Krzysztof hlaut þriggja og hálfs árs dóm í héraði fyrir framleiðslu á fjórum kílóum af amfetamíni sem til stóð að selja. Landsréttur mildaði því refsingu Krzysztof um eitt ár.
Krzysztof var meðal fjögurra sem voru ákærðir í umfangsmiklu fíkniefnamáli og hlutu dóm í júlí síðastliðið sumar. Bræðurnir Rafal og Krysztof Romaniuk voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot og þjófnað ásamt samverkamönnum þeirra Rafal Adrian Olchanowski og Jacek Ciunczyk.
Þeir voru sakaðir um vörslu 70 kannabisplantna, 34,7 kílóa af maríjúana, 11,3 kílóa af kannabisblönduðu efni og 8,2 kílóa af kannabislaufum, í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Auk þess að hafa staðið í kannabis- og amfetamínræktun um nokkurt skeið.
Krysztof Romaniuk játaði að hafa vitað af amfetamínframleiðslu bróður síns og sagði það mistök að hafa ekki stöðvað hann í framleiðslunni. Að öðru leyti ætti hann engan þátt í málinu. Héraðsdómur féllst ekki á þessar skýringar Krystztof frekar en Landsréttur.
Rafal Romaniuk hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í héraði en hann átti sakaferil að baki. Þá hlutu Rafal Adrian og Jacek Olchaniwski tuttugu mánaða dóm í héraði.