Liverpool tryggði sig nánast á­fram

Sindri Sverrisson skrifar
Darwin Nunez skoraði tvennu í Prag í kvöld og fagnaði vel.
Darwin Nunez skoraði tvennu í Prag í kvöld og fagnaði vel. Getty/Marco Steinbrenner

Liverpool er svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 5-1 sigur gegn Sparta Prag í Tékklandi í kvöld. Það virðist því nánast formsatriði að spila seinni leikinn í Liverpool.

Alexis Mac Allister nældi í vítaspyrnu eftir fimm mínútna leik og skoraði af miklu öryggi úr henni sjálfur. Darwin Núnez sá svo til þess að staðan væri orðin 3-0 í hálfleik, með tveimur föstum skotum. 

Heimamenn voru oft nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum og fengu loksins mark í upphafi seinni hálfleiks þegar Conor Bradley skoraði skrautlegt sjálfsmark. Það kom þó ekki að sök því Luis Díaz og Dominik Szoboszlai bættu við mörkum fyrir gestina og innsigluðu afar öruggan sigur.

Mohamed Salah sneri sömuleiðis aftur til keppni eftir meiðsli, og skoraði mark en það var þó dæmt af eftir myndbandsskoðun.

Liverpool fer því á flugi inn í stórleikinn í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag þegar liðið mætir Manchester City.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira