Leit við hjá Fischer og segir hann enn besta skákmeistara sögunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2024 21:26 Hans Niemann við leiði Bobby Fischer. Hans Niemann Skákmeistarinn Hans Niemann stoppaði stutt á Íslandi um helgina og heimsótti gröf bandaríska stórmeistarans Bobby Fischer á afmælisdag þess síðarnefnda. Eins og frægt er bjó Fischer síðustu æviárin hér á landi og er jarðsettur á Selfossi. Niemann birti ljósmynd af sér við grafreit Fischers á Selfossi á Instagram á laugardag, 9. mars. Niemann óskar Fischer í færslunni til hamingju með afmælið og segir hann besta skákmeistara allra tíma: „Þú breyttir tafli eins og enginn annar og varst innblástur fyrir heila kynslóð. Arfleifð þín og áhrif eru ævarandi.“ Vignir Vatnar Stefánsson vinur Niemanns og stórmeistari í skák segir í samtali við fréttastofu að Niemann hafi stoppað stutt á landinu, átt leið hér um og viljað heimsækja leiði Fischers. Þeir félagarnir hafi því gert sér ferð austur fyrir fjall um helgina. Niemann komi ekki til með að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu sem hefst á föstudag. Niemann birti í gær myndbandsdagbókarfærslu, svokallað vlog, á Instagram síðu sinni þar sem hann reifar heimsókn sína til landsins. Þar segist hann hafa litið við í Fischersafninu og keypt þar bækur, póstkort og boli svo fátt eitt sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Hans Niemann (@hans_niemann) Skák Árborg Flóahreppur Kirkjugarðar Bobby Fischer Íslandsvinir Tengdar fréttir Enginn titringur lengur á milli Carlsen og Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og Hans Niemann, skákmeistari, hafa náð sáttum og segist Carlsen reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. ágúst 2023 23:19 Meiðyrðamáli Niemann gegn Carlsen vísað frá Alríkisdómstóll í Missouri í Bandaríkjunum vísaði meiðyrðamáli Hans Niemann gegn norska stórmeistaranum Magnusi Carlsen og skákvefnum Chess.com frá dómi í gær. Niemann krafðist hundrað milljóna dollara í bætur vegna ásakana um að hann hefði haft rangt við þegar hann sigraði Carlsen á móti í fyrra. 28. júní 2023 09:22 „Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. 26. október 2022 12:07 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Niemann birti ljósmynd af sér við grafreit Fischers á Selfossi á Instagram á laugardag, 9. mars. Niemann óskar Fischer í færslunni til hamingju með afmælið og segir hann besta skákmeistara allra tíma: „Þú breyttir tafli eins og enginn annar og varst innblástur fyrir heila kynslóð. Arfleifð þín og áhrif eru ævarandi.“ Vignir Vatnar Stefánsson vinur Niemanns og stórmeistari í skák segir í samtali við fréttastofu að Niemann hafi stoppað stutt á landinu, átt leið hér um og viljað heimsækja leiði Fischers. Þeir félagarnir hafi því gert sér ferð austur fyrir fjall um helgina. Niemann komi ekki til með að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu sem hefst á föstudag. Niemann birti í gær myndbandsdagbókarfærslu, svokallað vlog, á Instagram síðu sinni þar sem hann reifar heimsókn sína til landsins. Þar segist hann hafa litið við í Fischersafninu og keypt þar bækur, póstkort og boli svo fátt eitt sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Hans Niemann (@hans_niemann)
Skák Árborg Flóahreppur Kirkjugarðar Bobby Fischer Íslandsvinir Tengdar fréttir Enginn titringur lengur á milli Carlsen og Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og Hans Niemann, skákmeistari, hafa náð sáttum og segist Carlsen reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. ágúst 2023 23:19 Meiðyrðamáli Niemann gegn Carlsen vísað frá Alríkisdómstóll í Missouri í Bandaríkjunum vísaði meiðyrðamáli Hans Niemann gegn norska stórmeistaranum Magnusi Carlsen og skákvefnum Chess.com frá dómi í gær. Niemann krafðist hundrað milljóna dollara í bætur vegna ásakana um að hann hefði haft rangt við þegar hann sigraði Carlsen á móti í fyrra. 28. júní 2023 09:22 „Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. 26. október 2022 12:07 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Enginn titringur lengur á milli Carlsen og Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og Hans Niemann, skákmeistari, hafa náð sáttum og segist Carlsen reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. ágúst 2023 23:19
Meiðyrðamáli Niemann gegn Carlsen vísað frá Alríkisdómstóll í Missouri í Bandaríkjunum vísaði meiðyrðamáli Hans Niemann gegn norska stórmeistaranum Magnusi Carlsen og skákvefnum Chess.com frá dómi í gær. Niemann krafðist hundrað milljóna dollara í bætur vegna ásakana um að hann hefði haft rangt við þegar hann sigraði Carlsen á móti í fyrra. 28. júní 2023 09:22
„Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. 26. október 2022 12:07