Íslensku strákarnir komu til Aþenu seint í gærkvöldi og æfði í fyrsta sinn í morgun. Ísland mætir svo Grikklandi á föstudaginn og laugardaginn.
Benedikt Gunnar Óskarsson mætti á sína fyrstu landsliðsæfingu í dag. Hann var kallaður inn í landsliðið eftir að hafa átt stórleik í úrslitum Powerade bikarsins á laugardaginn. Benedikt skoraði þá sautján mörk í 43-31 sigri Vals á ÍBV.
Eldri bróðir Benedikts, Arnór Snær, var einnig valinn í landsliðið í stað Teits Arnar Einrssonar sem er meiddur. Arnór hefur leikið vel með Gummersbach að undanförnu en hann er í láni frá Rhein-Neckar Löwen.
Afmælisbarn dagsins, Ómar Ingi Magnússon, var einnig með á æfingunni. Hann fagnar 27 ára afmæli sínu í dag. Ómar er fjórði leikjahæstur í íslenska hópnum með 82 landsleiki og sá markahæsti með 280 mörk.
Auk Benedikts er einn annar nýliði í íslenska hópnum; Andri Már Rúnarsson. Hann æfði með landsliðinu í aðdraganda EM en hefur ekki enn spilað landsleik.