Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2024 11:04 Elliði Vignisson segir marga fulltrúa sveitarfélaga hafa verið andvíga hugmyndinni um fríar skólamáltíðir. Þeir hafi hlaupið frá skoðunum sínum í framhaldinu. Vísir/Egill Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. Elliði er meðal þeirra sem fagnar nýjum kjarasamningi til fjögurra ára sem breiðfylking Eflingar, Samiðnar og Starfsgreinasambandsins skrifaði undir við Samtök atvinnulífsins með aðkomu ríkisins síðdegis í gær. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðarpakka til fjögurra ára upp á áttatíu milljarða króna. Meðal þess sem er að finna í pakkanum eru gjaldfrjálsar máltíðir grunnskólabarna sem er talið að kosti fimm milljarða á ári. Aðkoma sveitarfélaganna og útfærsla þeirra á fríum skólamáltíðum var það sem helst stóð í stéttarfélögunum síðustu daga og klukkutíma fyrir undirskrift. Var kallað eftir afdráttarlausum svörum um útfærslu sveitarfélaganna en grunnskólarnir heyra undir sveitarfélögin. Mikil andstaða Elliði segir af og frá að nokkur sveitarfélög hafi verið á móti þessari aðgerð, fríum skólamáltíðum. Hann hafi setið undirbúningsfundi ásamt fulltrúum fjörutíu til fimmtíu sveitarfélaga. „Andstaðan var nánast einróma á þessum tveimur fundum sem við sátum. Einhverjir sem tjáðu sig lögðu svo á flótta frá eigin skoðunum,“ segir Elliði. Einhver sveitarfélög hafi skipt um skoðun sem sé allt í lagi en fólk megi ekki hafa þá hugmynd í kollinum að nokkur sveitarfélög hafi verið á móti hugmyndinni um fríar skólamáltíðir í grunnskólum. „Við höfum verið að gjalda varhug við að fara með svo sértækum hætti inn í ákveðna liði gjaldskrár sveitarfélaga og bæta þá kjör lítils hluta almennings. Þeirra sem eiga börn í grunnskóla,“ segir Elliði. „Ég hefði viljað taka fjóra milljarða og setja í gegnum ótekjutengdar barnabætur. Fara svo breiðvirkt í gjaldskrárlækkun sveitarfélaga. Í staðinn fyrir að lækka mikið á einn lið að lækka þá frekar alla. Til dæmis að frysta gjaldskrána í tvö ár frá og með síðustu áramótum.“ Hefði viljað frysta í tvö ár Elliði er sannfærður um að þótt það hefði verið dýrari aðgerð hefði það skilað fleiri krónum til miklu fleiri heimila. „Þetta er eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra.“ Allir séu sammála um markmiðin og áfangastaðinn. Allir vilji komast sérstaklega til móts við barnafjölskyldur. Það hefði mátt gera með því að frysta gjaldskrár, sérstaklega það sem snýr að barnafjölskyldum. Sem dæmi leikskólagjöld, aðgangur í sund, skólamatur í leik- og grunnskólum. Það hefði unnið fastar gegn verðbólgudraugnum. Hann minnir á að þótt kjarasamningur sé í höfn hafi sveitarfélögin sinn sjálfsákvörðunarrétt. „Það getur enginn skuldbundið sveitarfélögin nema þau sjálf. Nú reynir á hvað sveitarfélögin vilja gera í þessu,“ segir Elliði sem var bæjarstjóri um árabil í Vestmannaeyjum áður en hann færði sig í Ölfus. Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga segir um samninginn og gjaldfrjálsar skólamáltíðir: Þá verður útfærð leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 til loka samningstímans. Foreldrar greiða í dag að jafnaði um 12.000 krónur mánuði fyrir skólamáltíðir eins grunnskólabarns. Áætlað er að kostnaður við þetta nemi um 5 milljörðum króna á ársgrundvelli og mun ríkið leggja til allt að 75% kostnaðarins eða allt að 4 milljarða króna á ári á samningstímanum. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu fyrir lok maí 2024. Ríki og sveitarfélög hafa því innan við þrjá mánuði til að útfæra að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar frá og með næsta skólaári. Óljóst er hvaða leið Elliði ætlar að fara í Ölfusi. „Mér finnst vera algjör einrómur meðal sveitarfélaga að skila auknum kjarabótum til barnafjölskyldna og takast á við verðbólgudrauginn. En hvaða leið þau velja? Hvort þau fallist á þetta sem var upphaflega útspil forsætisráðherra er þeim í sjálfsvald sett.“ Sveitarfélögin vinni því hvert fyrir sig úr tilmælunum í kjarasamningum og reyni að mæta markmiðunum þótt aðferðirnar geti verið mismunandi. Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Ölfus Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00 Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Elliði er meðal þeirra sem fagnar nýjum kjarasamningi til fjögurra ára sem breiðfylking Eflingar, Samiðnar og Starfsgreinasambandsins skrifaði undir við Samtök atvinnulífsins með aðkomu ríkisins síðdegis í gær. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðarpakka til fjögurra ára upp á áttatíu milljarða króna. Meðal þess sem er að finna í pakkanum eru gjaldfrjálsar máltíðir grunnskólabarna sem er talið að kosti fimm milljarða á ári. Aðkoma sveitarfélaganna og útfærsla þeirra á fríum skólamáltíðum var það sem helst stóð í stéttarfélögunum síðustu daga og klukkutíma fyrir undirskrift. Var kallað eftir afdráttarlausum svörum um útfærslu sveitarfélaganna en grunnskólarnir heyra undir sveitarfélögin. Mikil andstaða Elliði segir af og frá að nokkur sveitarfélög hafi verið á móti þessari aðgerð, fríum skólamáltíðum. Hann hafi setið undirbúningsfundi ásamt fulltrúum fjörutíu til fimmtíu sveitarfélaga. „Andstaðan var nánast einróma á þessum tveimur fundum sem við sátum. Einhverjir sem tjáðu sig lögðu svo á flótta frá eigin skoðunum,“ segir Elliði. Einhver sveitarfélög hafi skipt um skoðun sem sé allt í lagi en fólk megi ekki hafa þá hugmynd í kollinum að nokkur sveitarfélög hafi verið á móti hugmyndinni um fríar skólamáltíðir í grunnskólum. „Við höfum verið að gjalda varhug við að fara með svo sértækum hætti inn í ákveðna liði gjaldskrár sveitarfélaga og bæta þá kjör lítils hluta almennings. Þeirra sem eiga börn í grunnskóla,“ segir Elliði. „Ég hefði viljað taka fjóra milljarða og setja í gegnum ótekjutengdar barnabætur. Fara svo breiðvirkt í gjaldskrárlækkun sveitarfélaga. Í staðinn fyrir að lækka mikið á einn lið að lækka þá frekar alla. Til dæmis að frysta gjaldskrána í tvö ár frá og með síðustu áramótum.“ Hefði viljað frysta í tvö ár Elliði er sannfærður um að þótt það hefði verið dýrari aðgerð hefði það skilað fleiri krónum til miklu fleiri heimila. „Þetta er eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra.“ Allir séu sammála um markmiðin og áfangastaðinn. Allir vilji komast sérstaklega til móts við barnafjölskyldur. Það hefði mátt gera með því að frysta gjaldskrár, sérstaklega það sem snýr að barnafjölskyldum. Sem dæmi leikskólagjöld, aðgangur í sund, skólamatur í leik- og grunnskólum. Það hefði unnið fastar gegn verðbólgudraugnum. Hann minnir á að þótt kjarasamningur sé í höfn hafi sveitarfélögin sinn sjálfsákvörðunarrétt. „Það getur enginn skuldbundið sveitarfélögin nema þau sjálf. Nú reynir á hvað sveitarfélögin vilja gera í þessu,“ segir Elliði sem var bæjarstjóri um árabil í Vestmannaeyjum áður en hann færði sig í Ölfus. Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga segir um samninginn og gjaldfrjálsar skólamáltíðir: Þá verður útfærð leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 til loka samningstímans. Foreldrar greiða í dag að jafnaði um 12.000 krónur mánuði fyrir skólamáltíðir eins grunnskólabarns. Áætlað er að kostnaður við þetta nemi um 5 milljörðum króna á ársgrundvelli og mun ríkið leggja til allt að 75% kostnaðarins eða allt að 4 milljarða króna á ári á samningstímanum. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu fyrir lok maí 2024. Ríki og sveitarfélög hafa því innan við þrjá mánuði til að útfæra að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar frá og með næsta skólaári. Óljóst er hvaða leið Elliði ætlar að fara í Ölfusi. „Mér finnst vera algjör einrómur meðal sveitarfélaga að skila auknum kjarabótum til barnafjölskyldna og takast á við verðbólgudrauginn. En hvaða leið þau velja? Hvort þau fallist á þetta sem var upphaflega útspil forsætisráðherra er þeim í sjálfsvald sett.“ Sveitarfélögin vinni því hvert fyrir sig úr tilmælunum í kjarasamningum og reyni að mæta markmiðunum þótt aðferðirnar geti verið mismunandi.
Þá verður útfærð leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 til loka samningstímans. Foreldrar greiða í dag að jafnaði um 12.000 krónur mánuði fyrir skólamáltíðir eins grunnskólabarns. Áætlað er að kostnaður við þetta nemi um 5 milljörðum króna á ársgrundvelli og mun ríkið leggja til allt að 75% kostnaðarins eða allt að 4 milljarða króna á ári á samningstímanum. Ríki og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu fyrir lok maí 2024.
Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Ölfus Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00 Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja ekki frían hádegismat Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur. 7. mars 2024 14:00
Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37
Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53