Enski boltinn

Tommi Stein­dórs vor­kenndi Dag­nýju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir leiðir hér West Ham liðið út sem fyrirliði en með henni er sonurinn Brynjar Atli.
Dagný Brynjarsdóttir leiðir hér West Ham liðið út sem fyrirliði en með henni er sonurinn Brynjar Atli. Getty/Henry Browne

Besti vinur Dagnýjar Brynjarsdóttur í æsku var sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og hann er í viðtali í nýju heimildarmyndinni um íslensku landsliðskonuna.

Enska fótboltafélagið West Ham hefur framleitt heimildarmyndina „Ómarsson“ sem er um meðgöngu íslensku landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem í síðasta mánuði eignaðist sinn annan son.

West Ham gerir að sjálfsögðu mikið úr því að Dagný var mikil West Ham kona í æsku og Tómas Steindórsson og faðir hans áttu nú örugglega talsverðan þátt í því þegar þau ólust upp á Hellu.

West Ham sýndi stutt brot úr myndinni og þar eru Tómas og þjálfarinn Gunnar Rafn Borgþórsson í aðalhlutverki.

„Faðir minn var eins og ég og efaðist alltaf um það að Dagný ætlaði að styðja West Ham. Við þurfum fleiri West Ham stuðningsmenn hér á Hellu sagði hann og það verður að vera Dagný,“ sagði Tómas.

„Ég vorkenndi alltaf Dagný því ég ætlaði alltaf að spila fyrir West Ham en West Ham var ekki með kvennalið. Síðan fékk hún tækifæri til að spila fyrir West Ham og ég trúði því varla að hún væri að fara að spila fyrir West Ham,“ sagði Tómas.

„Ég hef alltaf verið stoltur stuðningsmaður West Ham en þegar hún skrifaði undir þar þá var þetta á allt öðru stigi. Ég sagði öllum frá því að besti vinur minn væri að skrifa undir hjá West Ham,“ sagði Tómas.

„Ég hafði auðvitað séð myndirnar af henni í West Ham treyjunni því hún er sannur stuðningsmaður West Ham liðsins. Ég er virkilega ánægður með það að hún hafi fengið þetta tækifæri og hafi stokkið á það,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson sem var einnig í viðtali.

Hér fyrir neðan má sjá brotið úr heimildarmyndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×