Fimm prósent af þingmanni Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. mars 2024 13:30 Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Fræðast má nánar um vægi ríkja í ráðherraráði Evrópusambandsins einfaldlega með því að kynna sér vefsíður sambandsins. Vægi Íslands með tilliti til íbúafjölda yrði einungis um 0,08%. Um einfalt reiknidæmi er að ræða. Íbúafjölda Íslands er deilt í heildaríbúatölu sambandsins að viðbættum íbúafjölda landsins. Á vef ráðherraráðsins má finna reiknivél sem reiknar vægi hvers ríkis með þessum hætti. Til dæmis er vægi Möltu 0,12% í reiknivélinni en Maltverjar eru jú talsvert fleiri en við Íslendingar eða um 520 þúsund talsins. Þetta er „sætið við borðið“ Til þess að setja hlutina í samhengi yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs Evrópusambandsins allajafna einungis á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi en þar sitja sem kunnugt er 63 þingmenn. Aftur er um einfalt reiknidæmi að ræða, 63 x 0,0008. Staðan yrði eilítið skárri innan þings sambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar, allavega ekki enn. Þar fengi Ísland sex þingmenn af yfir 700. Vægi landsins þar yrði þannig um 0,8% sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála sambandsins að þeim sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni ljóslega engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Þeir einstaklingar sem sitja í framkvæmdastjórninni eða gegna öðrum embættum á vegum Evrópusambandsins eru einfaldlega embættismenn þess. Sitja ekki við sama borð Með öðrum orðum er ljóst að vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði allajafna lítið sem ekkert. Enginn skortur er á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki hafa orðið undir í ráðherraráðinu. Jafnvel þegar miklir hagsmunir hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur talsmanna þess að ganga í sambandið breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Fræðast má nánar um vægi ríkja í ráðherraráði Evrópusambandsins einfaldlega með því að kynna sér vefsíður sambandsins. Vægi Íslands með tilliti til íbúafjölda yrði einungis um 0,08%. Um einfalt reiknidæmi er að ræða. Íbúafjölda Íslands er deilt í heildaríbúatölu sambandsins að viðbættum íbúafjölda landsins. Á vef ráðherraráðsins má finna reiknivél sem reiknar vægi hvers ríkis með þessum hætti. Til dæmis er vægi Möltu 0,12% í reiknivélinni en Maltverjar eru jú talsvert fleiri en við Íslendingar eða um 520 þúsund talsins. Þetta er „sætið við borðið“ Til þess að setja hlutina í samhengi yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs Evrópusambandsins allajafna einungis á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi en þar sitja sem kunnugt er 63 þingmenn. Aftur er um einfalt reiknidæmi að ræða, 63 x 0,0008. Staðan yrði eilítið skárri innan þings sambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar, allavega ekki enn. Þar fengi Ísland sex þingmenn af yfir 700. Vægi landsins þar yrði þannig um 0,8% sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála sambandsins að þeim sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni ljóslega engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Þeir einstaklingar sem sitja í framkvæmdastjórninni eða gegna öðrum embættum á vegum Evrópusambandsins eru einfaldlega embættismenn þess. Sitja ekki við sama borð Með öðrum orðum er ljóst að vægi Íslands innan Evrópusambandsins yrði allajafna lítið sem ekkert. Enginn skortur er á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki hafa orðið undir í ráðherraráðinu. Jafnvel þegar miklir hagsmunir hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur talsmanna þess að ganga í sambandið breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar