„Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 12:30 DeAndre Kane tekur hér utan um eyrað sitt í leiknum í Keflavík í gær. S2 Sport Grindvíkingar unnu frábæran sigur í Sláturhúsinu í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta í gær og það þótt að lykilmaðurinn DeAndre Kane gengi ekki alveg heill til skógar. Kane harkaði af sér og leiddi Grindavíkurliðið til níunda sigursins í röð. Subway Körfuboltakvöld ræddi veikindi Kane og hlutverk hans í Grindavíkurliðinu. „Það bárust fréttir af því í vikunni að DeAndre Kane hefði fengið heljarinanar eyrnabólgu og sýkingu í kjölfarið. Hann heyrir víst illa með öðru eyranu,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hélt það væru bara börn sem fengu eyrnasýkingu og rör í eyrun,“ skaut Teitur Örlygsson inn í. „Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt. Það sést ekkert á manni,“ sagði Helgi Már Magnússon. Það voru síðan sýndar myndir af DeAndre Kane taka utan um eyrað á sér. Þurfti samþykki læknis „Þarna er hann að taka utan um eyrað. Það var alveg tvísýnt hvort hann myndi spila þennan leik. Það var bara samþykkt af lækni í dag (í gær). Gaurinn skorar 19 stig og tekur 9 fráköst,“ sagði Stefán Árni. „Hann virkaði bara vel stilltur í leiknum. Ég hafði áhyggjur af því að hann kæmi inn með þetta á herðunum. Hann kom inn, spilaði hörku vörn á Remy Martin fannst mér þegar hann var á honum. Hann var mjög vel stilltur,“ sagði Helgi. Dansar á línunni Helgi vildi ekki taka undir það að Kane væri svokallaður „Hot head“ leikmaður. „Hefur hann einhvern tímann misst sig? Hann er að dansa á ákveðinni línu og maður sér það í fasi hans að þetta er tilfinningavera. Mér finnst hann bara vera að dansa mjög vel á þessari línu hingað til. Hann hefur ekki tekið sig út úr leik með einhverri vitleysu,“ sagði Helgi. „Síðan er þetta bara þannig að það eru engar tvær persónur eins. Hann er bara svona og það voðalega auðvelt að láta þetta fara í taugarnar á sér. Grindavík lærir bara að lifa með þessu og þjálfarinn á örugglega stóran part í því. Ég trúi ekki öðru en að þetta hafi farið í taugarnar á Óla Óla einhvern tímann,“ sagði Teitur. Þú tókst bara utan um þá „Þeir eru allir nógu þroskaðir til að segja: Hann er svona og við höldum áfram. Maður hefur margoft verið með skrýtnum gæjum í liði en þú tókst bara utan um þá,“ sagði Teitur. Það má horfa á umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Eyrað á DeAndre Kane Subway-deild karla Körfuboltakvöld Grindavík Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Í beinni: Höttur - Haukar | Botnliðið með nýjan mann í brúnni Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld ræddi veikindi Kane og hlutverk hans í Grindavíkurliðinu. „Það bárust fréttir af því í vikunni að DeAndre Kane hefði fengið heljarinanar eyrnabólgu og sýkingu í kjölfarið. Hann heyrir víst illa með öðru eyranu,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Ég hélt það væru bara börn sem fengu eyrnasýkingu og rör í eyrun,“ skaut Teitur Örlygsson inn í. „Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt. Það sést ekkert á manni,“ sagði Helgi Már Magnússon. Það voru síðan sýndar myndir af DeAndre Kane taka utan um eyrað á sér. Þurfti samþykki læknis „Þarna er hann að taka utan um eyrað. Það var alveg tvísýnt hvort hann myndi spila þennan leik. Það var bara samþykkt af lækni í dag (í gær). Gaurinn skorar 19 stig og tekur 9 fráköst,“ sagði Stefán Árni. „Hann virkaði bara vel stilltur í leiknum. Ég hafði áhyggjur af því að hann kæmi inn með þetta á herðunum. Hann kom inn, spilaði hörku vörn á Remy Martin fannst mér þegar hann var á honum. Hann var mjög vel stilltur,“ sagði Helgi. Dansar á línunni Helgi vildi ekki taka undir það að Kane væri svokallaður „Hot head“ leikmaður. „Hefur hann einhvern tímann misst sig? Hann er að dansa á ákveðinni línu og maður sér það í fasi hans að þetta er tilfinningavera. Mér finnst hann bara vera að dansa mjög vel á þessari línu hingað til. Hann hefur ekki tekið sig út úr leik með einhverri vitleysu,“ sagði Helgi. „Síðan er þetta bara þannig að það eru engar tvær persónur eins. Hann er bara svona og það voðalega auðvelt að láta þetta fara í taugarnar á sér. Grindavík lærir bara að lifa með þessu og þjálfarinn á örugglega stóran part í því. Ég trúi ekki öðru en að þetta hafi farið í taugarnar á Óla Óla einhvern tímann,“ sagði Teitur. Þú tókst bara utan um þá „Þeir eru allir nógu þroskaðir til að segja: Hann er svona og við höldum áfram. Maður hefur margoft verið með skrýtnum gæjum í liði en þú tókst bara utan um þá,“ sagði Teitur. Það má horfa á umfjöllunina um Kane hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Eyrað á DeAndre Kane
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Grindavík Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Í beinni: Höttur - Haukar | Botnliðið með nýjan mann í brúnni Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Sjá meira