Þá verður greint frá óánægju sem ríkir meðal bænda landsins og fjölmargra sveitarstjórna með reglugerð úr samráðsgátt stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu í samræmi við markmið laga um landgræðslu. Ótti er um að reglugerðin gangi að sauðfjárskap dauðum.
Bið eftir tíma hjá heimilislækni hleypur á nokkrum vikum að sögn forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Erindum sé þó forgangsraðað eftir alvarleika og því komist bráðatilfelli að samdægurs eða innan nokkurra daga.
Þetta og ýmislegt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.