Bæði lið voru án sigurs í fyrstu þremur leikjum Lengjubikarsins, en það var Aldís María Jóhannsdóttir sem kom gestunum yfir tæpum fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og Tindastóll fór því með forystuna inn í hálfleikshléið.
Birgitta Rún Finnbogadóttir bætti svo öðru marki gestanna við í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat.
Niðurstaðan því 2-0 sigur Tindastóls sem nú er með fjögur stig í þriðja sæti riðilsins eftir fjóra leiki. Selfoss situr hins vegar enn á botninum án stiga.