Fótbolti

Hefja undan­keppnina á Kópavogsvelli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland vann Serbíu á Kópavogsvelli 27. febrúar. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið.
Ísland vann Serbíu á Kópavogsvelli 27. febrúar. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið. vísir/hulda margrét

Fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undankeppni EM 2025 fer fram á Kópavogsvelli. Ísland mætir þá Póllandi.

Leikurinn fer fram 5. apríl næstkomandi. Laugardalsvöllur verður ekki leikfær á þeim tíma og því verður viðureignin gegn Pólverjum á Kópavogsvelli.

Síðasti heimaleikur Íslands fór einnig fram á Kópavogsvelli. Íslenska liðið vann þá það serbneska, 2-1, 27. febrúar í úrslitaleik hvort þeirra héldi sér í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Leikurinn gegn Serbíu hófst á óvenjulegum tíma, eða klukkan 14:30. Leikurinn gegn Póllandi verður ekki alveg jafn snemma, eða klukkan 16:45.

Auk Íslands og Póllands eru Austurríki og Þýskaland í riðli 4 í undankeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×