Boltinn hjá Seðlabanka, fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 16:41 Kristján Þórður Snæbjarnarson segir alla þurfa að vera samstíga til að markmið viðræðnanna gangi eftir. Vísir/Ívar Samningur fagfélaganna við Samtök atvinnulífsins var undirritaður í dag og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að allir þurfi að vera samstíga og að boltinn sé nú hjá Seðlabanka, fyrirtækjum landsins, ríki og sveitarfélögum. Kristján segir samninginn vera mjög samhljóða þeim sem breiðfylking Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar skrifaði undir fyrr í vikunni. Fagfélögin hafi verið við samningaborðið síðan í desember og því haft áhrif á stefnu samninganna varðandi launaliðinn og fleira. Það sem helst greinir þeirra samning frá samningi breiðfylkingarinnar séu orlofsdagar sem þeim tókst að tryggja sínu fólki ásamt breytingu á yfirvinnu. „Það eru fjölmörg atriði þarna sem skipta máli en auðvitað erum við líka að leggja okkar lóð á vogarskálirnar að reyna að ná tökum á því ástandi sem hefur verið í okkar samfélagi,“ segir Kristján. Hann segir samninginn vera tímamótasamning fyrir tæknifólk vegna þess að ekki hafi verið almennur samningur í gildi fyrir þá stétt. Það sé stórt skref sem hefur verið í vinnslu í mörg ár. „Það sem skiptir mestu máli er að ná að auka kaupmátt launa okkar fólks og tryggja þeim hækkanir. Síðan skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fólkið að vextir muni lækka hér á landi og verðbólga. Það er auðvitað inntakið sem mun skipta máli,“ segir Kristján. „Boltinn er hjá Seðlabanka, fyrirtækjum í landinu, ríki og sveitarfélögum að halda aftur af gjaldskrám og taka þátt í þessu verkefni með okkur. Það er auðvitað það sem skiptir öllu máli. Við sendum boltann yfir þangað.“ Aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn um að þau muni taka við boltanum segir hann mikilvægt að fólk taki höndum saman og stigi þessi skref með sér. „Það er það sem verður að gerast. Annars mun ekki ríkja sátt um hvernig samfélagi við viljum búa í. Við fórum eins langt og mögulegt var við þessar aðstæður,“ segir Kristján. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Kristján segir samninginn vera mjög samhljóða þeim sem breiðfylking Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar skrifaði undir fyrr í vikunni. Fagfélögin hafi verið við samningaborðið síðan í desember og því haft áhrif á stefnu samninganna varðandi launaliðinn og fleira. Það sem helst greinir þeirra samning frá samningi breiðfylkingarinnar séu orlofsdagar sem þeim tókst að tryggja sínu fólki ásamt breytingu á yfirvinnu. „Það eru fjölmörg atriði þarna sem skipta máli en auðvitað erum við líka að leggja okkar lóð á vogarskálirnar að reyna að ná tökum á því ástandi sem hefur verið í okkar samfélagi,“ segir Kristján. Hann segir samninginn vera tímamótasamning fyrir tæknifólk vegna þess að ekki hafi verið almennur samningur í gildi fyrir þá stétt. Það sé stórt skref sem hefur verið í vinnslu í mörg ár. „Það sem skiptir mestu máli er að ná að auka kaupmátt launa okkar fólks og tryggja þeim hækkanir. Síðan skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fólkið að vextir muni lækka hér á landi og verðbólga. Það er auðvitað inntakið sem mun skipta máli,“ segir Kristján. „Boltinn er hjá Seðlabanka, fyrirtækjum í landinu, ríki og sveitarfélögum að halda aftur af gjaldskrám og taka þátt í þessu verkefni með okkur. Það er auðvitað það sem skiptir öllu máli. Við sendum boltann yfir þangað.“ Aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn um að þau muni taka við boltanum segir hann mikilvægt að fólk taki höndum saman og stigi þessi skref með sér. „Það er það sem verður að gerast. Annars mun ekki ríkja sátt um hvernig samfélagi við viljum búa í. Við fórum eins langt og mögulegt var við þessar aðstæður,“ segir Kristján.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira