Innlent

Mótorhjólaslys í Heið­mörk

Jón Þór Stefánsson skrifar
Fréttastofa fékk þessa mynd senda frá vettvangi.
Fréttastofa fékk þessa mynd senda frá vettvangi. Aðsend

Mótorhjólaslys varð í Heiðmörk í kvöld. Þetta staðfestir Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Sjúkralið fór á vettvang. Að öðru leiti segist Guðmundur ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu.

Hann segist ekki vera með á hreinu hvenær slysið átti sér stað.

Fréttastofa hefur fengið ábendingar um að á vettvangi séu eða hafi verið þrír sjúkrabílar sem hafi farið um Flóttamannaleiðina í Heiðmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×