Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2024 06:55 Myndin birtist í fjölmiðlum um allan heim en hefur nú verið afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að henni hefur verið breytt. Vilhjálmur Bretaprins Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. „Kill notice“ felur í sér afturköllun myndarinnar en þetta þýðir í raun að myndaveiturnar treysta sér ekki lengur til að selja notendum sínum umrædda mynd, af einhverjum ástæðum. Associated Press, Agence France-Press og Reuters eru meðal þeirra fréttaveitna sem hafa afturkallað myndina en hún birtist upphaflega á samfélagsmiðlasíðum Katrínar og Vilhjálms Bretarprins. Var Vilhjálmur sagður höfundur myndarinnar. Samkvæmt talsmanni AP var myndin dregin til baka eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og sást það á annarri peysuermi Karlottu prinsessu. Reuters gaf út yfirlýsingu vegna ákvörðunarinnar og var þar vísað til sömu ástæðu en ekki væri vitað hvers vegna átt var við myndina né hver hefði gert það. Ef vel er að gáð má sjá að það vantar hluta af stroffinu á peysuermi Karlottu. Þarna er eins og átt hafi verið við myndina og ermin máðst út eða færst til. Fréttaveitan PA hefur ekki dregið myndina til baka en segist hafa leitað skýringa hjá Kensington-höll. Strangar reglur gilda um meðferð fréttaljósmynda og yfirleitt er aðeins leyfilegt að gera smávægilegar breytingar á til að mynda lit og skerpu til að gera þær greinilegri. Ekki er heimilt að gera „efnislegar“ breytinar á þeim. Umrædd mynd er fyrsta myndin sem birt er af Katrínu síðan um jólin og eftir að hún gekkst undir aðgerð í Lundúnum á dögunum. Ekki hefur verið greint frá því um hvers konar aðgerð var að ræða og hefur það vakið miklar vangaveltur um heilsu prinsessunnar. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) Kóngafólk Bretland Ljósmyndun Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira
„Kill notice“ felur í sér afturköllun myndarinnar en þetta þýðir í raun að myndaveiturnar treysta sér ekki lengur til að selja notendum sínum umrædda mynd, af einhverjum ástæðum. Associated Press, Agence France-Press og Reuters eru meðal þeirra fréttaveitna sem hafa afturkallað myndina en hún birtist upphaflega á samfélagsmiðlasíðum Katrínar og Vilhjálms Bretarprins. Var Vilhjálmur sagður höfundur myndarinnar. Samkvæmt talsmanni AP var myndin dregin til baka eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og sást það á annarri peysuermi Karlottu prinsessu. Reuters gaf út yfirlýsingu vegna ákvörðunarinnar og var þar vísað til sömu ástæðu en ekki væri vitað hvers vegna átt var við myndina né hver hefði gert það. Ef vel er að gáð má sjá að það vantar hluta af stroffinu á peysuermi Karlottu. Þarna er eins og átt hafi verið við myndina og ermin máðst út eða færst til. Fréttaveitan PA hefur ekki dregið myndina til baka en segist hafa leitað skýringa hjá Kensington-höll. Strangar reglur gilda um meðferð fréttaljósmynda og yfirleitt er aðeins leyfilegt að gera smávægilegar breytingar á til að mynda lit og skerpu til að gera þær greinilegri. Ekki er heimilt að gera „efnislegar“ breytinar á þeim. Umrædd mynd er fyrsta myndin sem birt er af Katrínu síðan um jólin og eftir að hún gekkst undir aðgerð í Lundúnum á dögunum. Ekki hefur verið greint frá því um hvers konar aðgerð var að ræða og hefur það vakið miklar vangaveltur um heilsu prinsessunnar. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales)
Kóngafólk Bretland Ljósmyndun Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira