Heimsmeistarinn á verðlaunapalli í hundraðasta sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. mars 2024 18:31 Max Verstappen skellti sér á verðlaunapall í hundraðasta sinn á ferlinum í dag. Rudy Carezzevoli/Getty Images Þrefaldi heimsmeistarinn Max Verstappen vann öruggan sigur í Formúlu 1 í dag er keppt var í Sádi-Arabíu. Með sigrinum kom hann sér á verðlaunapall í hundraðasta sinn á ferlinum. Verstappen var á ráspól þegar farið var af stað í Sádi-Arabíu í dag og hafði hann mikla yfirburði frá upphafi til enda. Hann leiddi alla keppnina, ef frá er talin stuttur tími eftir að hann fór inn á þjónustusvæði snemma í keppninni eftir að Lance Stroll, ökumaður Aston Martin, missti stjórn á bíl sínum og endaði úti í vegg. LAP 7/50Stroll into the barriers He tells his Aston Martin team he's okay ⚠️ SAFETY CAR ⚠️#F1 #SaudiArabianGP pic.twitter.com/5eaIiGItkw— Formula 1 (@F1) March 9, 2024 Lando Norris leiddi þá um stund, en Verstappen var fljótur að koma sér í fyrsta sæti á ný og eftir það var sigur hans í raun aldrei í hættu. Verstappen hefur nú endað á verðlaunapalli í hundrað af þeim 188 keppnum sem hann hefur byrjað í Formúlu 1. YES, Max wins in Jeddah 🟰 𝟏𝟎𝟎 𝐏𝐎𝐃𝐈𝐔𝐌𝐒, what a milestone! 😮#SaudiArabianGP pic.twitter.com/ag6AJ5fnY7— Max Verstappen (@VerstappenCOM) March 9, 2024 Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, kom annar í mark og Charles Leclerc á Ferrari varð þriðji yfir endamarkslínuna. Oliver Bearman, sem keyrði á Ferrari í fjarveru Carlos Sainz, gerði vel og endaði sjöundi í sinni fyrstu keppni. Akstursíþróttir Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Verstappen var á ráspól þegar farið var af stað í Sádi-Arabíu í dag og hafði hann mikla yfirburði frá upphafi til enda. Hann leiddi alla keppnina, ef frá er talin stuttur tími eftir að hann fór inn á þjónustusvæði snemma í keppninni eftir að Lance Stroll, ökumaður Aston Martin, missti stjórn á bíl sínum og endaði úti í vegg. LAP 7/50Stroll into the barriers He tells his Aston Martin team he's okay ⚠️ SAFETY CAR ⚠️#F1 #SaudiArabianGP pic.twitter.com/5eaIiGItkw— Formula 1 (@F1) March 9, 2024 Lando Norris leiddi þá um stund, en Verstappen var fljótur að koma sér í fyrsta sæti á ný og eftir það var sigur hans í raun aldrei í hættu. Verstappen hefur nú endað á verðlaunapalli í hundrað af þeim 188 keppnum sem hann hefur byrjað í Formúlu 1. YES, Max wins in Jeddah 🟰 𝟏𝟎𝟎 𝐏𝐎𝐃𝐈𝐔𝐌𝐒, what a milestone! 😮#SaudiArabianGP pic.twitter.com/ag6AJ5fnY7— Max Verstappen (@VerstappenCOM) March 9, 2024 Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, kom annar í mark og Charles Leclerc á Ferrari varð þriðji yfir endamarkslínuna. Oliver Bearman, sem keyrði á Ferrari í fjarveru Carlos Sainz, gerði vel og endaði sjöundi í sinni fyrstu keppni.
Akstursíþróttir Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira