Agnar um þrettánda titilinn: „Alltaf nýtt ævintýri“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. mars 2024 19:37 Agnar Smári Jónsson starir á bikarinn Vísir/Hulda Margrét Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í skýjunum eftir tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43. Þetta var 13 titillinn sem Agnar vinnur á ferlinum og að hans mati eru allir jafn mikilvægir. „Ég held að það hafi verið áherslurnar okkar sem kláruðu þetta. Hlaupa hratt en samt skynsamlega. Vörnin okkar var geðveik og þvílík færsla sem við fengum og Björgvin datt í gang. Við byrjuðum illa varnarlega og fengum litla markvörslu en við ræddum um það í hálfleik og þá kom færslan, markvarslan og hraðaupphlaupin,“ sagði Agnar Smári Jónsson um spilamennsku Vals. Agnar þekkir ÍBV liðið vel og sagði að hann vissi að þeir myndu koma til baka og að hans mati gerðu Eyjamenn það. „ÍBV kemur alltaf til baka og ég bjóst alltaf við því og þeir komu með áhlaup. En það var mögnuð einbeiting hjá okkur og við náðum alltaf að keyra í bakið á þeim og skora sem dró tennurnar úr þeim.“ „Mikið hrós á Eyjamenn. Það er árshátíð Vestmannaeyjabæjar og fólk er að fórna henni til að styðja sitt lið. Það má ekki gleyma okkar fólki og það var geðveik mæting hjá stuðningsmönnum Vals.“ Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sautján mörk og Agnar sagði að það hafi verið yndislegt að fylgjast með honum í þessum gír. „Þetta var yndislegt. Litli hitinn á gæjanum. Hann hætti ekki að skora og þegar þú ert kominn í þann ham þá hættirðu ekki.“ Agnar Smári Jónsson var ánægður með leikinnVísir/Hulda Margrét Agnar Smári hefur verið afar sigursæll sem leikmaður og þetta var þrettándi titillinn sem hann vinnur. Agnar vildi þó ekki bera þá saman og sagði að hver titill væri einstakur. „Þetta er alltaf jafn gaman. Maður þarf að hugsa þetta sem forréttindi og það er ekki sjálfgefið að fara í svona leiki.“ „Maður fórnar helling að komast í svona leiki og þess vegna má maður ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Þetta er alltaf nýtt ævintýri og þar er aldrei sama liðið sem maður gengur í gegnum þessa hluti með og maður þarf að sýna þeim sem hafa ekki farið í svona leiki virðingu og gefa sig allan í verkefnið,“ sagði Agnar Smári að lokum. Klippa: Agnar Smári um þrettánda titilinn Valur Powerade-bikarinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira
„Ég held að það hafi verið áherslurnar okkar sem kláruðu þetta. Hlaupa hratt en samt skynsamlega. Vörnin okkar var geðveik og þvílík færsla sem við fengum og Björgvin datt í gang. Við byrjuðum illa varnarlega og fengum litla markvörslu en við ræddum um það í hálfleik og þá kom færslan, markvarslan og hraðaupphlaupin,“ sagði Agnar Smári Jónsson um spilamennsku Vals. Agnar þekkir ÍBV liðið vel og sagði að hann vissi að þeir myndu koma til baka og að hans mati gerðu Eyjamenn það. „ÍBV kemur alltaf til baka og ég bjóst alltaf við því og þeir komu með áhlaup. En það var mögnuð einbeiting hjá okkur og við náðum alltaf að keyra í bakið á þeim og skora sem dró tennurnar úr þeim.“ „Mikið hrós á Eyjamenn. Það er árshátíð Vestmannaeyjabæjar og fólk er að fórna henni til að styðja sitt lið. Það má ekki gleyma okkar fólki og það var geðveik mæting hjá stuðningsmönnum Vals.“ Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sautján mörk og Agnar sagði að það hafi verið yndislegt að fylgjast með honum í þessum gír. „Þetta var yndislegt. Litli hitinn á gæjanum. Hann hætti ekki að skora og þegar þú ert kominn í þann ham þá hættirðu ekki.“ Agnar Smári Jónsson var ánægður með leikinnVísir/Hulda Margrét Agnar Smári hefur verið afar sigursæll sem leikmaður og þetta var þrettándi titillinn sem hann vinnur. Agnar vildi þó ekki bera þá saman og sagði að hver titill væri einstakur. „Þetta er alltaf jafn gaman. Maður þarf að hugsa þetta sem forréttindi og það er ekki sjálfgefið að fara í svona leiki.“ „Maður fórnar helling að komast í svona leiki og þess vegna má maður ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Þetta er alltaf nýtt ævintýri og þar er aldrei sama liðið sem maður gengur í gegnum þessa hluti með og maður þarf að sýna þeim sem hafa ekki farið í svona leiki virðingu og gefa sig allan í verkefnið,“ sagði Agnar Smári að lokum. Klippa: Agnar Smári um þrettánda titilinn
Valur Powerade-bikarinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira