Sakar Guðmund Árna um að brjóta trúnað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2024 14:16 Rósa segir jafnaðarmenn í bæjarráði Hafnarfjarðar hafa lagt kollegum sínum orð í munn. Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segist líta meint brot Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarfulltrúa á trúnaði alvarlegum augum. Vísar Rósa þar til þess að Guðmundur Árni veitti viðtal í fundarhléi bæjarráðs í gær þar sem hann rakti umræðuefni fundarins. Breytingar á gjaldskrárhækkunum í Hafnarfjarðarbæ vegna nýrra kjarasamninga voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær að ósk fulltrúa Samfylkingarinnar. Höfðu þeir lagt til að bæjarráð samþykkti að leggja sitt af mörkum til að tryggja gerð kjarasamninga með því að almennar gjaldskrár bæjarins yrðu lækkaðar þannig að hækkun þeirra á þessu ári takmarkaðist við 3,5%. Þá myndi bærinn skuldbinda sig til að taka þátt í að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í grunnskólum í samstarfi við ríkið. Tillaga Samfylkingarinnar: Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að leggja sitt að mörkum til að tryggja gerð kjarasamninga með eftirfarandi hætti og markmiði; með því að stuðla að hóflegum launahækkunum, sem og lækkun verðbólgu og vaxta í samfélaginu, með því að almennar gjaldskrár bæjarins verði lækkaðar, þannig að hækkun þeirra á árinu 2024 verði 3,5%. Ennfremur skuldbindur sveitarfélagið sig til að taka þátt í því verkefni að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í grunnskólum í Hafnarfirði í samstarf við ríkisvaldið og með fyrirliggjandi kostnaðarþátttöku þess. Þessar aðgerðir taka mið af heildarniðurstöðu kjarasamninga. Fram kemur í fundargerð að hlé hafi verið gert á fundinum tólf mínútur yfir tíu í gærmorgun og fundi frestað til klukkan 17. Eins og fjallað hefur verið um var undirritun kjarasamnings breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins sett á dagskrá hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu klukkan 17 í gær. Eftir að fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar var framhaldið klukkan fimm lögðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fram aðra tillögu sama efnis með þó nokkrum breytingum. Helst má þar nefna að lækkun gjaldskrárhækkana var ekki bundinn ákveðinni prósentutölu og tiltekið nánar hver kostnaðarþátttaka ríkisins í skólamáltíðum væri. Tillaga Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins: Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að leggja sitt að mörkum til að greiða fyrir gerð kjarasamninga til 4 ára sem miða að því að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Hafnarfjaðarbær telur að hófsamir kjarasamningar með þessu markmiði feli í sér miklar kjarabætur fyrir alla íbúa. Hafnarfjarðarbær er því tilbúin að taka þátt í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga sem felur í sér að Hafnarfjarðarbær haldi aftur af hækkun gjaldskráa sem snúa að börnum og barnafjölskyldum. Ennfremur tekur bærinn þátt í því verkefni að skólamáltíðir í grunnskólum verði gjaldfrjálsar með 75% greiðsluþátttöku ríkisins út samningstímabilið. Í kjölfar þess að fulltrúar meirihlutans lögðu fram sína tillögu var annað hlé gert á fundinum á meðan undirritun kjarasamningsins fór fram í Karphúsinu. Fundi var framhaldið klukkan 17:31 í Hafnarfirði og tillaga Samfylkingarinnar felld. Tillaga Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna var því næst borin upp og hún samþykkt samhljóða. Vill standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri lagði þá fram bókun þess efnis að hún styðji aðgerðirnar, kjarasamningana og aðrar kjarabætur sem ríkisvaldið hafi kynnt sem stuðning stjórnvalda við samningana. Hún lagði þó áherslu á að leitað yrði annarra leiða til að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir en beint í gegn um gjaldskrár sveitarfélaganna, til að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt þeirra. „Sveitarfélög í landinu hafa flest verið reiðubúin til samtals um málið á breiðum grundvelli með það að leiðarljósi að tryggja millitekjuhópum og tekjulágum kjarabætur og velferð. Undirrituð bendir á að æskilegra hefði verið að horfa t.d. til ótengdra barnabóta og einnig til fjölskyldna sem eru með börn á leikskólaaldri,“ segir í bókun Rósu. Fulltrúar Samfylkingarinnar, það er að segja Guðmundur Árni Stefánsson og Árni Rúnar Þorvaldsson, lögðu í kjölfar þessa fram bókun þar sem þeir sögðust fagna „sinnaskiptum“ Sjálfstæðisflokksins frá því fyrr um morguninn, þar sem fulltrúar hans hafi lagst gegn gjaldfrjálsum máltíðum í skólum. „Þeir hafa nú lagt niður andstöðu sína, enda hér um að ræða mikið hagsmunamál fyrir ungmenni í bænum og foreldra og forráðamenn þeirra. Bókun bæjarstjóra hér að framan undirstrikar þó þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn styður málið með hangandi hendi og án sannfæringar,“ segir í bókun jafnaðarmanna. Samfylkingin hafi lagt kollegum sínum orð í munn Rósa lagði þá fram aðra bókun þar sem hún andmælti því að Samfylkingin „leggi bæjarráðsfulltrúum orð í munn og túlki eftir eigin höfði skoðanir annarra í bæjarráði,“ og bætti við: „Einnig er trúnaðarbrestur oddvita Samfylkingarinnar gagnvart samskiptum við fjölmiðla áður en fundi er slitið, litinn alvarlegum augum.“ Vísar Rósa þar til viðtals sem Guðmundur Árni veitti Heimildinni í gær í fundarhléi og birt var 16:39 á vef miðilsins. Í viðtalinu segir Guðmundur Árni fát hafa komið á meirihlutann þegar jafnaðarmenn lögðu fram tillögu sína um að fallast á forsendur kjarasamninganna, sem lagt hafi verið upp með. Hann lýsti því jafnframt að fulltrúar meirihlutans hafi óskað eftir fundarhléi til að ráða ráðum sínum eftir að tillagan var lögð fram. Haft er eftir Guðmundi í greininni að hann hefði trú á að flokkarnir tækju tillögunni fagnandi. Eftir umræður hafi honum virst sem að fulltrúi Framsóknar væri þessu mjög hlynntur. „En Sjálfstæðisflokkurinn virtist hafa einhvern fyrirvara á málinu sem er illskiljanlegt,“ var haft eftir Guðmundi í Heimildinni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11 Lýðheilsuógnandi gjaldskrárhækkanir? Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda. 16. janúar 2024 18:00 Hafnarfjörður mun endurskoða gjaldskrár Vonir standa til að næstu kjarasamningar muni tryggja stöðugleika og lága verðbólgu til langs tíma. Þess vegna höfðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frumkvæði að því í byrjun desember að lýsa yfir mögulegri endurskoðun á gjaldskrám bæjarins. Með því móti vill sveitarfélagið hvetja til ábyrgrar samningagerðar á vinnumarkaði. 11. janúar 2024 08:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Breytingar á gjaldskrárhækkunum í Hafnarfjarðarbæ vegna nýrra kjarasamninga voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær að ósk fulltrúa Samfylkingarinnar. Höfðu þeir lagt til að bæjarráð samþykkti að leggja sitt af mörkum til að tryggja gerð kjarasamninga með því að almennar gjaldskrár bæjarins yrðu lækkaðar þannig að hækkun þeirra á þessu ári takmarkaðist við 3,5%. Þá myndi bærinn skuldbinda sig til að taka þátt í að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í grunnskólum í samstarfi við ríkið. Tillaga Samfylkingarinnar: Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að leggja sitt að mörkum til að tryggja gerð kjarasamninga með eftirfarandi hætti og markmiði; með því að stuðla að hóflegum launahækkunum, sem og lækkun verðbólgu og vaxta í samfélaginu, með því að almennar gjaldskrár bæjarins verði lækkaðar, þannig að hækkun þeirra á árinu 2024 verði 3,5%. Ennfremur skuldbindur sveitarfélagið sig til að taka þátt í því verkefni að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í grunnskólum í Hafnarfirði í samstarf við ríkisvaldið og með fyrirliggjandi kostnaðarþátttöku þess. Þessar aðgerðir taka mið af heildarniðurstöðu kjarasamninga. Fram kemur í fundargerð að hlé hafi verið gert á fundinum tólf mínútur yfir tíu í gærmorgun og fundi frestað til klukkan 17. Eins og fjallað hefur verið um var undirritun kjarasamnings breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins sett á dagskrá hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu klukkan 17 í gær. Eftir að fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar var framhaldið klukkan fimm lögðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fram aðra tillögu sama efnis með þó nokkrum breytingum. Helst má þar nefna að lækkun gjaldskrárhækkana var ekki bundinn ákveðinni prósentutölu og tiltekið nánar hver kostnaðarþátttaka ríkisins í skólamáltíðum væri. Tillaga Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins: Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að leggja sitt að mörkum til að greiða fyrir gerð kjarasamninga til 4 ára sem miða að því að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Hafnarfjaðarbær telur að hófsamir kjarasamningar með þessu markmiði feli í sér miklar kjarabætur fyrir alla íbúa. Hafnarfjarðarbær er því tilbúin að taka þátt í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga sem felur í sér að Hafnarfjarðarbær haldi aftur af hækkun gjaldskráa sem snúa að börnum og barnafjölskyldum. Ennfremur tekur bærinn þátt í því verkefni að skólamáltíðir í grunnskólum verði gjaldfrjálsar með 75% greiðsluþátttöku ríkisins út samningstímabilið. Í kjölfar þess að fulltrúar meirihlutans lögðu fram sína tillögu var annað hlé gert á fundinum á meðan undirritun kjarasamningsins fór fram í Karphúsinu. Fundi var framhaldið klukkan 17:31 í Hafnarfirði og tillaga Samfylkingarinnar felld. Tillaga Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna var því næst borin upp og hún samþykkt samhljóða. Vill standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri lagði þá fram bókun þess efnis að hún styðji aðgerðirnar, kjarasamningana og aðrar kjarabætur sem ríkisvaldið hafi kynnt sem stuðning stjórnvalda við samningana. Hún lagði þó áherslu á að leitað yrði annarra leiða til að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir en beint í gegn um gjaldskrár sveitarfélaganna, til að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt þeirra. „Sveitarfélög í landinu hafa flest verið reiðubúin til samtals um málið á breiðum grundvelli með það að leiðarljósi að tryggja millitekjuhópum og tekjulágum kjarabætur og velferð. Undirrituð bendir á að æskilegra hefði verið að horfa t.d. til ótengdra barnabóta og einnig til fjölskyldna sem eru með börn á leikskólaaldri,“ segir í bókun Rósu. Fulltrúar Samfylkingarinnar, það er að segja Guðmundur Árni Stefánsson og Árni Rúnar Þorvaldsson, lögðu í kjölfar þessa fram bókun þar sem þeir sögðust fagna „sinnaskiptum“ Sjálfstæðisflokksins frá því fyrr um morguninn, þar sem fulltrúar hans hafi lagst gegn gjaldfrjálsum máltíðum í skólum. „Þeir hafa nú lagt niður andstöðu sína, enda hér um að ræða mikið hagsmunamál fyrir ungmenni í bænum og foreldra og forráðamenn þeirra. Bókun bæjarstjóra hér að framan undirstrikar þó þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn styður málið með hangandi hendi og án sannfæringar,“ segir í bókun jafnaðarmanna. Samfylkingin hafi lagt kollegum sínum orð í munn Rósa lagði þá fram aðra bókun þar sem hún andmælti því að Samfylkingin „leggi bæjarráðsfulltrúum orð í munn og túlki eftir eigin höfði skoðanir annarra í bæjarráði,“ og bætti við: „Einnig er trúnaðarbrestur oddvita Samfylkingarinnar gagnvart samskiptum við fjölmiðla áður en fundi er slitið, litinn alvarlegum augum.“ Vísar Rósa þar til viðtals sem Guðmundur Árni veitti Heimildinni í gær í fundarhléi og birt var 16:39 á vef miðilsins. Í viðtalinu segir Guðmundur Árni fát hafa komið á meirihlutann þegar jafnaðarmenn lögðu fram tillögu sína um að fallast á forsendur kjarasamninganna, sem lagt hafi verið upp með. Hann lýsti því jafnframt að fulltrúar meirihlutans hafi óskað eftir fundarhléi til að ráða ráðum sínum eftir að tillagan var lögð fram. Haft er eftir Guðmundi í greininni að hann hefði trú á að flokkarnir tækju tillögunni fagnandi. Eftir umræður hafi honum virst sem að fulltrúi Framsóknar væri þessu mjög hlynntur. „En Sjálfstæðisflokkurinn virtist hafa einhvern fyrirvara á málinu sem er illskiljanlegt,“ var haft eftir Guðmundi í Heimildinni.
Tillaga Samfylkingarinnar: Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að leggja sitt að mörkum til að tryggja gerð kjarasamninga með eftirfarandi hætti og markmiði; með því að stuðla að hóflegum launahækkunum, sem og lækkun verðbólgu og vaxta í samfélaginu, með því að almennar gjaldskrár bæjarins verði lækkaðar, þannig að hækkun þeirra á árinu 2024 verði 3,5%. Ennfremur skuldbindur sveitarfélagið sig til að taka þátt í því verkefni að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í grunnskólum í Hafnarfirði í samstarf við ríkisvaldið og með fyrirliggjandi kostnaðarþátttöku þess. Þessar aðgerðir taka mið af heildarniðurstöðu kjarasamninga.
Tillaga Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins: Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að leggja sitt að mörkum til að greiða fyrir gerð kjarasamninga til 4 ára sem miða að því að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Hafnarfjaðarbær telur að hófsamir kjarasamningar með þessu markmiði feli í sér miklar kjarabætur fyrir alla íbúa. Hafnarfjarðarbær er því tilbúin að taka þátt í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga sem felur í sér að Hafnarfjarðarbær haldi aftur af hækkun gjaldskráa sem snúa að börnum og barnafjölskyldum. Ennfremur tekur bærinn þátt í því verkefni að skólamáltíðir í grunnskólum verði gjaldfrjálsar með 75% greiðsluþátttöku ríkisins út samningstímabilið.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11 Lýðheilsuógnandi gjaldskrárhækkanir? Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda. 16. janúar 2024 18:00 Hafnarfjörður mun endurskoða gjaldskrár Vonir standa til að næstu kjarasamningar muni tryggja stöðugleika og lága verðbólgu til langs tíma. Þess vegna höfðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frumkvæði að því í byrjun desember að lýsa yfir mögulegri endurskoðun á gjaldskrám bæjarins. Með því móti vill sveitarfélagið hvetja til ábyrgrar samningagerðar á vinnumarkaði. 11. janúar 2024 08:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6. mars 2024 08:11
Lýðheilsuógnandi gjaldskrárhækkanir? Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda. 16. janúar 2024 18:00
Hafnarfjörður mun endurskoða gjaldskrár Vonir standa til að næstu kjarasamningar muni tryggja stöðugleika og lága verðbólgu til langs tíma. Þess vegna höfðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frumkvæði að því í byrjun desember að lýsa yfir mögulegri endurskoðun á gjaldskrám bæjarins. Með því móti vill sveitarfélagið hvetja til ábyrgrar samningagerðar á vinnumarkaði. 11. janúar 2024 08:00