Krafan er réttlæti Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 11:31 VR er öflugasta stéttarfélag landsins og stendur vörð um hagsmuni verslunar- og skrifstofufólks. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks, enda eru störf fólks í verslun og þjónustu fjölbreytt. Miklu mun fjölbreyttari en marga grunar og verslunin er ein af þeim greinum sem nú gengur í gegnum miklar breytingar vegna tæknibreytinga og vegna loftslagsmála. Þessar tæknibreytingar hafa nú þegar haft áhrif á störf félagsfólks VR og fyrirséð er að þau áhrif munu bara aukast á komandi árum. Það er brýnt verkefni VR að leggja áherslu á endurmenntun og að gerð verði krafa um aukin tækifæri til starfs- og endurmenntunar. VR hefur verið leiðandi í umræðum um framtíðina og í störfum mínum í framtíðarnefnd VR hef ég lagt áherslu á þessi mál sem og þau málefni sem tengjast réttlátum umskiptum bæði vegna tækniframfara og innleiðingu gervigreindar. Huga þarf séstaklega að álögur sem leggjast á launafólk þegar kemur að aðgerðum vegna loftslagsmála verði skipt réttlátt en leggist ekki á launafólk með meiri þunga en tilefni er til. Þetta er, að mínu mati, okkar stærsta sameiginlega áskorun til að tryggja hagsæld til framtíðar fyrir okkur í VR. Áherslur á lýðræðisvæðingu og aðkomu launafólks í ákvarðanatöku eru jafnframt afar mikilvægar til þess að tryggja að horft sé til hagsmuna launafólks og samfélagsins alls, en ekki einvörðungu fjárfesta sem mögulega horfa eingöngu til skammtíma gróðavonar. Það er engin tilviljun að ég legg þessa miklu áherslu á réttlát umskipti, því það er megin verkefni VR að verja réttindi VR félaga í þeim breytingum sem við nú göngum í gegnum. Eldra félagsfólk Á sama tíma er mikilvægt að huga vel að málefnum eldra félagsfólks í VR. Mögulegir aldursfordómar á vinnumarkaði, húsnæðismál eldri félagsmanna, lífeyrismál og skerðingar eru dæmi um mál sem huga þarf að þegar kemur að eldra félagsfólki í VR. Því þessi hópur er sannarlega ein af þeim viðkvæmari þegar kemur að breytingum á vinnumarkaði. VR hefur verið í fararbroddi þegar kemur að hagsmunagæslu eldra félagsfólks og varð fyrst stéttarfélaga til þess að móta áherslur sem snúa beint að hagsmunum eldri félaga í VR. Ég legg á það áherslu að VR haldi þessu frumkvæði gagnvart hagsmunum eldri félaga. Eitt af stóru málunum í þessu efni er staðan á húsnæðismarkaði. Ég tel að jafnvægi á húsnæðismarkaði þurfi að vera til staðar á milli leigu- og eignarhúsnæðis og huga þurfi sérstaklega að bæði fyrstu kaupendum og eldra fólki sem hefur áhuga á að minnka við sig. Húsnæðismál Með frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar, ekki síst VR, hefur grettistaki verið lyft með stofnun Íbúðafélagsins Bjargs. Bjarg hefur nú þegar byggt um 1000 íbúðir. Með tilkomu Bjargs hófst nýr kafli óhagnaðardrifinna leigufélaga á Íslandi og kominn er vísir að öflugu almennu húsnæðisfélagi að norrænni fyrirmynd. Enn annar mikilvægur áfangi var stiginn síðastliðið haust þegar Blær leigufélag hóf framkvæmdir við 36 íbúðir í Úlfársdal og verða þær afhentar til leigu um næstu áramót. Þar með er formlega hafinn nýr áfangi í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Byggja þarf upp fjölbreyttan eigna-og leigumarkað og endurvekja félagslegt eignaíbúðakerfi. Ég hef verið í forystu um þennan málflokk innan VR og er verkefnið mitt hjartans mál. Ég tel að markvisst þurfi að byggja upp fjölbreyttan húsnæðismarkað hér á landi. Þar á ég við sterkt kerfi leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu sem Bjarg fellur undir og leigukerfi og hugmyndafræði sem Blær byggir á. Með því móti fæst nauðsynlegt aðhald fyrir félög sem rekin eru á markaðslegum forsendum og félög á borð við Ölmu starfi ekki á markaði þar sem ríkir skortur og sem endurspeglar hátt húsnæðisverð. Heilbrigt húsnæðiskerfi þarf að innihalda öll möguleg form af búsetuúrræðum, s.s. félagslegar leiguíbúðir, hagkvæmar leiguíbúðir í almenna íbúðakerfinu eins og Bjarg, sem og séreignakerfi eins og algengast er á Íslandi og einnig félagslegar eignaíbúðir. Endurvekja þarf félagslega eignaíbúðakerfið sem flestir kannast við sem verkamannabústaðakerfið, en var illu heilli aflagt upp úr 1990. Kröfur okkar eru ekki óeðlilegar eða ósanngjarnar. Þær eru krafa um réttlæti fyrir hönd launafólks, sem telur að ofur áhersla á hagnaðardrifinn leigumarkað hafi orðið til þess fólk á leigumarkaði býr við óöryggi, á meðan fjárfestar hafa mokað hundruðum milljóna ofan í eigi vasa. Höfundur er stjórnarmaður í VR og frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
VR er öflugasta stéttarfélag landsins og stendur vörð um hagsmuni verslunar- og skrifstofufólks. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks, enda eru störf fólks í verslun og þjónustu fjölbreytt. Miklu mun fjölbreyttari en marga grunar og verslunin er ein af þeim greinum sem nú gengur í gegnum miklar breytingar vegna tæknibreytinga og vegna loftslagsmála. Þessar tæknibreytingar hafa nú þegar haft áhrif á störf félagsfólks VR og fyrirséð er að þau áhrif munu bara aukast á komandi árum. Það er brýnt verkefni VR að leggja áherslu á endurmenntun og að gerð verði krafa um aukin tækifæri til starfs- og endurmenntunar. VR hefur verið leiðandi í umræðum um framtíðina og í störfum mínum í framtíðarnefnd VR hef ég lagt áherslu á þessi mál sem og þau málefni sem tengjast réttlátum umskiptum bæði vegna tækniframfara og innleiðingu gervigreindar. Huga þarf séstaklega að álögur sem leggjast á launafólk þegar kemur að aðgerðum vegna loftslagsmála verði skipt réttlátt en leggist ekki á launafólk með meiri þunga en tilefni er til. Þetta er, að mínu mati, okkar stærsta sameiginlega áskorun til að tryggja hagsæld til framtíðar fyrir okkur í VR. Áherslur á lýðræðisvæðingu og aðkomu launafólks í ákvarðanatöku eru jafnframt afar mikilvægar til þess að tryggja að horft sé til hagsmuna launafólks og samfélagsins alls, en ekki einvörðungu fjárfesta sem mögulega horfa eingöngu til skammtíma gróðavonar. Það er engin tilviljun að ég legg þessa miklu áherslu á réttlát umskipti, því það er megin verkefni VR að verja réttindi VR félaga í þeim breytingum sem við nú göngum í gegnum. Eldra félagsfólk Á sama tíma er mikilvægt að huga vel að málefnum eldra félagsfólks í VR. Mögulegir aldursfordómar á vinnumarkaði, húsnæðismál eldri félagsmanna, lífeyrismál og skerðingar eru dæmi um mál sem huga þarf að þegar kemur að eldra félagsfólki í VR. Því þessi hópur er sannarlega ein af þeim viðkvæmari þegar kemur að breytingum á vinnumarkaði. VR hefur verið í fararbroddi þegar kemur að hagsmunagæslu eldra félagsfólks og varð fyrst stéttarfélaga til þess að móta áherslur sem snúa beint að hagsmunum eldri félaga í VR. Ég legg á það áherslu að VR haldi þessu frumkvæði gagnvart hagsmunum eldri félaga. Eitt af stóru málunum í þessu efni er staðan á húsnæðismarkaði. Ég tel að jafnvægi á húsnæðismarkaði þurfi að vera til staðar á milli leigu- og eignarhúsnæðis og huga þurfi sérstaklega að bæði fyrstu kaupendum og eldra fólki sem hefur áhuga á að minnka við sig. Húsnæðismál Með frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar, ekki síst VR, hefur grettistaki verið lyft með stofnun Íbúðafélagsins Bjargs. Bjarg hefur nú þegar byggt um 1000 íbúðir. Með tilkomu Bjargs hófst nýr kafli óhagnaðardrifinna leigufélaga á Íslandi og kominn er vísir að öflugu almennu húsnæðisfélagi að norrænni fyrirmynd. Enn annar mikilvægur áfangi var stiginn síðastliðið haust þegar Blær leigufélag hóf framkvæmdir við 36 íbúðir í Úlfársdal og verða þær afhentar til leigu um næstu áramót. Þar með er formlega hafinn nýr áfangi í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Byggja þarf upp fjölbreyttan eigna-og leigumarkað og endurvekja félagslegt eignaíbúðakerfi. Ég hef verið í forystu um þennan málflokk innan VR og er verkefnið mitt hjartans mál. Ég tel að markvisst þurfi að byggja upp fjölbreyttan húsnæðismarkað hér á landi. Þar á ég við sterkt kerfi leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu sem Bjarg fellur undir og leigukerfi og hugmyndafræði sem Blær byggir á. Með því móti fæst nauðsynlegt aðhald fyrir félög sem rekin eru á markaðslegum forsendum og félög á borð við Ölmu starfi ekki á markaði þar sem ríkir skortur og sem endurspeglar hátt húsnæðisverð. Heilbrigt húsnæðiskerfi þarf að innihalda öll möguleg form af búsetuúrræðum, s.s. félagslegar leiguíbúðir, hagkvæmar leiguíbúðir í almenna íbúðakerfinu eins og Bjarg, sem og séreignakerfi eins og algengast er á Íslandi og einnig félagslegar eignaíbúðir. Endurvekja þarf félagslega eignaíbúðakerfið sem flestir kannast við sem verkamannabústaðakerfið, en var illu heilli aflagt upp úr 1990. Kröfur okkar eru ekki óeðlilegar eða ósanngjarnar. Þær eru krafa um réttlæti fyrir hönd launafólks, sem telur að ofur áhersla á hagnaðardrifinn leigumarkað hafi orðið til þess fólk á leigumarkaði býr við óöryggi, á meðan fjárfestar hafa mokað hundruðum milljóna ofan í eigi vasa. Höfundur er stjórnarmaður í VR og frambjóðandi til stjórnar VR.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun