Skoðun

Ekki vera Vil­hjálmur!

Viðar Eggertsson skrifar

Á dög­un­um birti Vil­hjálm­ur Bjarna­son fyrrv. þingmaður, grein í Morg­un­blaðinu um líf­eyr­is­sjóði og eft­ir­launa­kjör og var þar margt áhuga­vert frá grein­ar­höf­undi en annað því miður ekki al­veg rétt. Mér er því ljúft og skylt að bæta þekk­ingu Vil­hjálms, sem og að upp­lýsa áhuga­sama um mál­efni eldra fólks um eitt og annað sem gott er að vita.

Um meint­ar skemmt­an­ir og ferðalög

Vil­hjálm­ur hnjóðar í Lands­sam­band eldri borg­ara – LEB, seg­ir LEB einkum fást við „skemmt­an­ir og ferðalög“. Þetta er alrangt. LEB held­ur eng­ar skemmt­an­ir og stend­ur ekki fyr­ir nein­um ferðalög­um.

Aft­ur á móti get­ur Vil­hjálm­ur, eins og all­ir aðrir sem náð hafa sex­tugs­aldri, um­svifa­laust gengið í eitt­hvert aðild­ar­fé­lag­anna 55 og farið að skemmta sér og í ferðalög með fé­lög­um sín­um þar. Því fé­lög eldri borg­ara um allt land gegna mik­il­vægu hlut­verki. Flest sveit­ar­fé­lög hafa gert samn­inga við fé­lög­in til að styrkja bú­setu og lífs­skil­yrði eldri heima­manna, því ekk­ert þeirra vill vera án þess­ara kraft­miklu og mik­il­vægu út­svars­greiðenda sem fyr­ir þau eru Virði en ekki byrði.

Af hverju er LEB ekki að skemmta fólki?

LEB er lands­sam­band allra 55 fé­laga eldri borg­ara og var stofnað fyr­ir 35 árum bein­lín­is til að berj­ast fyr­ir bætt­um kjör­um eldra fólks og öðrum sam­eig­in­leg­um hags­muna­mál­um. Vera mál­svari við stjórn­völd og fjöl­miðla t.d.

Kjara­mál hafa alltaf verið á odd­in­um hjá LEB, sem þó þarf að berj­ast án þeirra vopna sem verka­lýðsfé­lög hafa: samn­inga­borðs og verk­falla. Eldra fólk á eng­in önn­ur vopn en sam­taka­mátt­inn.

Straum­hvörf

Straum­hvörf urðu haustið 2016 þegar lög­um um al­manna­trygg­ing­ar var breytt á rót­tæk­an hátt af rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks með Bjarna Bene­dikts­son sem fjár­málaráðherra og Eygló Harðardótt­ur sem fé­lags­málaráðherra. Vil­hjálm­ur Bjarna­son sat þá á Alþingi í stjórn­ar­meiri­hlut­an­um. Lög­in tóku gildi 1. janú­ar 2017.

Rót­tæk umpól­un elli­líf­eyr­is

Helstu tíðind­in við þessa laga­breyt­ingu var umpól­un­in hvað varðar tvær meg­in­stoðir elli­líf­eyr­is eldra fólks.

Fram að laga­breyt­ing­unni var elli­líf­eyr­ir frá al­manna­trygg­ing­um fyrsta stoðin. Rétt­ur til elli­líf­eyr­is frá al­manna­trygg­ing­um var hugsaður sem áunn­in rétt­indi þeirra sem hafa verið á vinnu­markaði í 40 ár eða leng­ur og skilað sínu til rík­is og sveit­ar­fé­laga alla sína hunds- og katt­artíð.

Inn­eign í líf­eyr­is­sjóði hafði verið önn­ur stoð þeirra sem voru komn­ir á ald­ur með per­sónu­legri sjóðsöfn­un sam­kv. lög­um um líf­eyr­is­sjóði til að bæta kjör sín.

