Birkir og kærasta hans, franska fyrirsætan Sophie Gordon, eignuðust dóttur í dag. Frá þessu greinir Birkir sjálfur á Instagram. Um er að ræða fyrsta barn þeirra, og hefur dóttirin þegar fengið nafn: Sofia Lív Birkisdóttir.

Þau Birkir og Sophie búa saman á Ítalíu þar sem Birkir spilar nú með knattspyrnuliðinu Brescia. Birkir hefur raunar leikið á Ítalíu drjúgan hluta síns ferils en hann er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands. Sophie er sem áður sagði fyrirsæta og nokkuð aðsópsmikil sem slík, en henni fylgja ríflega 125 þúsund manns á Instagram.
Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið og hafa þau bæði ferðast og búið víða saman, meðal annars í Tyrklandi, þar sem þau bjuggu um tveggja ára skeið þar til um mitt síðasta ár.
Brescia, félag Birkis, óskaði parinu til hamingju á samfélagsmiðlum í dag með svohljóðandi kveðju:
„Hamingjuóskir til mömmunnar Sophie og pabbans Birkis með fæðingu Sofíu litlu Lívar,“
