Lífið

„Ég er mjög stolt af því að vera ís­lensk“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Laufey tók á móti verðlaunum á Bessastöðum í dag. Hún heldur tónleika í Hörpu um helgina sem seldust upp á mettíma.
Laufey tók á móti verðlaunum á Bessastöðum í dag. Hún heldur tónleika í Hörpu um helgina sem seldust upp á mettíma. vísir/ívar fannar

„Ég er mjög stolt af því að vera íslensk,“ sagði tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar henni var veitt heiðursviðurkenning forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Hún hefur farið sigurför um heiminn undanfarið og fékk viðurkenninguna fyrir að bera hróður Íslands víða um heim með tónlist sinni. 

Í dag voru, ásamt heiðursviðurkenningu Laufeyjar, útflutningsverðlaun forseta Íslands veitt. Fyrirtækið Kerecis hlaut útflutningsverðlaunin en fyrirtækið er fyrsti einhyrningurinn í íslensku viðskiptalífi, það er fyrsta íslenska sprotafyrirtækið sem metið er á yfir einn milljarð króna.

Árlega er heiðursviðurkenning afhent einstaklingi sem þykir með starfi sínu og verkum hafa borið hróður Íslands víða um heim. Laufey hefur eins og áður segir notið gríðarlegra vinsælda víða um heim og plötur hennar Everything I know about love og Bewitched, slegið í gegn. Fyrir þá síðari hlaut hún Grammy-verðlaun.

„Þetta er mikill heiður. Ég er mjög stolt af því að vera íslensk, ég segist alltaf vera íslensk, þegar fólk spyr mig hvaðan ég er. Það þekkja allir einhvern Íslending, það muna allir eftir íslensku fólki og sérstaklega íslenskum tónlistarmönnum. Þannig ég er mjög stolt af því að vera íslensk,“ sagði Laufey við gesti á Bessastöðum þegar hún tók við viðurkenningunni.


Tengdar fréttir

Tárin runnu niður kinnar

Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.