Við laga­breyt­ing­una varð per­sónu­leg­ur líf­eyr­is­sjóður eft­ir­launa­tak­ans fyrsta stoð en áunn­in rétt­indi frá al­manna­trygg­ing­um önn­ur stoð.

Þessu hef­ur LEB mót­mælt með öll­um til­tæk­um ráðum. Sú veg­ferð hef­ur hvorki verið ánægju­legt ferðalag né nokkr­um til skemmt­un­ar.

„Bæt­ur“

Með þess­ari rót­tæku umpól­un hef­ur stjórn­völd­um, þá ekki síst þeim fjár­málaráðherra sem hef­ur setið meira og minna síðasta ára­tug, Bjarna Bene­dikts­syni, verið tamt að inn­leiða orðið „bæt­ur“ um elli­líf­eyri frá al­manna­trygg­ing­um. Hann get­ur það því það var mein­ing­in með þess­ari umpól­un, að breyta greiðslum al­manna­trygg­inga í upp­bæt­ur fyr­ir þá sem eiga minna í líf­eyr­is­sjóði en næg­ir til lág­marks­fram­færslu.

Þannig skerðast greiðslur frá al­manna­trygg­ing­um við hærri greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum.

Tekju­teng­ing­ar kalla á skerðing­ar

All­ar tekj­ur koma til skerðing­ar á greiðslum frá al­manna­trygg­ing­um, en með frí­tekju­mörk­um.

Al­mennt frí­tekju­mark, sam­eig­in­legt fyr­ir líf­eyr­is­sjóðstekj­ur og fjár­magn­s­tekj­ur, upp á 25.000 kr. sem hef­ur ekki hækkað um krónu þó að komið sé á átt­unda ár síðan sú krónu­tala var lög­fest. Bara það er í sjálfu sér kjararýrn­un.

Bið eft­ir rétt­læti er að neita um rétt­læti

Í umræðum um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra í sept­em­ber 2017 sagði þáver­andi stjórn­ar­and­stæðing­ur­inn Katrín Jak­obs­dótt­ir í frægri ræðu m.a.: „Stjórn­völd eiga ekki að biðja fá­tækt fólk á Íslandi að bíða eft­ir rétt­læti.“ Ekki liðu nema nokkr­ar vik­ur þar til ræðukona var orðin for­sæt­is­ráðherra.

Enn bíða fá­tæk­ir eft­ir­launa­tak­ar eft­ir rétt­læti. Því hélt LEB stórt málþing síðasta haust und­ir yf­ir­skrift­inni: „Við bíðum… ekki leng­ur!“ með þátt­töku ráðherra, þing­manna, eldra fólks, verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og sér­fræðinga í kjör­um eldra fólks. Troðfullt var út úr dyr­um og málþing­inu streymt. Upp­töku er að finna á forsíðu heimasíðu LEB

Áhersl­ur LEB: Við bíðum… ekki leng­ur!

Al­menn­ar aðgerðir:

  • Hækk­un frí­tekju­marks í a.m.k. 100.000 kr.
  • Elli­líf­eyr­ir al­manna­trygg­inga verði ekki lægri en lægsti launataxti
  • Árleg­ar hækk­an­ir líf­eyr­is og frí­tekju­marka fylgi launa­vísi­tölu
  • Heim­il­is­upp­bót falli und­ir lög nr. 100/​2007 um al­manna­trygg­ing­ar

Sér­tæk­ar aðgerðir fyr­ir þau verst settu:

  • Sér­stakt skattþrep / hækk­un per­sónu­afslátt­ar
  • Minni eða eng­ar skerðing­ar hjá þeim sem eru und­ir viður­kenndu fram­færslu­viðmiði
  • Einnig verði skoðað að þeir lægstu fái sér­stakt til­legg

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, sem og all­ir aðrir, er boðinn vel­kom­inn að leggj­ast á ár­arn­ar með LEB til bættra kjara fyr­ir eldra fólk.

Höfundur er skrifstofustjóri LEB – Landssambands eldri borgara.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×