Hróp og köll gerð að Bjarna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. mars 2024 15:46 Vitni að atvikinu segir það ekki hafa haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Vísir/Vilhelm Hróp og köll voru gerð að utanríkisráðherra þegar hann hélt erindi í Veröld- Húsi Vigdísar í hádeginu. Mótmælendur eltu Bjarna út úr byggingunni og háreysti heyrðist inn í sal. Vitni segir þó ekkert uppnám hafa skapast. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hélt opnunarerindi á opnum fundi í Veröld - Húsi Vigdísar í hádeginu í dag. Fundurinn var á vegum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og sendiráðs Litháens á Íslandi. Rúv greindi frá því að þrjár konur með palestínska fána hafi reynt að veitast að Bjarna eftir ávarp hans, en öryggisgæsla hafi komið í veg fyrir að það tækist. Segir ekkert uppnám hafa skapast Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, var á meðal þátttakenda í pallborði. Í samtali við fréttastofu segir Baldur að þegar Bjarni hafi verið að ljúka máli sínu hafi verið gerð hróp að honum aftast úr salnum. Bjarni gekk út úr byggingunni og háreysti heyrðust inn í sal, þar sem fólkið sem kallaði á hann hafði farið út á eftir honum. „Ég veit ekki hvað gerðist fyrir utan en þær hrópuðu eitthvað um Gaza, fjölskyldur og börn,“ segir Baldur. Þetta stóð mjög stutt yfir og það var ekkert uppnám, ekki nokkur skapaður hlutur. Þá segir Baldur að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Aðspurður sagðist honum ekki hafa virtst neinum í salnum hafa brugðið, en tók fram að hann hafi ekki orðið vitni af því sem gerðist fyrir utan. Öryggisgæsla ráðamanna hefur verið aukin í kjölfar atviks þar sem mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna í desember í fyrra, á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Sá fundur fór einnig fram í Veröld, húsi Vigdísar og var aflýst í kjölfar atviksins. Færst hefur í vöxt að aðsúgur sé gerður að þingmönnum og ráðherrum og þá aðallega Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur fólk gengið örna sinna í garði Bjarna og þá greindi Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður flokksins frá því að snjóbolta hefði verið kastað í áttina að henni við Alþingi á dögunum. Þá voru hælisleitendur með læti á þingpöllum Alþingis í vikunni þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um útlendinga. Ekki hefur náðst í skipuleggjendur viðburðarins við gerð fréttarinnar né aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar eða hann sjálfan. Háskólar Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hélt opnunarerindi á opnum fundi í Veröld - Húsi Vigdísar í hádeginu í dag. Fundurinn var á vegum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og sendiráðs Litháens á Íslandi. Rúv greindi frá því að þrjár konur með palestínska fána hafi reynt að veitast að Bjarna eftir ávarp hans, en öryggisgæsla hafi komið í veg fyrir að það tækist. Segir ekkert uppnám hafa skapast Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, var á meðal þátttakenda í pallborði. Í samtali við fréttastofu segir Baldur að þegar Bjarni hafi verið að ljúka máli sínu hafi verið gerð hróp að honum aftast úr salnum. Bjarni gekk út úr byggingunni og háreysti heyrðust inn í sal, þar sem fólkið sem kallaði á hann hafði farið út á eftir honum. „Ég veit ekki hvað gerðist fyrir utan en þær hrópuðu eitthvað um Gaza, fjölskyldur og börn,“ segir Baldur. Þetta stóð mjög stutt yfir og það var ekkert uppnám, ekki nokkur skapaður hlutur. Þá segir Baldur að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á fundinn né fundarstörf. Aðspurður sagðist honum ekki hafa virtst neinum í salnum hafa brugðið, en tók fram að hann hafi ekki orðið vitni af því sem gerðist fyrir utan. Öryggisgæsla ráðamanna hefur verið aukin í kjölfar atviks þar sem mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna í desember í fyrra, á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Sá fundur fór einnig fram í Veröld, húsi Vigdísar og var aflýst í kjölfar atviksins. Færst hefur í vöxt að aðsúgur sé gerður að þingmönnum og ráðherrum og þá aðallega Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur fólk gengið örna sinna í garði Bjarna og þá greindi Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður flokksins frá því að snjóbolta hefði verið kastað í áttina að henni við Alþingi á dögunum. Þá voru hælisleitendur með læti á þingpöllum Alþingis í vikunni þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um útlendinga. Ekki hefur náðst í skipuleggjendur viðburðarins við gerð fréttarinnar né aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar eða hann sjálfan.
Háskólar Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00
Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi. 14. febrúar 2024 11:12