Erlent

Fyrsta opin­bera myndin af prinsessunni eftir að­gerðina

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Myndinni fylgdi mæðradagskveðja.
Myndinni fylgdi mæðradagskveðja. Vilhjálmur krónprins

Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar.

Myndin er tekin af Vilhjálmi prinsi fyrr í vikunni og á henni er Katrín ásamt börnum þeirra þremur. Með myndinni fylgdi mæðradagskveðja og þökk frá prinsessunni fyrir áframhaldandi stuðning.

Ekki er búist við því að hún snúi aftur til opinberra erindagjörða fyrr en eftir páska.Katrín sem er 42 ára gömul dvaldi á sjúkrahúsi í Lundúnum í þrettán nætur í kjölfar magaaðgerðar sem hún gekkst undir. Vilhjálmur prins eiginmaður hennar heimsótti hana á meðan dvöl hennar þar stóð og Karl Bretakonungur einnig.

Það vakti athygli og svæsna orðróma meðal netverja hve lengi hún var fjarri sviðsljósinu í kjölfar aðgerðarinnar.

Vinsælustu kenningarnar sem spruttu upp úr fjarveru hennar voru að aðgerðin hefði á einhvern hátt mistekist og hún væri dauðvona eða þá að hún hafi hlaupist í felur vegna bágrar stöðu hjónabands þeirra Vilhjálms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×