2008 og Úkraínu 2014. Eftir hina misheppnuðu allsherjarinnrás í Úkraínu 24. febrúar 2022 hafa rússnesk stjórnvöld dælt fjármunum í herinn sem aldrei fyrr í því skyni að koma í veg fyrir niðurlægjandi ósigur. Efnahagslífið snýst nú um stríðsreksturinn og er farið að líkjast á vissan hátt gamla sovéska hagkerfinu, með mikilli framleiðslu og lítilli neyslu - en töluverðri getu til að heyja stríð. Eystrasaltsþjóðirnar þrjár - Eistland, Lettland og Litháen - þreytast ekki við að benda bandamönnum sínum í NATO á hættuna sem stafar af Rússum. Æðstu ráðamenn í Moskvu tala vart lengur undir rós þegar þeir ógna þessum fámennu þjóðum. Þær hafa notið sjálfstæðis síðastliðna þrjá áratugi og ætla ekki að missa það aftur. Í Eistlandi efast ráðamenn ekkert um vilja Rússa til að fara gegn sínum gömlu nýlendum, en telja að þeir hafi varla getu til þess fyrr en eftir þrjú til fimm ár. Við þær aðstæður er innganga Svía í Atlantshafsbandalagið Eystrasaltsþjóðunum gífurlegur styrkur. Til viðbótar landbrúnni yfir til NATO-ríkjanna á meginlandi Evrópu í gegnum svokallað Suwalki-hlið til suðurs geta þau nú einnig reitt sig á stuðning Finna og Svía úr norðri. Athafnarými Rússa í Eystrasaltinu þrengist svo um munar. Til staðfestingar ætlun sinni að verja Eystrasaltsríkin árásum ráðgera Svíar að senda herlið til Lettlands undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. Með öflugri vörnum heima fyrir og fjölgun bandamanna í nánasta umhverfi telja Eystrasaltsþjóðirnar þrjár sig mega vona að gamla heimsveldið í austri hugsi sig um tvisvar, og jafnvel þrisvar, áður en það rennir aftur hýru auga til þeirra. Á norðurslóðum styrkist varnarsamstarf norrænna ríkja enn meir. Ekki er lengur stór hvít eyða á NATO-kortinu þar sem Svíþjóð er. Samanlagt eiga Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland 230 orrustuflugvélar, fleiri en til dæmis Bretar og Þjóðverjar einir. Sænskir flugmenn hafa þegar æft lendingar Gripen orrustuflugvéla á finnskum vegum, sem sýnir hvort tveggja, hversu náið norrænt varnarsamstarf er nú þegar og hversu mikilvægt það er fyrir Finna að hafa Svía sér að baki sem formlega bandamenn ef til átaka kemur á 1.340 kílómetra landamærunum við Rússland. Biðin eftir inngöngu Svía hefur verið löng og tekið á taugar margra. Með henni sýna vestræn lönd samtakamátt á tímum vaxandi viðsjár. Árásarstríð Rússa í Úkraínu, sem hefur kostað hundruð þúsunda manna lífið, minnir á það hvað er í húfi. Margir munu því anda því léttar þegar gengið hefur verið frá skjölunum sem staðfesta aðild Svíþjóðar í Washington í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Guðmundsson NATO Svíþjóð Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. Svíar hafa í raun tekið síaukinn þátt í varnarsamstarfi á vegum NATO undanfarin misseri í aðdraganda aðildarinnar. En formleg aðildi skiptir máli því þá virkjast fimmta grein stofnsáttmála bandalagsins um að árás á einn sé árás á alla. Eftir að Sovétríkin hrundu 1991var Rússum á margan hátt tekið opnum örmum af samfélagi vestrænna þjóða. Ásamt með öðrum Austur-Evrópuríkjum tók Rússland þátt í formlegu samstarfi við NATO, samstarfi í þágu friðar, og frá 1997 tók Rússlandsforseti þátt í G-8 fundum valdamestu ríkja heims. Flest NATO ríki töldu sig geta andað léttar og varið fjármunum til aukinnar uppbyggingar heima fyrir fremur en í vopn. En svo hrönnuðust upp óveðursský í austri. Í vel á annan áratug hefur stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sýnt klærnar gagnvart löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum eða Rússlandi keisaratímans. Um það vitna innrásir í Georgíu 2008 og Úkraínu 2014. Eftir hina misheppnuðu allsherjarinnrás í Úkraínu 24. febrúar 2022 hafa rússnesk stjórnvöld dælt fjármunum í herinn sem aldrei fyrr í því skyni að koma í veg fyrir niðurlægjandi ósigur. Efnahagslífið snýst nú um stríðsreksturinn og er farið að líkjast á vissan hátt gamla sovéska hagkerfinu, með mikilli framleiðslu og lítilli neyslu - en töluverðri getu til að heyja stríð. Eystrasaltsþjóðirnar þrjár - Eistland, Lettland og Litháen - þreytast ekki við að benda bandamönnum sínum í NATO á hættuna sem stafar af Rússum. Æðstu ráðamenn í Moskvu tala vart lengur undir rós þegar þeir ógna þessum fámennu þjóðum. Þær hafa notið sjálfstæðis síðastliðna þrjá áratugi og ætla ekki að missa það aftur. Í Eistlandi efast ráðamenn ekkert um vilja Rússa til að fara gegn sínum gömlu nýlendum, en telja að þeir hafi varla getu til þess fyrr en eftir þrjú til fimm ár. Við þær aðstæður er innganga Svía í Atlantshafsbandalagið Eystrasaltsþjóðunum gífurlegur styrkur. Til viðbótar landbrúnni yfir til NATO-ríkjanna á meginlandi Evrópu í gegnum svokallað Suwalki-hlið til suðurs geta þau nú einnig reitt sig á stuðning Finna og Svía úr norðri. Athafnarými Rússa í Eystrasaltinu þrengist svo um munar. Til staðfestingar ætlun sinni að verja Eystrasaltsríkin árásum ráðgera Svíar að senda herlið til Lettlands undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. Með öflugri vörnum heima fyrir og fjölgun bandamanna í nánasta umhverfi telja Eystrasaltsþjóðirnar þrjár sig mega vona að gamla heimsveldið í austri hugsi sig um tvisvar, og jafnvel þrisvar, áður en það rennir aftur hýru auga til þeirra. Á norðurslóðum styrkist varnarsamstarf norrænna ríkja enn meir. Ekki er lengur stór hvít eyða á NATO-kortinu þar sem Svíþjóð er. Samanlagt eiga Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland 230 orrustuflugvélar, fleiri en til dæmis Bretar og Þjóðverjar einir. Sænskir flugmenn hafa þegar æft lendingar Gripen orrustuflugvéla á finnskum vegum, sem sýnir hvort tveggja, hversu náið norrænt varnarsamstarf er nú þegar og hversu mikilvægt það er fyrir Finna að hafa Svía sér að baki sem formlega bandamenn ef til átaka kemur á 1.340 kílómetra landamærunum við Rússland. Biðin eftir inngöngu Svía hefur verið löng og tekið á taugar margra. Með henni sýna vestræn lönd samtakamátt á tímum vaxandi viðsjár. Árásarstríð Rússa í Úkraínu, sem hefur kostað hundruð þúsunda manna lífið, minnir á það hvað er í húfi. Margir munu því anda því léttar þegar gengið hefur verið frá skjölunum sem staðfesta aðild Svíþjóðar í Washington í dag. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun