Sjómannafélag Íslands - stéttarfélag til málamynda? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 7. mars 2024 11:47 Öll stéttarfélög sjómanna hafa nú samþykkt kjarasamninga til langs tíma við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Með hinum nýju samningum er kveðið á um töluverðar kjarabætur og aukin réttindi til handa félagsmönnum allra þessara stéttarfélaga. Þrátt fyrir fyrrgreint er nokkur fjöldi sjómanna á skipum sem gerð eru út af fyrirtækjum innan vébanda SFS með lausa kjarasamninga og hafa verið allt frá árslokum 2019. Um er að ræða sjómenn sem eiga aðild að Sjómannafélagi Íslands, félagi sem virðist vera málamyndastéttarfélag. Fyrir það líða hlutaðeigandi sjómenn. Fyrirsvarsmenn hins svokallaða stéttarfélags hafa engan vilja sýnt til þess að semja um kaup og kjör sinna félagsmanna. Ekki hefur verið óskað funda, ekki hafa verið lagðar fram tillögur og ekkert hefur í raun verið lagt til málanna af hálfu fyrirsvarsmanna hins svokallaða stéttarfélags á þeim langa tíma sem liðinn er frá því kjarasamningar losnuðu fyrir ríflega fjórum árum síðan. Við alvarlegt athafnaleysi hins svokallaða stéttarfélags bætist síðan, að fyrirsvarsmenn þess hafa ítrekað farið með rangt mál í skemmdarstarfsemi sinni gagnvart þeim stéttarfélögum sem hafa unnið í þágu sinna félagsmanna við að ná hagfelldum kjarasamningum og þar með bættum kjörum fyrir sína félagsmenn. Engir kjarasamningar eru yfir gagnrýni hafnir og í samningum tveggja nær hvorugur öllu sínu fram. Skoðanir eru því vafalaust skiptar á kröfugerðum og kjarasamningum, bæði á meðal félagsmanna stéttarfélaganna og félagsmanna SFS. Undan þeim veruleika verður ekki vikist. Það má hins vegar gera þá kröfu að í skoðanaskiptum sé farið rétt með staðreyndir og málefnaleg rök sett fram. Þess hefur ekki orðið vart í orðræðu fyrirsvarsmanna Sjómannafélags Íslands. Svo virðist sem hið svokallaða stéttarfélag hafi ætlað að leika sambærilegan leik nú og fyrir ríflega ári síðan, þegar öll stéttarfélög sjómanna skrifuðu undir kjarasamninga við SFS. Þeir samningar voru felldir af öllum félögum nema Félagi skipstjórnarmanna. Í aðdraganda þeirra samninga lagði Sjómannafélag Íslands ekkert til málanna. Félagið skrifaði hins vegar undir hlutaðeigandi samninga og hóf síðan linnulausa niðurrifsstarfsemi um sömu samninga. Eftir að kjarasamningarnir voru felldir hefur ekkert heyrst frá félaginu og allt er á huldu um hvers háttar kjarabætur félagsmenn þess óskuðu sér. Af þeim sökum hefur SFS nú gert kjarasamninga við þau félög sem tefldu fram skýrum kröfum og tillögum til úrbóta á þeim samningum sem felldir voru. Það gerði Sjómannafélag Íslands ekki og við það situr. Það er ábyrgðarhluti að starfrækja stéttarfélag. Slíkt félag er mikilvægur hirðir bæði réttinda og fjármuna félagsmanna sinna. Það félag sem sinnir ekki grunnskyldum gagnvart félagsmönnum, sem starfa á skipum innan vébanda SFS, getur ekki átt heimtingu á því að við það séu gerðir kjarasamningar. Á þeim stað er Sjómannafélag Íslands. Hjá hinu svokallaða stéttarfélagi þurfa fyrirsvarsmenn einfaldlega að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart SFS og ekki síður gagnvart sínum félagsmönnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Öll stéttarfélög sjómanna hafa nú samþykkt kjarasamninga til langs tíma við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Með hinum nýju samningum er kveðið á um töluverðar kjarabætur og aukin réttindi til handa félagsmönnum allra þessara stéttarfélaga. Þrátt fyrir fyrrgreint er nokkur fjöldi sjómanna á skipum sem gerð eru út af fyrirtækjum innan vébanda SFS með lausa kjarasamninga og hafa verið allt frá árslokum 2019. Um er að ræða sjómenn sem eiga aðild að Sjómannafélagi Íslands, félagi sem virðist vera málamyndastéttarfélag. Fyrir það líða hlutaðeigandi sjómenn. Fyrirsvarsmenn hins svokallaða stéttarfélags hafa engan vilja sýnt til þess að semja um kaup og kjör sinna félagsmanna. Ekki hefur verið óskað funda, ekki hafa verið lagðar fram tillögur og ekkert hefur í raun verið lagt til málanna af hálfu fyrirsvarsmanna hins svokallaða stéttarfélags á þeim langa tíma sem liðinn er frá því kjarasamningar losnuðu fyrir ríflega fjórum árum síðan. Við alvarlegt athafnaleysi hins svokallaða stéttarfélags bætist síðan, að fyrirsvarsmenn þess hafa ítrekað farið með rangt mál í skemmdarstarfsemi sinni gagnvart þeim stéttarfélögum sem hafa unnið í þágu sinna félagsmanna við að ná hagfelldum kjarasamningum og þar með bættum kjörum fyrir sína félagsmenn. Engir kjarasamningar eru yfir gagnrýni hafnir og í samningum tveggja nær hvorugur öllu sínu fram. Skoðanir eru því vafalaust skiptar á kröfugerðum og kjarasamningum, bæði á meðal félagsmanna stéttarfélaganna og félagsmanna SFS. Undan þeim veruleika verður ekki vikist. Það má hins vegar gera þá kröfu að í skoðanaskiptum sé farið rétt með staðreyndir og málefnaleg rök sett fram. Þess hefur ekki orðið vart í orðræðu fyrirsvarsmanna Sjómannafélags Íslands. Svo virðist sem hið svokallaða stéttarfélag hafi ætlað að leika sambærilegan leik nú og fyrir ríflega ári síðan, þegar öll stéttarfélög sjómanna skrifuðu undir kjarasamninga við SFS. Þeir samningar voru felldir af öllum félögum nema Félagi skipstjórnarmanna. Í aðdraganda þeirra samninga lagði Sjómannafélag Íslands ekkert til málanna. Félagið skrifaði hins vegar undir hlutaðeigandi samninga og hóf síðan linnulausa niðurrifsstarfsemi um sömu samninga. Eftir að kjarasamningarnir voru felldir hefur ekkert heyrst frá félaginu og allt er á huldu um hvers háttar kjarabætur félagsmenn þess óskuðu sér. Af þeim sökum hefur SFS nú gert kjarasamninga við þau félög sem tefldu fram skýrum kröfum og tillögum til úrbóta á þeim samningum sem felldir voru. Það gerði Sjómannafélag Íslands ekki og við það situr. Það er ábyrgðarhluti að starfrækja stéttarfélag. Slíkt félag er mikilvægur hirðir bæði réttinda og fjármuna félagsmanna sinna. Það félag sem sinnir ekki grunnskyldum gagnvart félagsmönnum, sem starfa á skipum innan vébanda SFS, getur ekki átt heimtingu á því að við það séu gerðir kjarasamningar. Á þeim stað er Sjómannafélag Íslands. Hjá hinu svokallaða stéttarfélagi þurfa fyrirsvarsmenn einfaldlega að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart SFS og ekki síður gagnvart sínum félagsmönnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun